Vikan


Vikan - 14.06.1999, Blaðsíða 9

Vikan - 14.06.1999, Blaðsíða 9
grenninu. Á þessum slóðum voru múhameðstrú og kristni algengustu trúarbrögðin. Mú- hameðstrúarmenn eiga marg- ar konur en sú fyrsta nýtur ákveðinnar virðingar. Bílstjór- inn minn var sonur fyrstu konu og því arftaki föður síns. Móðir hans var hins vegar dá- inn og kona númer tvö sat orðið í hennar sæti. Hún hataði hann og hann forðaðist í lengstu lög að móðga hana þar sem að hún gæti sagt við hann að Allah myndi refsa honum fyrir ósvífnina og hún gæti síðar byrlað honum eitur án þess að það yrði nokkurn tíma rannsakað. Hjátrúin er svo mikil á þessum slóðum að langflestir tryðu því að þetta hefði orðið að áhrínsorðum. Fólkið hefur mikla trú á töfra- læknum og leitar sér ekki hjálpar vestrænna lækna fyrr en það er í raun dauðvona. Höfðingjar eru taldir hafa mátt umfram aðra og í hvert sinn sem bflstjóri minn brá sér af bæ lét hann pabba sinn blessa sig og þá trúði hann að sig myndi ekki henda neitt illt. Eg fékk að sannreyna ég þetta. Ég setti upp litla versl- un þarna og keyrði 300 km til að kaupa lager. Bílstjórinn ók mér og venjulega fór hann ekki undir 160-170 km hraða. Ég var alltaf að biðja hann um að hægja á en þá var jafnan viðkvæðið að ég þyrfti ekkert að óttast við nytum sérstakrar verndar vegna blessunar föður hans. Við vorum á heimleið eitthvert sinn þegar einhver ökuþór svínaði fyrir bflinn hjá okkur. Bílstjóranum tókst með naumindum að afstýra slysi og stöðvaði. Hinn gerði slíkt hið sama og þegar hann steig út úr bílnum var þetta ógurlegur rumur, stór og mik- ill. Undir venjulegum kring- umstæðum hefði þetta endað með slagsmálum en bflstjórinn minn var svo öruggur með sig og sagði hinum að vernd föð- ur hans hefði bjargað sér. Sá stóri gerði þá ekki meira en að bugta sig og beygja og biðjast afsökunar. Þegar verkefninu í Ukpilla var lokið fluttum við til Port Harcourt sem er hafnarborg og stendur við stórt fljót. Þar var viðhorf fólksins til hvítra annað. Stundum var maður kallaður hvítt svín í stórmark- aðnum enda varla nema von að svertingjunum þætti erfitt að sjá hina hvítu með fullar innkaupakörfur þegar þeir sjálfir höfðu varla efni á að kaupa sér smjörstykki. Síðar fluttum við okkur um set til Overri sem er hundrað kfló- metrum norðar í landinu. Á flótta undan mannætum í Nígeríu tíðkast mannát enn, þrátt fyrir að það sé bannað með lögum og réttar- kerfið reyrti að sporna gegn því eftir frémsta megni. í kringum Pprt Harcourt eru mannætuslæði, þar sem mannshvörf voru tíð og hættu- legt að vera á ferli eftir að skyggja tók. Einu sinni ákváð- um við og nokkrir vinir okkar að eyða gamlárskvöldi á ströndinni. Við fórum á hrað- bátum niður fljótið og komum okkur fyrir með mottur og teppi á ströndinni. Sandflugur gerðust þá svo aðgangsharðar Vikan 9 Texti: Steingerður Steinarsdóttir Myndir: Gísli Egill Hrafnsson og úr einkasafni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.