Vikan - 14.06.1999, Blaðsíða 22
Umsjón: Margrét V. Helgadóttir
Sannkallaðir sælureitir
Hvað getur verið dásamlegra en að liggja í heitúm potti,
hvort sem er á sólríkum sumardegi eða stjörnubjartri vetr-
arnótt?
Æ fleiri eru farnir að koma fyrir heitum pottum í görðum
sínum eða við sumarbústaðinn. Til eru margar gerðir og
stærðir og því getur reynst erfitt að velja þann rétta. Fyrir
þá sem eru í pottahugleiðingum er rétt að kynna sér vel
hvað allir fylgihlutirnir kosta, ekki einblína á verðið á sjálfri
skelinni. Kostnaðinn við undir- og jarðvinnu þarf að taka
með í reikninginn. Öryggisins vegna ættu þeir sem hyggjast
festa kaupa á heitum potti að sjálfsögðu að kaupa lok á
hann og lás. Með þeim hætti geta börn ekki farið sér að
voða þótt þau séu við leik í kringum pottinn.
Söluaðilar eru sammála um að nuddkerfi eru alltaf að
verða vinsælli og mjög margir sem vilja setja upp nuddkerfi
um leið og potturinn er keyptur. Verðið á kerfinu er næst-
um því jafn mikið og tilbúinn pottur án allra fylgihluta
þannig að reikna má með að nuddpottar kosti helmingi
meira en venjulegir pottar. Hér að neðan er nokkrum verð-
dæmum stillt upp þannig að fólk geri sér betur grein fyrir
verðunum sem eru ráðandi á markaðnum.
Islensk framciðsla á heitum pottum hefur farið sívaxandi á undan-
förnum árum og í dag eru nokkrir aðilar sem framleiða heita potta.
Trefjar í Hafnartlrði er eitt þeirra. Pottarnir eru framleiddir úr
akrýl sem cr nijög stcrkt plastcfni. Þeir eru til í átta gerðum og ótal
litaafbriðgum. Verð pottana er háð stærð þeirra. Sá minnsti, Báru-
skel, tilbúinn til að grafa ofan í jörðu eða að setja í pall, kostar
102.269 kr. - mcð innstreymisstút og niðurfalli. Lok kostar 29.375
kr. - Yfirbrciðsla kostar 20.028 kr. - Nuddkcrll mcð fjögurra stúta
rofabúnaði kostar 93.939 kr. - Auk þess sem annars konar aukaút-
búnaður er til sölu eins og Ijós, hitamælir, klórtöflur og háfur.
Viðarpottarnir eru algjör
bylting hérlendis, því nú
gefst þcim sem ekki hafa að-
gang að heitu vatni tækifæri
til hafa heitan pott. Kalda
vatnið í pottinum er liitað
með sérstökuni ofni sem er
kynntur með venjulcgum
eldivið. Ofninum er komiö
fyrir ofan í pottinum þannig
að vatnið leikur um hann.
Vatniö í pottinum liitnar
upp í ca 40 gráöur á rúmum
tveimur klukkustundum.
Hitastigi vatnsins er stjórn-
að á einfaldan hátt með loft-
inntaki ofnsins og þarf því ekki
ilókinn kranabúnað til að fá rétt
hitastig á vatnið.
Hinir heppnu, sem hafa aðgang aö
heitu vatni geta líka nýtt sér viðar-
pottana. Þeir sleppa við að kaupa
ofninn og geta nýtt pottinn á
heföbundinn hátt.
Verð minnsta pottsins er frá
128.339 kr.- án ofns og fylgihluta.
Boðið er upp á mismunandi verð
og það lægsta með öllum nauð-
synlegum fylgihlutum, kostar
252.124 kr. - með rafmagnskynd-
ingii.
Á. Óskarsson í
Mosfellsbæ flytur
inn heita potta.
Vcrð á skelinni er
159.000 kr.- en með
nuddælu, nuddstút-
um, yfir- og niður-
falli kostar pottur-
inn á bflinu 220-
230.000 kr.
22 Vikan