Vikan


Vikan - 14.06.1999, Blaðsíða 22

Vikan - 14.06.1999, Blaðsíða 22
Umsjón: Margrét V. Helgadóttir Sannkallaðir sælureitir Hvað getur verið dásamlegra en að liggja í heitúm potti, hvort sem er á sólríkum sumardegi eða stjörnubjartri vetr- arnótt? Æ fleiri eru farnir að koma fyrir heitum pottum í görðum sínum eða við sumarbústaðinn. Til eru margar gerðir og stærðir og því getur reynst erfitt að velja þann rétta. Fyrir þá sem eru í pottahugleiðingum er rétt að kynna sér vel hvað allir fylgihlutirnir kosta, ekki einblína á verðið á sjálfri skelinni. Kostnaðinn við undir- og jarðvinnu þarf að taka með í reikninginn. Öryggisins vegna ættu þeir sem hyggjast festa kaupa á heitum potti að sjálfsögðu að kaupa lok á hann og lás. Með þeim hætti geta börn ekki farið sér að voða þótt þau séu við leik í kringum pottinn. Söluaðilar eru sammála um að nuddkerfi eru alltaf að verða vinsælli og mjög margir sem vilja setja upp nuddkerfi um leið og potturinn er keyptur. Verðið á kerfinu er næst- um því jafn mikið og tilbúinn pottur án allra fylgihluta þannig að reikna má með að nuddpottar kosti helmingi meira en venjulegir pottar. Hér að neðan er nokkrum verð- dæmum stillt upp þannig að fólk geri sér betur grein fyrir verðunum sem eru ráðandi á markaðnum. Islensk framciðsla á heitum pottum hefur farið sívaxandi á undan- förnum árum og í dag eru nokkrir aðilar sem framleiða heita potta. Trefjar í Hafnartlrði er eitt þeirra. Pottarnir eru framleiddir úr akrýl sem cr nijög stcrkt plastcfni. Þeir eru til í átta gerðum og ótal litaafbriðgum. Verð pottana er háð stærð þeirra. Sá minnsti, Báru- skel, tilbúinn til að grafa ofan í jörðu eða að setja í pall, kostar 102.269 kr. - mcð innstreymisstút og niðurfalli. Lok kostar 29.375 kr. - Yfirbrciðsla kostar 20.028 kr. - Nuddkcrll mcð fjögurra stúta rofabúnaði kostar 93.939 kr. - Auk þess sem annars konar aukaút- búnaður er til sölu eins og Ijós, hitamælir, klórtöflur og háfur. Viðarpottarnir eru algjör bylting hérlendis, því nú gefst þcim sem ekki hafa að- gang að heitu vatni tækifæri til hafa heitan pott. Kalda vatnið í pottinum er liitað með sérstökuni ofni sem er kynntur með venjulcgum eldivið. Ofninum er komiö fyrir ofan í pottinum þannig að vatnið leikur um hann. Vatniö í pottinum liitnar upp í ca 40 gráöur á rúmum tveimur klukkustundum. Hitastigi vatnsins er stjórn- að á einfaldan hátt með loft- inntaki ofnsins og þarf því ekki ilókinn kranabúnað til að fá rétt hitastig á vatnið. Hinir heppnu, sem hafa aðgang aö heitu vatni geta líka nýtt sér viðar- pottana. Þeir sleppa við að kaupa ofninn og geta nýtt pottinn á heföbundinn hátt. Verð minnsta pottsins er frá 128.339 kr.- án ofns og fylgihluta. Boðið er upp á mismunandi verð og það lægsta með öllum nauð- synlegum fylgihlutum, kostar 252.124 kr. - með rafmagnskynd- ingii. Á. Óskarsson í Mosfellsbæ flytur inn heita potta. Vcrð á skelinni er 159.000 kr.- en með nuddælu, nuddstút- um, yfir- og niður- falli kostar pottur- inn á bflinu 220- 230.000 kr. 22 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.