Vikan - 14.06.1999, Blaðsíða 51
Hús er ekki það sama og heimili. Til að gera hús að heimili þarf að
gæða húsnæðið hlýleika og persónuleika. Heimilið á að vera at-
hvarf okkar, staður sem við getum snúið til þegar við þörfnumst
hvíldar og endurnæringar. Vikan gefur lesendum sínum ráð til að
gera heimlið að griðastað þar sem fólki líður vel.
10 Aðferðir til að
8era heimilið að
eilsusamlegum
griðastað
1. Kauptu olíu með uppá-
haldsilminum þínum og
notaðu hana til að fríska
upp á loftið á heimilinu.
Á vorin og sumrin passa
sítrusolíur vel, sömuleið-
is olíur með ferskum
blómailmi eða barrilmi.
2. Notaðu plöntur til að
gæða heimilið lífi og lit-
um.
3. Settu blómstrandi potta-
plöntur við stór raf-
magnstæki til að draga
úr bylgjum frá þeim.
4. Slökkvið alltaf á skjám
sem ekki er verið að
nota (t.d. sjónvarps- og
tölvuskjám).
5. Slökkvið einnig á öllum
óþarfa hávaða. Hafið út-
varp og sjónvarp ekki í
gangi ef ekki er verið að
hlusta eða horfa á það.
6. Opnið glugga í að
minnsta kosti 15 mínútur
á hverjum degi og hleyp-
ið fersku
lofti inn í hí-
býlin.
7. Haldið
gluggarúðum
hreinum,
hindrið ekki
birtuna eða
skemmið út-
sýnið með
óhreinind-
um.
8. Gömul gólf-
teppi valda oft þungu
lofti í húsinu. Hér er góð
aðferð til að hressa upp á
þau: Setjið 225 g af
matarsóda í plastpoka,
setjið 40 dropa af ferskri
ilmolíu út í og hristið vel.
Dreifið blöndunni yfir
gólfteppið og látið hana
liggja í u.þ.b. hálftíma.
Ryksugið síðan.
9, Hreinsið vinnuborð með
náttúrulegum hreinsiefn-
um úr sítrónu og olíu (til
eru nokkrar gerðir þess
háttar efna á markaðn-
um).
10. Viðrið rúmföt, púða og
teppi rækilega a.m.k.
einu sinni í mánuði.
Ef pú vilt láta þér líða
vel á heimilinu skaltu læra
að njóta þess sem það hef-
ur að bjóða þér.
Kveiktu á kertum eða
sittu framan við eldinn ef
þú ert svo heppin að hafa
arinn. Hafðu mjúka, ávala
steina í skál og njóttu þess
að handfjatla þá rneðan þú
situr og horfir á sjónvarpið
eða spjallar við einhvern.
Strjúktu mjúkan feldinn á
gæludýrinu þínu eða
nuddaðu berum iljunum í
rnjúkt leðuráklæði eða
gæruskinn á gólfinu. Þessi
snerting við náttúruna inni
á heimili þínu endurnærir
sál þína og gerir þig færari
um að takast á við alls
kyns vandamál og sjúk-
dóma.
Þegar þú velur efni fyrir
heimilið skaltu hugsa um
það hvort þetta eigi ein-
göngu að vera efni til að
þrífa eða hvort þú viljir að
það gefi ÞÉR eitthvað.
Veldu mismunandi efni
sem gæla við skynfæri
þín,- stein, mjúkan feld,
gler, grófa ull, þjált leður,
gúmmí og bast. Blandaðu
saman efnum sem vekja
mismunandi tilfinningar
og eru ólík viðkomu.
Veldu náttúruleg efni í
fatnaðinn sem þú ert í
næst þér og gættu þess að
hafa rúmfatnað aldrei úr
gerviefnum. Skreyttu ein-
hvern hluta af heimili þínu
með hlutum úr náttúrunni
og þú munt komast að því
að þessi hluti heimilisins
veitir þér meiri vellíðan en
aðrir þegar fram líða
stundir.
Vi kan 51