Vikan


Vikan - 14.06.1999, Blaðsíða 13

Vikan - 14.06.1999, Blaðsíða 13
Aldamótafárið eða „the millenium bug" erfyrirbrigði sem fólk hefur misjafnlega miklar áhyggjur af. (slendingar hafa verið mjög rólegir yfir þessu hingað til. Það er ekki okkar vani að hafa miklar áhyggjur af slíku fyrr en vandinn er skollinn á. En það gæti verið of seint að hafa áhyggjur þá. ,,Er þetta ekki bara vandi fyrirtækja?" spyr fólk. „Gerir nokkuð til þótt einhverjar tölvur stoþþist í nokkra daga?" spyr það líka. Já, það getur nefnilega skiþt okkur öll máli. Við verðum að gæta að því, að vandi fyrir- tækjanna er líka vandi okkar. Allt líf nútíma- mannsins byggist á þjónustu fyrirtækja, mat- urinn í verslununum, orkan sem við notum til kynda húsin okkar og öll stjórnun á þjóðfélag- inu. Og málið snýst ekki eingöngu um að ein- hverjar tölvur stopþi í nokkra daga. í öllum stærstu tölvustýrðu fyrirtækjunum er unnið að því hörðum höndum að ganga svo frá málum að fyrirtækin verði tilbúin til að takast á við aldamótin. Mörg þeirra telja að hættan sé liðin hjá og búið sé að girða fyrir vandann. En það er leyndur vandi á ferðum sem eng- inn veit hversu stór er. Við treystum öll á að geta gengið að nauð- synjum í næstu verslun. Innfluttar vörur fylla hillurnar og enginn býst við að það breytist. En hvað gerist ef tölvur framleiðenda stöðvast og framleiðslunni seinkar um nokkrar vikur? Verðum við íslendingar látnir ganga fyrir? Ósennilega. Og hvað með allt birgðahald, bæði hjá framleiðendum, heildsölum og í verslunum? Ef skrárnar yfir það klikka er fljótt að myndast öngþveiti sem bitnar á viðskiptavinunum. Og hvað ef lyfjaframleiðendur hætta fram- leiðslu sinni um tíma? Hvað með tæki á sjúkrahúsum, umferðarstjórnun, orkuver, veð- urstofur o.s.frv. o.s.frv.? Leynivandinn er ekkifólg- inn í öllum stóru tölvukerfun- um heldur venjulegum raf- eindatækjum með staf- rænni stýringu sem eru alls staðar í kringum okkur. Hvað verður um þessi örtölvutæki, s.s. eldavélar, rafmagnsklukkur, ofna, mjalta- vélar, hug- búnað og stýrikerfi í heimilistölv- um, nýrri kæli- og frystitæki, sjónvarps- og myndbands- tæki, suma síma og bíla? Enginn nema framleið- andi þeirra veit svarið og í sumum tilvikum veit hann það ekki einu sinni. Þetta verður bara að koma í Ijós og þangað til vitum við ekki neitt. Kannski vöknum við að morgni 1. janúar og komumst að því að allt er í lagi heima hjá okkur og áhyggjurnar hafa verið ástæðulausar. Þá er það fínt! En því miður er nánast öruggt að eitthvað bregst. Spurningin er hins vegar sú hversu mikill skaði verður af þeim tímabundna vanda sem við munum standa frammi fyrir? Spádómarnir hljóða allt frá því að við munum aðeins þurfa að stilla vekjaraklukkuna aftur og setja ofninn á „reset" og til þess að við munum upplifa hrun nútímaþjóðfélagsins eins • I Bandaríkjunum er nú 12 vikna biðlisti eftir rafstöðvum og grill seljast betur en nokkru sinni. • í Kanada er búið að ganga svo frá málum að allir lögreglumenn verði á vakt um áramótin. • Fjölmiðlarisinn Virgin hefur staðfest að hann muni hætta útsendingum tímabundið um áramót. • Yfirmönnum British Airways hefur verið fyrirskipað að fjlúga aldamótanóttina. • Rússneski herinn hefur viðurkennt að hann muni eiga við alvarlegan tölvuvanda að stríða um aldamót. • Breska lögreglan undirbýr innbrotaöldu eftir aldamót vegna hruns á þjófavarnarkerfum einstaklinga. og við þekkjum það; fullkomið hrun á öllum fjarskiptum og ferðalögum milli landa, samskiptavandræði og jafnvel sambandsslit milli fyrir- tækja innanlands, fæðuskort, glæpaöldu og heimskreppu. En hvað segja sérfræðingarn- ir? Er eitthvað hægt að gera og er eitthvað sem við verðum að gera? James Carpenter, breskur tölvusérfræðingur, sem síðast- liðin sjö ár hefur starfað að undirbúningi og breytingum á tölvubúnaði fyrir aldamótin segir: „Ég ætla sjálfurað vona það besta en búast við vandræðum. Ég veit að vandinn á þvi miður eftir að koma mörgum á óvart. Svona vandi er mjög keðjuverkandi og ég er hræddur um að enginn komist hjá því að finnafyrir honum. Ég ráðlegg fólki að verða sér úti um a.m.k. mánaðar- birgðir af nauðsyn- legum lyfjum og mat. Vonandi verður enginn skortur á þessu, en við vitum ekki fyrr en kemur að því hvort öll keðj- leiðandi, dreifingaraðili eða smásali lendi í vandræðum þá hrynur allt kerfið og það verð- ur skortur á tiltekinni vöru. Ég ætla sjálfur að hafa öll mín fjármál á hreinu um aldamót- in.það ereins gott að eiga alla papþíra þá." Vikan 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.