Vikan


Vikan - 14.06.1999, Blaðsíða 44

Vikan - 14.06.1999, Blaðsíða 44
Fmmhaldssagan HÆTTULEGUR LEIKUR 1.KAFLI Viktoría beit sig í vörina til blóðs. Það var kækur sem hún hafði haft síðan hún var barn og enn ekki tekist að venja sig af. Hún gerði þetta svo ómeðvitað að hún hefði eflaust ekki tekið eftir því ef gamla konan, sem sat á móti henni í rútunni, hefði ekki starað á hana. Viktoría velti því fyrir sér hvort hún ætti að þakka henni eða að stara á hana á móti. Hún gerði hvorugt en þurrkaði blóðið af vörinni og horfði út um gluggann. Þau voru komin til Boston. Hún leit á klukk- una og sá að ferðin frá New York hafði tekið nákvæm- lega fimm klukkustundir. Hún var kvíðin. Hún var komin heim aftur eftir sex ára fjarveru. Heim. Þar sem Rósalía bjó. Hún hristi höf- uðið. Hún mátti ekki hugsa svona. Hún mátti ekki að- skilja sig frá henni eins og hún og Rósalía væru ekki ein og sama persónan. Lækninum hafði tekist vel upp með andlitið á henni. Hún hafði valið besta lýta- lækninn í New York. Hún opnaði töskuna sína, tók upp spegil og virti fyrir sér andlit sitt, fyrst framan frá og síðan frá hlið. Hún var þess meðvituð að gamla konan starði á hana allan tímann. Það er ekkert að hökunni á þér, hafði læknirinn sagt fyrir aðgerðina en hún stóð fast á sínu. Ég er ekki sam- mála, hafði hún sagt. Hún hafði skoðað myndir í hundraðatali. Hún hafði sagt stelpunum á skrifstof- unni að þetta væri líkast því að panta sér nýtt andlit eftir verðlista. Engin hló að brandaranum. Þær áttu oft- ast í erfiðleikum með að skilja brandarana hennar. Ég skil ekki af hverju þú ert að þessu, hafði ein þeirra sagt. Ég gæti ekki hugsað mér að sjá ókunnugt andlit í hvert sinn sem ég lít í spegil- inn. Ekki það að mér komi við hvað þú gerir, en per- sónulega finnst mér þetta al- veg út í hött. Rósalía var á öndverðri skoðun. Hún hafði farið í aðgerðina og viti menn! Rósalía Salino hvarf fyrir fullt og allt og í hennar stað birtist Viktoría Louisa. Nýtt andlit, hárið litað aðeins dekkra en það var áður, lil- aðar linsur og umfram allt, nýr líkami. Á einu ári hafði hún lést um 45 kíló. Ef mamma gæti bara séð hana núna. Mamma. Hún hafði aldrei sætt sig við það þegar dóttir- in ákvað að flytja til New York um leið og hún útskrif- aðist úr menntaskólanum. En hennar álit skipti ekki máli. Viktoría hafði verið ákveðin í því að fara burt og flýja vondar minningarnar frá unglingsárunum. Ekki það að það hafi tekist. Hún uppgötvaði það fljótlega að enginn flýr fortíðina. Þótt hún ferðaðist kringum hnöttinn yrði hún alltaf sama feita, ljóta stelpan. Fyrir ári síðan hafði mamma hennar fengið hjartaslag og dáið samstund- is.Viktoría, sem var einka- erfingi foreldra sinna, var allt í einu auðug kona. Það var þá sem hún fékk hug- myndina um breytinguna og í eðlilegu framhaldi af því ákvað hún að fara aftur heim. Það var ekkert annað en kaldhæðni örlaganna. Húsið og allar milljónirn- ar. Henni hafði brugðið þeg- ar lögmaðurinn hringdi og sagði henni upphæðina. Eft- ir lát föður hennar kom í ljós að hann var líftryggður fyrir háa fjárhæð en móðir hennar hafði aldrei hreyft við peningunum. Hún hafði haldið áfram að leigja frú Miller herbergi og lifað af leigutekjunum og vöxtunum af líftryggingunni. Viktoría stakk speglinum aftur í töskuna og tók upp úr henni svarta, innbundna bók. Hún virti fyrir sér myndina á fyrstu blaðsíð- unni með hatursglampa í augum. Ellefu andlit. „Klík- an" sem útskrifaðist 1981. Neðst á blaðsíðuna var skif- að með rauðu tússi: „Partí? Minntist einhver á partí?" Hún rétti úr sér og horfði tómlega fram fyrir sig. Já, hugsaði hún. Svo sannarlega verður haldið partí. En í þetta skipti ætlaði hún að skipuleggja það og hún skyldi sjá til þess að það yrði öðruvísi en öll önnur partí. Hún virti aftur fyrir sér myndina. Rauður hringur var dreginn utan um eitt andlitið. Henni leið betur þegar hún horfði á það. Rustý. Hún hafði annað í huga varðandi hann. Hún sá útundan sér að gamla konan hallaði sér for- vitin fram í sætinu. Viktoría sneri sér að henni og horfði beint í augun á henni. Lang- ar þig að sjá? spurði hún og rétti fram bókina. Konan roðnaði og flýtti sér að líta undan. Klukkan var orðin níu þegar rútan stansaði á enda- stöðinni. Gamla, forvitna konan hraðaði sér út í októ- bermyrkrið. Viktoría glotti með sjálfi sér. Það hafði ekki verið mikill vandi að koma henni úr jafnvægi. Aðeins yfirlætislegt augna- ráð og nokkur vel valin orð. Það hafði tekið Viktoríu mörg ár að læra að sýna fólki í tvo heimana. Þegar hún var barn þjáðist hún af feimni. Það þurfti ekki ann- að en að einhver horfði á hana til þess að hún byrjaði að roðna og stama, nema ef þessi „einhver" var leigjand- inn, frú Mills. Við hana var hún svo ókurteis að það var með ólíkindum. Það furðu- lega var að frú Mills reiddist henni aldrei og kvartaði aldrei undan henni við mömmu hennar. Viktoría lokaði töskunni. Nú átti hún aðeins eftir að ná í farangurinn og taka leigubíl til Bradly. Þessa dagana hafði hún efni á því. Valley Road númer sautján. Viktoría stóð með töskurnar við fætur sér og horði á eftir gula leigubíln- um hverfa niður götuna. Hún hafði ekki einu sinni komið til heimabæjarins til þess að vera viðstödd jarð- arför móður sinnar. Hún sneri sér varlega við og virti fyrir sér stórt húsið. 44 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.