Vikan


Vikan - 14.06.1999, Blaðsíða 45

Vikan - 14.06.1999, Blaðsíða 45
Eftir Gloriu Murphy. Þórunn Stefánsdóttir þýddi. í eitt sekúndubrot gat hún ekki hugsað og það fór hrollur um hana. Húsið kall- aði fram gamlar minningar. Yfirbyggða veröndin, sval- irnar, allir gluggarnir. Viktoría skildi farangur- inn eftir á gangstéttinni og gekk upp tröppurnar. Hún stakk lyklinum í skránna, opnaði dyrnar og teygði sig í kveikjarann á veggnum. Ekkert gerðist. Skrambinn! Hún hafði gleymt að biðja rafmagnsveituna að opna fyrir rafmagnið. Hún fálmaði sig áfram eft- ir dimmum ganginum inn í borðstofuna. Mamma henn- ar hafði alltaf geymt kerti í skápnum. í sömu hillu og hún geymdi sparibollana. Hún hlaut að geta fundið kerti. Allt í einu stífnaði hún upp og lagði við hlustirnar. Hún hafði heyrt braka í stig- anum sem lá upp á efri hæð- ina. Hún sneri sér við og starði út í myrkrið. Hver er þar? sagði hún hárri röddu. Pögn. Viktoría hreyfði sig ekki og hlustaði með alla vöðva spennta. Hún heyrði ekkert. Þetta hlaut af hafa verið ímyndun. Alls kyns hljóð heyrast í gömlum húsum. Hún var búin að gleyma brakinu í viðnum. Hún var rólegri þegar hún sneri sér aftur að skápnum en hrökk í kút þegar einhver kveikti á vasaljósi frammi á ganginum og lýsti með því inn í borð- stofuna. Hún fálmaði eftir einhverju sem hún gæti var- ið sig með og læsti fingrun- um utan um vínflösku. Hún lyfti flöskunni og beið í myrkrinu. Geisli vasaljóssin nálgað- ist dyrnar og í skugganum greindi hún mannveru. Hver er þar? Konan sem býr hér, var svarað. Vasaljósinu var lyft lítið eitt og Victoría sá glitta í fölt andlit. í þetta sinn vissi hún svarið áður en hún spurði: Hvað heitir þú? Ég heiti Agnes Mills. Hver ert þú? Ég heiti Viktoría Louisa. Viktoría tók vasaljósið af konunni, beindi ljósgeislan- um að andliti sínu og fann hvernig hún fékk hnút í magann af hræðslu. En kon- an sýndi þess engin merki að hún þekkti hana. Hvað ert þú að gera hér? spurði Viktoría. Ég bý hér. Ég hef búið hér ein síðan frú Salino dó. En dóttir hennar seldi mér húsið, sagði Viktoría. Konunni brá auðsjáan- lega. Rósalía? Þekkir þú hana? Ég get nú ekki sagt það. Ég hef aðeins einu sinni hitt hana. í New York. Hvað er að frétta af henni? Hvernig hefur hún það? Ég er hrædd um að ég sé ekki rétta manneskjan til þess að segja þér fréttir af Rósalíu. Eins og ég sagði þá hitti ég hana aðeins einu sinni, þegar við undirrituð- um kaupsamninginn. Frú Mills hristi höfuðið. Ég trúi þér ekki. Rósalía hefði aldrei selt húsið og skilið mig eftir á götunni. Viktoría tók skjal upp úr töskunni sinni og rétti kon- unni. Hér er afrit af kaup- samningnum, sagði hún stuttlega. Frú Mills skoðaði samn- inginn í birtunni frá vasa- ljósinu, andvarpaði og horfði á Viktoríu. Hvað með mig? spurði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.