Vikan


Vikan - 14.06.1999, Blaðsíða 12

Vikan - 14.06.1999, Blaðsíða 12
Ekki a I Nokkrir mikilvægir punktar... • Taktu öryggisafrit af öllu því sem er í tölvunni þinni. Enginn veit hvað getur gerst. • Fáðu útprentun af bankareikningun- um þínum eða taktu út af þeim ef þú óttast tölvuhrun. Það borgar sig að vera viss. • Eigðu a.m.k. mánaðarskammt af nauðsynlegum lyfjum. • Það getur komið sér vel að eiga svolítinn forða af niðursuðuvöru eða þakkavöru sem maður er orðinn háður, ef ske kynni að tíma- bundinn skortur yrði á henni. • Ekki treysta um of á plastkortin fyrst eftir áramótin. Eigðu eitthvað af seðlum tiltækum ef í harðbakkann slær. • Hugsaðu um þá sem eru aldraðir og sjúkir. Það er ekki víst að þeir hafi heilsu eða tækifæri til að undirbúa sig eða bregðast við aðsteðjandi vanda. Og svo allir hinir... » Kauptu þér kampavín tímanlega. Það væri leiðinlegt að missa af því. • Taktu ákvörðun um það hvar þú ætlar að vera um og ef þú þarft að kaupa farmiða eða panta eitthvað ættirðu að gera það sem fyrst. Það verða margir á ferðinni. • Hentu fötunum sem þú notar aldrei eða gefðu þau í góð- gerðarstarfsemi. Ekki byrja nýja öld með fataskápinn fullan af fötum sem passa ekki. • Ef þú ætlar að skipta um hárgreiðslu eða háralit er kjörið að gera það fyrir aldamótin. Það sama gildir ef þú vilt skipta algerlega um stíl. • Losaðu þig við draslið í geymslunni. Hentu öllu því sem þú hefur ekki notað í tvö ár eða lengur. « Losaðu þig líka við ómögulega gamla kærasta, einnig þá sem þú hefur notast við síðastliðin tvö ár. • Skrifaðu bréf til allra vina þinna og vandamanna þar sem þú segir þeim frá því besta sem þú hefur upplif- að á öldinni. Sendu þeim bréfið milli jóla og nýjárs. • Skriftaðu til þess að losa þig við syndirnar fyrir aldamótin ef þú ert kaþólikki. Gerðu það líka þótt Því miður er nánast öruggt að eitthvað bregst. þú sért það ekki, talaðu þá við góða vinkonu í staðinn fyrir prestinn. • Eigðu til nóg af kertum og eldspýt- um. Kannski fer rafmagnið. • Fyrirgefðu öllum sem hafa eitthvað gert á hluta þinn. Það er gott að byrja upp á nýtt. • Kauptu þér nýjan kjól til að vera í um aldamótin. Hafðu hann flottan. • Hentu appelsínuhúðarkremum og öðrum tilgangslausum snyrtivörum. • Skrifaðu lista yfir alla þá sem þú ætl- ar að gleðja um aldamótin. • Raðaðu myndunum, sem þú átt í ótal umslögum, inn í myndaalbúm. « Sæstu við tilhugsunina um að eldast. • Taktu ákvörðun um með hverjum þú ætlar að eyða aldamótunum og tal- aðu um það við þá. Annars gæti það orðið of seint. 12 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.