Vikan


Vikan - 14.06.1999, Blaðsíða 54

Vikan - 14.06.1999, Blaðsíða 54
Lífsreynslusaga -¥4) f$ fj - • mmmm LkV. Eg var stelsjúk Löngunin til að stela helltist yfir mig eins og óviðráðanleg fíkn s g á enn í dag erfitt með að tala um þetta tímabil í lífi mínu án þess að skammast mín hræðilega. Ég var stel- sjúk í mörg ár. Ég gerði mér ekki grein fyrir hversu sjúk- leg þessi hegðun mín var fyrr en þetta var búið að standa yfir í fimmtán ár og ég var staðin að verki. Ég er ekki alveg klár á hvenær þetta byrjaði en mig minnir að ég hafi verið um 17 ára gömul. Ég man óljóst eftir að hafa verið með vinkon- um mínum að þvælast um á milli tískuverslana og okkur langaði svo óskaplega mikið í öll fallegu fötin og skartið sem búðirnar státuðu af. Við vorum ekki fátækar en eins og flestir aðrir ungling- ar höfðum við lítið fé á milli handanna. Við stelpurnar fengum vikulega vasapen- inga sem ætlaðir voru til bíóferða eða annars í þeim dúr. En freistingin varð sið- gæðinu yfirsterkari og við hnupluðum stundum stöku flík úr búðum. Það var heil- mikil spenna í kringum þess- ar „verslunarferðir" og okk- ur fannst við vera svo sniðugar og klárar að redda okkur. Að sjálfsögðu var þetta óttalegur barnaskapur og í alla staði óábyrg hegð- un en á gelgjuskeiðinu höfð- um við einfaldari lífssýn og skorti ákveðinn þroska. Fljótlega hættum við þessu því hræðslan um að verða gripnar var svo mikil og þar með féllu hinar spennu- þrungnu búðarstundir í gleymsku. Það var svo upp úr tvítugu sem ég fór að stela aftur og nú var ég ein að verki. Þessi löngun helltist yfir mig eins og óviðráðanleg fíkn. Ég man hversu hratt hjartað í mér sló þegar ég fór í búðir og ég svitnaði bæði undir höndum og í lófum. Samt sem áður leið mér vel á ein- hvern undarlegan hátt; syndin getur verið sæt. Ég var smám saman komin út í það að stunda reglulega þjófnað úr verslunum. Stundum helltist blygðunartilfinn- ingin yfir mig af miklum krafti og ég leið þá vítis- kvalir þvíégþoldi ekki sjálfa mig. Mér fannst ég veikgeðja og við- bjóðsleg. Fyrst um sinn taldi ég sjálfri mér trú um að allt væri svo dýrt og tíndi til alls kyns fáránlegar réttlætingar. En hlutirnir sem ég stal voru oftast ekki dýrir. Ég átti það til að grípa kannski banana eða eitthvað annað úr ávaxtaborðinu og láta það detta ofan í töskuna mína. Aður en strikamerkingar komu til sögunnar fannst mér mjög spennandi að skipta um verðmerkingar og ég fékk heilmikið „kikk" út úr því að horfa á önnum kafna afgreiðslustúlku stimpla inn verð á flatkök- um, þegar miðinn er í raun á rándýrum kaffipakka. Þegar ég var í svona verðmerking- arham var ég mjög útsjónar- söm og valdi afgreiðslu- stúlkur af kostgæfni. Ég vissi af reynslu að þær yngstu og eins hinar nýbyrjuðu væru heppilegustu fórnarlömbin. Líka var afar vænlegt að fara í leiðangra þegar mjög mikið var að gera í búðun- um og athygli starfsfólksins á kössunum ekki með besta móti. Því voru t.d. útborg- unardagar og föstudagar sannkallaðir veiðidagar hjá mér. Engum flaug í hug að svona fín frú væri fingralöng Þetta var ekki beint skipulögð starfsemi hjá mér en ég varaði mig þó alltaf á því að taka óþarfa áhættur. Mér fannst stundum erfitt að halda aftur af mér ef ég sá eitthvað sem mig langaði virkilega mikið að taka en aðstæður voru ekki góðar. Þá greip mig mikill pirring- ur. Það er ekki hægt að sjá á útliti eða framkomu mann- eskju hvort hún sé þjófótt eða ekki. Ég er vel mennt- uð og hugguleg kona með góða framkomu og ég held að það sé einmitt fyrir þær sakir sem ég komst svo lengi upp með þennan þjófnað. Hugsaðu þér! Ég stal grimmt í fimmtán ár en eng- um flaug í hug að svona fín frú væri fingralöng. Það vissi auðvitað heldur enginn á heimili mínu hvað væri að gerast þótt það kæmi fyrir að maðurinn minn spyrði mig stundum út í eitt og annað sem ég hafði „versl- að11. Ég var jafnan hróðug með mig þegar ég kom úr verslunarleiðöngrum mínum og var eiginleg stolt af sjálfri mér á einhvern sjúklegan hátt. Jafnframt var mér létt er heim var komið eftir vel heppnaða búðarferð og lík- ast því sem um spennufall væri að ræða. Ég verð þó að viðurkenna að stundum helltist blygðunartilfinning yfir mig af miklum krafti og þá leið ég vítiskvalir því ég þoldi ekki sjálfa mig. Mér fannst ég veikgeðja og við- bjóðsleg. En ég ýtti þeim hugsunum frá mér til þess Árvökul af- greiðslustúlka hafði verið að fylgjast með mér og hún greip mig glóðvolga. Mér var svakalega brugðið og ég hélt að það myndi líða yfirmig. „Máég sjá ofan i töskuna þína?" spurði hún hvöss á svip. að þurfa ekki að fást við svo sárar tilfinningar. Síðustu tvö árin fór ég að stela dýrari hlutum. Það var eins og dregið hefði úr spennunni og ég fékk ekki 54 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.