Vikan


Vikan - 14.06.1999, Blaðsíða 63

Vikan - 14.06.1999, Blaðsíða 63
Kona Vikunnar sýningarsali í bakgörðum, frábær veitingahús og stemmningu eins og hún gerist best á 17. júní í Reykjavík! Þarna er haldinn stór útimarkaður þar sem finna má allt milli himins og jarðar á góðu verði. Prófið endilega markaðinn á Viale Papiniano á laugardegi! Via Montenapoleone: Einstök gata þar sem fremstu tískuhönnuðir heims reka verslanir sínar. Vert er að dvelja um stund við götuna og horfa á arabísku konurnar, sem ferðast saman í hópum, yfirleitt í glæsi- bifreiðum með einkabílstjóra, og flott klædda karlmenn á vélhjólum! Ómissandi er að setjast inn á kaffihúsið Cave Cova á horni Via San Andrea og Via Montenapoleone og fá sér ekta cappucino og pasticceri (litlar, skreyttar kökur). Útikaffihúsunum: Það tilheyrir Mílanóferð að gefa sér góðan tíma til að sitja á útikaffihúsum og virða fyrir sér mannlífið. Skemmtilegt er að sitja í Galleríunni (Galleria Vittorio Emanuele) þaðan sem sjá má Dómkirkj- una öðrum megin og Scala hinum megin - og gleymið ekki að fara inn í miðju byggingarinnar og snúa ykkur í heilhring! Það táknar að maður muni komaafturtil Mílanó!!! Vert er að benda á aðalverslunargötuna í Mílanó, Corso Buenos Aires, þar sem hinn al- menni ítali verslar og segja má að sé eins konar Lauga- vegur Mílanó. Þar er iðandi mannlíf frá morgni til kvölds og við þessa götu stendur hótelið Grand Hotel Puccini, sem margir íslend- ingar hafa gist á. Amtsbókasafnið á Akureyri 03 591 153 Anna Toher er skólastjóri Förðunarskólans en hann hef- ur starfað í núverandi mynd síðan í janúar 1996. Skóla- árið skiptist í þrjár annir og stendur hver önn yfir í þrjá mánuði. Skólinn setur ekki inntökuskilyrði sem slík, það sem til þarf er áhugi á förðun og öllu því sem þeirri grein við- víkur. Þetta er starfsnám og að því loknu fá nemendur viður- kenningarskjal og geta kallað sig farðara. Það eru að meðaltali tíu manns á hverju námskeiði en mögulegt er að taka um þrjátíu einstaklinga inn. í grunnnáminu, sem tek- ur þrjá mánuði, er lögð áhersla á ljósmynda- og tískuförðun. Á fyrri hluta þess er kennt að nota liti og blanda þeim saman ásamt notkun pensla og annarra áhalda. Þá er líka farið í tækni- lega uppbyggingu andlita. Á seinni hluta námskeiðsins er farið nánar út í mismunandi förðun, t.d. tísku- og fantasíuförðun. Einnig kemur fortíðarförðun til sögunnar. Hvað finnst þér skemmtileg- ast að gera? Það er nú svo margt! Mér finnst mjög gaman í vinnunni sem byggist mikið á samskiptum við fólk. Ég hef einnig ákaflega gaman af lestri bóka og hvers kyns upplýsingaöflun, þar sem ég er fróðleiksfús að eðlisfari og er forvitin um lífið og tilveruna. Hver er besta kvikmynd sem þú hefur séð? Mér finnst Hús andanna alveg stór- kostleg mynd og ekki hvað síst vegna frábærrar förðunartækni. Ég má einnig til með að nefna Pricilla en boðskapurinn í þeirri mynd er afar sérstakur. Förðunin í henni var líka mjög góð. Hvað er uppáhaldsmaturinn þinn? Ég er sérstaklega hrifin af japönskum mat. Hvernig er rómantísk kvöidstund að þínu mati? Það fyrsta sem kemur í hugann eru heitar og fagrar slóðir á borð við Karíbahaf og Indlandshaf. En hér heirna yrði fyrir val- inu kvöldverður á góðu veitingahúsi eða að dekka upp fallegt borð heima með góðum mat og kertaljósum. Hluti af rómantík- inni finnst mér líka vera að klæðast fínum fötum. Með því að skapa sér fallegt umhverfi verður rómantíkin enn sterkari. Hvernig hyggstu eyða sumrinu? Ég ætla að vinna, spila golf og vera eins mikið með fjölskyld- unni og mögulegt er. Við förum eina helgi að Laugalandi þar sem Sólstöðuhópurinn verður með ýmis konar námskeiðahald og skemmtun. Ég vonast líka til þess að geta sinnt söfnun jurta í sumar en það er mikið áhugamál hjá mér og tengist inn á helstu hugsjón mína, en hún er sú að vinna að bættri heilsu fólks. Ég kem einmitt mikið inn á hollustu og næringu í kennsl- unni því það er þýðingarmikill þáttur vellíðunnar, góðs útlits og sjálfsöryggis. í sumar mun ég líka sækja ráðstefnu hjá Herbalife sem nefnist Expo 99 og verður haldin í París.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.