Vikan


Vikan - 14.06.1999, Blaðsíða 6

Vikan - 14.06.1999, Blaðsíða 6
A s lchihashi (33) 1 lallettkennari á Dansaði viku seinna Asako er ættuð frá Hírósíma en hefur búið, ásamt íslenskum eiginmanni sínum og dóttur þeirra, á Akur- eyri í sex ár. Þar rekur hún ballettskóla, kennir á píanó, kennir japönsku og fer ferðir sem leiðsögumaður. Hún getur því gert allt sem hana langar til á íslandi en það gæti hún ekki gert í Japan. Asako lærði ballett frá fjögurra ára aldri í heimalandi sínu með einu hléi þó, þegar hana lang- aði frekar að leika við vini sína en fara í balletttíma. Það stóð þó ekki lengi og hún hélt áfram ballettnámi í klassísk- urn dansi. Möguleikar hennar í Japan voru ekki þeir sem hún sóttist eftir og því hélt hún til Bandaríkjanna, og fann þá að hún hallaðist frek- ar að nútíma dansi en þeim klassíska. Hún menntaði sig enn frekar á því sviði, sótti fjölda námskeiða og dansaði um tveggja ára skeið með nú- tímadansflokki í Ohio. •o c ■o o vi in vi .2 4) t (3 0) m > S (/> ‘« >. to n <s§ ■Z 3 « 0 « ■U *“ c 2 > >2 Dansar eingöngu á sýningum "Það var erfitt að fá vinnu í Bandaríkjunum," segir Asako og á þá við bæði sjálfa sig sem dansara og eiginmann sinn, Jón Halldór Finnsson, básúnuleikara. "Það varauð- veldara á íslandi, Jón Halldór fékk strax vinnu á Akureyri og hingað komum við fyrir sex árum og erum hér enn enda mikið að gera hjá okkur." Því er ekki að neita að Island var ansi ólíkt þeim löndum sem Asako hafði búið í áður, Jap- an og Bandaríkjunum. Hún hafði komið tvisvar sinnum til íslands áður en hún settist hér að og líkaði mjög vel. "Eg fékk vinnu alveg um leið og ég kom. Ég fór að vinna sem pí- anókennari við Tónlistarskóla Eyjafjarðar en ég er með kennarapróf í píanó- og hljómborðsleik. Fljótlega fór ég að kenna ballett hjá Vaxt- arræktinni sem hefur undið upp á sig í gegnum árin.“ Asako er þekkt fyrir ballett- skólann sinn á Akureyri sem hún á og rekur, ásamt Sigurði Gestssyni, eiganda Vaxtarræktarinnar. I dag eru 45 nemendur í skólanum, frá 5 ára til 21 árs, og einn strákur er í þeim hópi. Ekki eru nema nokkrar vikur síðan nemendasýning var haldin í skólanum og þótti hún takast frá- bærlega. Þar dansaði Asako. "Ég fæ mest út úr því sjálf að kenna elstu stelpunum, enda dansa ég með þeim í tímum. Þar get ég farið meira yfir í nútíma- dansinn en þeim yngri kenni ég klassískan dans. Nemendur mínir eru mjög áhugasamir og duglegir að læra og hingað hafa komið gestakenn- arar." Því er ekki að neita að Asa- ko hefði haft gaman af því að starfa á íslandi sem atvinnu- dansari en hún segir það aldrei hafa komið til greina, hún hafi strax haft mikið að gera í vinnu og ekki geta breytt því. Þess vegna dansar hún með nemendum sínum á sýningum. Geri allt á íslandi Litla dóttir Asako og Jóns Halldórs, Marína Herdís, er tveggja ára og fer hún stund- um með mömmu sinni í ball- etttíma. Þar segir Asako að hún vilji stjórna og segja stúlk- unum til. Sú litla er ekki farin að dansa sjálf en sýnir tilburði í þá áttina. Asako talar gjarn- an við hana á japönsku, Jón Halldór á íslensku og síðan heyrir hún þau tala saman á ensku. Það er því ansi fjöl- Fjölskyldan á Akureyri. Fjölskylda Jóns Hall- dórs er öll í Mosfellsbæ en fjölskylda Asako í Japan nema systir hennar seni býr í Finnlandi. Fjölskyldan fer einu sinni á ári til Japans til að hitta fólk Asako. breytt tungumálaflóra sem töluð er á heimili þeirra við Melasíðuna á Akureyri. "Mar- ína virðist bæði ætlaða að geta talað íslensku og japönsku. Hún horfir á barnamyndir bæði með íslensku og japönsku tali, en afi hennar í Japan sendir henni þær síðar- nefndu." Það kemur sér vel enda er fjölskyldan á leið til Japans í tveggja mánaða frí en þau eru vön að fara þangað einu sinni á ári. Foreldrar Asako hafa einu sinni komið til íslands en finnst ansi langt að fara. Mun lengra þykir þeirn að koma hingað en að fara til Finnlands þar sem systir Asako býr ásamt finnsk- um eiginmanni. Asako hefur komið víða við síðan hún flutti til Akureyrar. Hún er á fullu í ballettskólan- um, kennir á píanó í Tónlistar- skólunum í Hrafnagili og á Þelamörk, hún hefur verið að kenna japönsku og far- ið ferðir sem leiðsögu- maður með japanska ferðamenn. "Hérgetég gert allt sem mig langar til," segir hún. "Ég gæti ekki gert þetta ef við byggjum í Japan. Þar er svo margt fólk og erfitt að komast að." Tek hlutunum rólega Fyrir ári síðan lenti Asako í mjög slæmu bflslysi með litlu dóttur sína en hún lét það ekki aftra sér og hélt á þess- um tíma sínu striki á ótrúlegan hátt. "Það var mjög mikið að gera hjá mér. Ég var með tvenna tónleika sama daginn, í Hrafnagili og á Þelamörk, og þurfti að keyra á milli. Fyrri tónleikunum seinkaði þannig að ég var orðin of sein á þá seinni. Ég var að keyra á stað- 6 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.