Vikan


Vikan - 14.06.1999, Blaðsíða 20

Vikan - 14.06.1999, Blaðsíða 20
 Við flest hús háttar þannig til að eitthvert horn garðsins nýtur lítillar birtu, sömu- leiðis eru svalir fjöl- býlishúsa oft þannig að einhver hluti þeirra er alveg í skugga. Þessi horn eru eig- endum til mikils ama enda þrifast þar eng- ar plöntur og of kalt til að hægt sé að njóta þar útiveru. Þessi horn má þó gjarnan prýða með burknum. til að yta skúmaskot í gar Burknar eru fallegar jurtir og kjörlendi þeirra eru skjólsælir, svalir, dimmir staðir. Þeir vaxa gjarnan í hellisskútum, klettaskorum eða gjótum. Burknar geta orðið mjög stórir og fallegir. Grænn lit- ur þeirra er vel til þess fall- inn að skreyta óaðlaðandi skot við hús. Það er til að mynda nokkuð algengt að burknum sé plantað undir tröppum og þar kunna þeir ákaflega vel við sig. Yfir23 tegundir af burknum og byrkningum vaxa á íslandi og er tófugras algengasti burkninn. Stóri- burkni og fjöllaufungur eru einnig nokkuð útbreiddir. Það eru mikil náttúruspjöll að taka burkna úti í náttúrunni og flytja heim í garð. Ekki að- eins vegna þess að sumir burknar eru sjaldgæfir og friðaðir, heldur einnig vegna þess að burknar lifa við erf- ið vaxtarskilyrði og engin leið að segja til um hversu lengi þeir hafa barist fyrir lífi sínu á þeim stað þar sem þeir eru. Það væri því synd að nema burtu plöntu sem gæti hafa verið í hálfa öld á ná sæmilegri stærð jafnvel þótt henni séu búin betri skilyrði þar sem henni yrði komið fyrir. Burknar fjölga sér með gróum sem vaxa neðan á blöðunum og þeim má safna á haustin. Akveðna lagni þarf til að fá gróin til að spíra en góðar upplýsingar um hvernig hægt er að fara að þvf er að finna í Stóru- Garðabókinni sem ritstýrt var af Ágústi H. Bjarnasyni. Stóri-burkni og fjöllaufung- ur eru ræktaðir í gróðrar- stöðvum og auðvelt að kaupa þá. Einnig má víða fá sverðburkna (körfuburkna) en hann vex ekki villtur hér en þrífst ágætlega í görðum. Mikil þjóðtrú loddi við burkna víða. Sú staðreynd að þeir þrifust í dimmum og drungalegunr stöðum ýtti undir þá skoðun að sá vondi hefði eitthvað með vöxt þeirra og viðgang að gera. Ýmsar burknategundir voru því algengt hráefni í ýmis galdraseyði. Burknar sem uxu í kirkjugörðum þóttu sérlega magnaðir sérstak- lega ef þeim var safnað und- ir fullu tungli og nornir voru sagðar skreyta sig burknum. Stóri-burkni var þó notað- ur til að lækna innyflaorma en rótin var soðin og seyðið gefið við þessum hvimleiða vanda. Rótin er eitruð svo að varasamt er að neyta nema lítils magns af henni í einu en nútímamanninnum ætti að stafa lítil hætta af því enda innyflaormar sjaldgæf- ur kvilli nú á dögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.