Vikan


Vikan - 14.06.1999, Blaðsíða 16

Vikan - 14.06.1999, Blaðsíða 16
Garðhúsgögn Umsjón: Hrund Hauksdóttir Suðræn og seiðandi Þetta skemmtilega hjólaborð fæst hjá IKEA og er mesta þarfaþing þegar grill- að er. Eins og sjá má á myndinni eru stór og sterkleg hjól undir borðinu en það auð- veldar yfirferð yfir gras. Á neðra þorðinu eru hólf fyrir vínflösk- ur sem ver þær fyrir hnjaski og efra borðið skyggir á sólu sem varnar því að vínið hitni of mikið. Svona borð hefur augljóslega mikið notagildi. Sólstóllinn kemur líka frá Ikea og er einnig á hjól- um. Nú ætti að vera leikur einn að elta sólina í kring- um húsið! Bekkurinn er með stillanlegu baki og mjúkri dýnu sem gerir það að verkum að sólbaðið verður hin notalegasta hvíld fyrir líkamann. Þetta fallega tekksett fæst hjá Míru og er á tilboði um þessar mundir með 25% af- slætti. Settið nýtur sín vel hvort sem er í sólstofu, garði eða á sólpalli. Gæta þarf þess að bera ávallt fúavörn á allan við til þess að hann haldi fallegri áferð og endist lengur. Þetta á við um öll viðarhúsgögn sem höfð eru utan dyra. Þetta borð er kjörið til að sitja við og neyta morgunverðar á sólbjörtum sumarmorgni. Fyllið glerkönnu af nýkreistum ávaxtasafa og ísmolum og berið fram gróft brauð og ferska ávexti. Hér sýnum við klassísk garðhúsgögn frá Valhús- gögnum sem eru tilvalin á veröndina, í sumarhús- ið eða í sólstofuna. Einstaklega þægilegir og smekklegir stólar með virkilega mjúkum sessum í fallegum sumargulum lit. Þessum árstíma tilheyrir að borða úti undir beru lofti og þessi garðhúsgögn sóma sér mjög vel fyrir léttan hádegisverð á laugardegi eða sunnudegi eftir garðvinnuna. Það er alveg sérstök tilfinning að hreiðra um sig í vönduðum húsgögnum með ilminn af nýslegnu grasi í loftinu, blandaðan mildi- lega saman við góða kaffiangan. 16 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.