Vikan - 14.06.1999, Blaðsíða 28
Hann ætlaði að drepa okkur
„Eg var misnotuð
kynferðislega þegar
ég var barn og það
hefur sett mark sitt á
allt mitt líf. Ég var
alin upp á traustu og
góðu heimili og hefði
aldrei trúað að neinn
gæti verið svona
vondur. Þetta var ná-
inn fjölskylduvinur
og ég vildi ekki
skapa vandræði með
því að segja frá.
Reyndar hef ég alltaf
verið þannig að ég
vil sætta fólk og
halda friðinn ef eitt-
hvað er. Ég var því
ákjósanlegt fórnar-
lamb. Ég lét ekki
finna á mér að neitt
væri að en frammi-
stöðu minni í námi
hrakaði. Ég hafði
alltaf verið efst eða
með þeim efstu í
bekknum en nú hrap-
aði ég niður í meðal-
lag. Vegna þess að
fallið var ekki meira
var það skrifað á
ólgu unglingsáranna
og það umrót sem
þeim gjarnan fylgir
frekar en að talið
væri að eitthvað al-
varlegt væri að. Það
þótti því ekki ástæða
til að bregðast við
eða leita djúpt eftir
orsökum þessa.
Sennilega hef ég ekki ver-
ið nema ellefu til tólf ára
þegar þetta byrjaði. Ég geri
mér ekki alveg grein fyrir
því þar sem ég fyrst í stað
skildi ekki alveg hvað var á
ferðinni því kynlíf var ekki
rætt á heimilinu. Ég vissi því
ekki hvar mörkin voru en ég
skynjaði að gælur hans voru
ekki eins og þær áttu að
vera. Hann gekk einnig sí-
fellt lengra og áreitni hans
varð stöðugt grófari. Ég
hafði alltaf verið lífsglatt
barn en ég missti gleðina
innra með mér við þessa
reynslu.
Ég gat ekki hugsað mér
að verða þess valdandi að
leiðindi og uppþot yrðu svo
ég hélt áfram að þegja.
Þegar ég var fjórtán ára
brann ofan af okkur og fjöl-
skyldan missti nánast allt
sitt. Við urðum því að flytja
en þótt undarlegt megi virð-
ast fór ég tiltölulega létt í
gegnum það. Við flutning-
ana minnkaði nefnilega
sambandið við fjölskyldu-
vininn. Foreldrar mínir eru
heilsteypt fólk og fjölskyld-
an er sterk og samheldin svo
við komumst reyndar öll til-
tölulega vel frá þessu áfalli.
Ég varð aldrei neitt áber-
andi villtur unglingur en ég
flosnaði upp úr skóla, hafði
ekkert sjálfstraust og giftist
ung manni sem var alkó-
hólisti. Hjónabandið var
dæmt frá upphafi. Hann var
góður drengur en drykkjan
breytti honum. Hann var
sjómaður og alltaf fullur
þegar skipið var í landi.
Sennilega hefur atvinna
hans gert það að verkum að
hjónabandið entist þó jafn
lengi og það gerði því ég
jafnaði mig á drykkjuköst-
unum meðan hann var úti á
Málinu var sem
sagt vísað frá
vegna skorts á
sönnunargögnum
þrátt fyrir að fyrir
lægi játning sak-
borningsins.
sjó. Við áttum orðið tvö
börn en drykkjan stigmagn-
aðist. Skapið fór einnig
versnandi með aukinni
drykkju. Líkt og venjulega
var ég staðráðin í að láta
ekki á neinu bera og halda
friðinn eins lengi og ég gat.
Ég svaraði honum sjaldnast
þegar skapvonskuköstin
gripu hann og reyndi alla tíð
að halda góða skapinu.
En allir hafa einhver mörk
eða einhvern þröskuld þar
sem ekki verður aftur snúið
sé stigið yfir hann. I einu
skapofsakastinu barði hann
mig og þar með var komið
að mínum þröskuldi. Ég
skildi við hann. Þá fyrst tók
steininn úr. Hann var mjög
ósáttur við skilnaðinn og lét
mig ekki í friði. Að lokum
braust hann inn til mín og
barnanna vopnaður hnífi og
ætlaði að drepa okkur. Það
vildi okkur til lífs að við vor-
um ekki heima þetta kvöld
en í staðinn skeytti hann
skapi sínu á eigum okkar.
Hann skar allt í sundur, hús-
gögn og fatnað og eyðilagði
annan húsbúnað. Ég kærði
hann til lögreglu sem reynd-
ist mér afskaplega vel. Lög-
reglan veitti mér vernd og
kom fram við mig af mikilli
kurteisi og hlýju. Ég naut
líka góðs stuðnings frá fjöl-
skyldu og vinum.
Hann svaraði lögreglu-
kærunni með því að kæra
mig til barnaverndarnefnd-
ar. Fulltrúi nefndarinnar
kom einu sinni í heimsókn
og það nægði til að þau átt-
uðu sig á hvernig allt var í
pottinn búið. Nefndin studdi
mig í hvívetna eftir það.
Maðurinn minn fyrrver-
andi játaði fyrir lögreglunni
að vera valdur að innbrotinu
og málið var sent ríkissak-
sóknara. Síðan leið og beið
og ekkert fréttist af stöðu
málsins þar til að loks kom
úrskurður þess efnis að mál-
inu hefði verið vísað frá. I
úrskurðinum segir að um
fjölskyldumál sé að ræða og
þar sem skilnaður hafi átt
sér stað svo skömmu fyrir
innbrotið þyki ekki fullsann-
að að maðurinn hafi ekki
verið að eyðileggja eigin
eignir. Málinu var sem sagt
vísað frá vegna skorts á
sönnunargögnum þrátt fyrir
Ég var misnotuð
kynferðislega þeg-
ar ég var barn og
það hefur sett
mark sitt á allt
mitt líf.
að fyrir lá játning sakborn-
ingsins.
Ég varð miður mín við
þessar fréttir en reyndi líkt
og venjulega að gera gott úr
öllu. Ég sagði við lögreglu-
mennina, sem voru jafn
undrandi á þessu og ég, að
28 Vikan