Vikan


Vikan - 14.06.1999, Síða 16

Vikan - 14.06.1999, Síða 16
Garðhúsgögn Umsjón: Hrund Hauksdóttir Suðræn og seiðandi Þetta skemmtilega hjólaborð fæst hjá IKEA og er mesta þarfaþing þegar grill- að er. Eins og sjá má á myndinni eru stór og sterkleg hjól undir borðinu en það auð- veldar yfirferð yfir gras. Á neðra þorðinu eru hólf fyrir vínflösk- ur sem ver þær fyrir hnjaski og efra borðið skyggir á sólu sem varnar því að vínið hitni of mikið. Svona borð hefur augljóslega mikið notagildi. Sólstóllinn kemur líka frá Ikea og er einnig á hjól- um. Nú ætti að vera leikur einn að elta sólina í kring- um húsið! Bekkurinn er með stillanlegu baki og mjúkri dýnu sem gerir það að verkum að sólbaðið verður hin notalegasta hvíld fyrir líkamann. Þetta fallega tekksett fæst hjá Míru og er á tilboði um þessar mundir með 25% af- slætti. Settið nýtur sín vel hvort sem er í sólstofu, garði eða á sólpalli. Gæta þarf þess að bera ávallt fúavörn á allan við til þess að hann haldi fallegri áferð og endist lengur. Þetta á við um öll viðarhúsgögn sem höfð eru utan dyra. Þetta borð er kjörið til að sitja við og neyta morgunverðar á sólbjörtum sumarmorgni. Fyllið glerkönnu af nýkreistum ávaxtasafa og ísmolum og berið fram gróft brauð og ferska ávexti. Hér sýnum við klassísk garðhúsgögn frá Valhús- gögnum sem eru tilvalin á veröndina, í sumarhús- ið eða í sólstofuna. Einstaklega þægilegir og smekklegir stólar með virkilega mjúkum sessum í fallegum sumargulum lit. Þessum árstíma tilheyrir að borða úti undir beru lofti og þessi garðhúsgögn sóma sér mjög vel fyrir léttan hádegisverð á laugardegi eða sunnudegi eftir garðvinnuna. Það er alveg sérstök tilfinning að hreiðra um sig í vönduðum húsgögnum með ilminn af nýslegnu grasi í loftinu, blandaðan mildi- lega saman við góða kaffiangan. 16 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.