Vikan - 06.07.1999, Blaðsíða 15
degi þegar þið semjið inn-
kaupalistann.
Spil og bækur eru ómissandi
hluti af sumarbústaðarferð.
Pakkið niður góðri bók og
takið með skemmtileg spil
handa börnunum, ef það
skyldi nú rigna stanslaust.
Gott er að taka með ein-
hver útileikföng fyrir börnin
og treysta á að inn á milli
komi góðir dagar þar sem
hægt er að leika sér úti. Bad-
mintonspaðar, bolti og sippu-
bönd eru sígild og fyrir yngri
kynslóðina er nauðsynlegt að
hafa skóflu og fötu meðferðis.
í sumarbústöðum er yfirleitt
að finna kort sem sýnir merki-
lega staði í kringum hann. Pað
er um að gera fyrir sumarbú-
staðagesti að taka góðar
gönguferðir og skoða sig um.
Að setja nesti í tösku og arka
af stað í óvissuferð, mátulega
langt frá bústaðnum, getur
reynst mikið ævintýri.
Foreldrar ættu að kynna sér
vel nánasta umhverfi bústaðs-
ins. Leynast einhverjar hættur
svo sem ár eða lækir? Sé heit-
ur pottur á verönd bústaðarins
þarf að setja lok á hann eða
byrgja hann á þann hátt að af
honum stafi engin hætta.
Tjaldvagninn
Sífellt fleiri ferðast með
tjaldvagn og koma sér jafnvel
fyrir til að dvelja í nokkra
daga á sama stað. Tjaldvagnar
og fellihýsi eru misjafnlega vel
búin en þar skiptir miklu máli
að hafa góðan hitagjafa.
Margir notast við prímusinn
og helluborð sem er hitað upp
inni í tjaldinu. Til eru gasofnar
í ýmsum stærðum og gerðum
og bent skal á þá sem eru hita-
fríir, þ.e. ysti kassinn utan um
gasofninn hitnar ekki og er
því ekki hættulegur börnum.
Þeir sem eru að nota gasið
ættu ávallt að gæta ítrustu var-
úðar vegna eldhættu.
Gaseldavélar og gasgrill til
að nota innan dyra í tjald-
vagninum eru til í mörgum
stærðum og því ber að vanda
valið.
Stólar og borð eru útbúnað-
ur sem þarf að huga að fyrir
tjaldvagnaferðalag. í sumum
vögnum eru bekkir eða stólar
innbyggðir en það er nauðsyn-
legt að hafa borð meðferðis.
Kæliboxið er hið mesta
þarfaþing, bæði sem geymsluí-
lát fyrir matinn og sem borð.
Gott er að eiga mataráhöid,
þ.e. diska, glös og hnífapör úr
harðplasti og geyma í kassa.
Við matarinnkaup fyrir tjald-
vagnaferð þarf að hugsa svo-
lítið frumstætt og ekki gera
ráð fyrir flókinni matseld.
Par sem ekki er vaskur er
nauðsynlegt að hafa meðferð-
is vaskafat eða eitthvert flát.
Viskastykki, uppþvottalögur
og uppþvottabursti geta kom-
ið sér vel en ef notast er við
pappadiska er óþarfi að hugsa
um slíkt.
Gott er að hafa með auka-
teppi og ábreiður en að sjálf-
sögðu fær dúnsængin að fljóta
með fyrir þá fullorðnu.
Krakkar vilja gjarnan sofa í
svefnpokum og því er gott að
hafa með teppi til að vefja þau
inn í.
Á hóteli eða í
bændagistingu
Margir kjósa að sofa innan
dyra en vilja flakka á milli
staða. Ferðaþjónusta bænda
býður upp á mikið úrval gisti-
staða auk þess sem gistiheimili
og hótel er að finna út um allt
land. Peir sem ætla að nýta
þennan ferðamáta ættu að
hafa í huga að mikill verð-
munur er á herbergjum með
eða án sængurfata. Betra er að
panta gistingu tímanlega, sér-
staklega f júlí og fyrri hluta
ágústmánaðar.
Svokölluð svefnpokapláss
geta verið fín herbergi en þá
þurfa ferðalangarnir að koma
sjálfir með sængurfötin. A
sumum stöðum er ýmist boðið
upp á svefnpokapláss eða
uppábúin rúm í svipuðum her-
bergjum en verð herbergja
með sængurfatnaði er þá að
sjálfsögðu töluvert hærra.
Þeir sem kjósa að ferðast á
þennan hátt geta líka haft
kæliboxið meðferðis. Gott er
að smyrja nesti og geyma í
kæliboxinu en upplagt er því
að borða kvöldmat á matsölu-
eða skyndibitastað.
Fyrir bláeygðu borgarbörn-
in er tilvalið að skoða fjósið
eða hesthúsið sé gist í
bændagistingu.
• Að sjálfsögðu sjá allir
ferðalangar til þess að
ganga frá rusli og öðrum
ummerkjum um veru sína á
staðnum.
• Tökum tillit til annarra.
Gætum þess að stilla ekki
útvarpið hátt á tjaldstæðinu
og verum hljóðlát þar sem
aðrir ferðamenn eru sof-
andi.
• Góða skapið ogjákvæðni
gera fríið og lífið skemmti-
legra. Brosum í sumarfríinu!
15