Vikan


Vikan - 06.07.1999, Blaðsíða 18

Vikan - 06.07.1999, Blaðsíða 18
Texti: Hrund Hauksdóttir „Skiptinemaárið er eins og rússíbani. Maður er ekki fyrr kominn upp á topp en maður hrynur ofan í dýpstu svarthol. Trikkið er bara að muna að maður fer á endanum upp aftur. Maður á ekki að liggja á botninum heldur klifra upp, sama hvað það er erfitt. Svo þegar maður kemst aftur upp á topp, þá er bara að reyna að halda jafnvægi. Ætli þetta gildi ekki bara um lífið sjálft?“ Það er Ólöf, skiptinemi í Ástralíu, sem kemst svo spaklega að orði og nær að lýsa í hnotskurn tilfinninga- sveiflum skiptinemans á erlendri grund. íslensk ungmenni hafa í gegnum tíðina verið órög við að kanna framandi slóðir og farið sem skiptinemar eða au-pair til ýmissa landa.Fjölmargir útlenskir krakkar hafa lika sótt ís- land heim i sama tilgangi. Vikunni lék forvitni á að vita hvernig það gengur fyrir sig þegar ungmenni hafa vistaskipti og dvelja á framandi slóðum við vinnu eða nám. Sérstak- lega var okkur hugleikið að komast að því hvernig best sé að fást við heim- þrá en þá öflugu tilfinn- ingu þekkja flestir sem hleypa heimdraganum og búa fjarri heimalandi sinu. AFS á íslandi eru skiptinemasamtök sem hafa verið starf- rækt frá því árið 1957 en þá héldu fyrstu íslensku skiptinem- arnir til Bandaríkjanna. Síðan þá hefur starfsemi samtakanna heldur betur vaxið fiskur um hrygg og nú fara á bilinu 100- 130 skiptinemar á vegum þeirra til útlanda á hverju ári. Það voru bandarískir sjálf- boðaliðar sem óku sjúkrabílum í Frakklandi á tímum fyrri og seinni heimsstyrjaldanna sem eiga heiðurinn af stofnun sam- takanna AFS (American Field Service). Þessir frumherjar töldu að aukin kynni og skiln- ingur á milli þjóða gætu dregið úr líkum á því að hörmungar stríðsins endurtækju sig og að nemendaskipti gætu verið ein leið til að ná þessu markmiði. Þessar frekar óraunsæju en jafnframt fal- legu og háleitu hugsjónir gátu af sér hina öflugu starfssemi AFS sem hefur það að leiðarljósi að þátttaka í alþjóðlegum nem- endaskiptum sé ein mikilvæg- asta reynsla sem nokkurt ung- menni getur aflað sér. Samtökin starfa í rúmlega 50 löndum í öll- um heimsálfum og njóta stuðn- ings þúsunda sjálfboðaliða og hjá þeim starfar fjöldinn allur af vel menntuðu og víðsýnu fólki með mikla reynslu í alþjóðleg- um samskiptum. „Ég átti rosalega gaman hér á (slandi þótt það var stundum erfitt. Fjölskyldan mín var frábær - ég ætla að sakna þeirra rosalega mikið. Bræður mínir eru svo ofboðslega skemmtilegir. Alltaf þegar ég var sorgleg gleðjuðu þeir mig. Nú átti ég líka heima á Eyrarbakka með 500 íbúum, ekki mjög stór, en mjög skemmtileg- ur staður. Allir vita allt um allar - það er rétt - þegar ég geröi ekki alveg venjulegt fyrir mig vissu allir af því.“ (Lena frá Þýskalandi - Eyrarbakka)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.