Vikan


Vikan - 06.07.1999, Blaðsíða 25

Vikan - 06.07.1999, Blaðsíða 25
Ástin mín eina. Þar sem ég hef átt svo erfitt með að ná til þín und- anfarið ákvað ég að skrifa þér bréf til að leggja við hjarta þitt. Ég hef verið að horfa til baka og rifja upp okkar fyrsta fund. Hann stendur mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum þótt ára- tugirnir séu orðnir rúmlega þrír. Frá þeirri stundu sem augu okkar mættust fyrsta sinni vissum við að ekki yrði aftur snúið. Við hreinlega runnum saman, ein sál, einn líkami. Við vorum bara krakkagrey, galopin og varnarlaus fyrir afli ástar- innar og kunnum ekkert annað en að hleypa öllu beint inn að hjartarótum. Tókum örlögum okkar opn- um örmum. Og víst voru þetta bjartir dagar og heitar nætur. Þú brást þér í líki Rómeós, söngst eins og breima köttur undir glugg- anum, baðaðir mig í rósum og þreyttist aldrei á að greiða ljósu lokkana mína. Við fléttuðum okkur svo þétt saman á fermingar- beddanum að við hefðum hæglega getað gróið saman. Ég valhoppaði daginn út og inn og hjartað var svo barmafullt af gleði að mér fannst blóm vaxa út um eyr- un. Það er gott að eiga góðar minningar og það er gott að hafa átt þig að í öll þessi ár. Ég verð að játa að ég veit ekki alveg hvernig ég á að bregðast við í fjarveru karl- mennsku þinnar, þessi víð- átta er eitthvað svo flá. Ég kann betur við þröngan stakk og skýrar reglur. Ég veit ekkert í hvorn fótinn ég á að stíga við þessa gnótt gapandi vega sem liggja til allra átta. Mér líður eins og stefnulausri hryssu með slakan taum. Mér fer miklu Vikan 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.