Vikan - 06.07.1999, Blaðsíða 56
Hverju svarar læknirinn ?
Kæri læknir,
Við vinnufélagarnir höfum
verið að ræða um svitalykt-
areyði í framhaldi af umræðu
sem verið hefur áberandi á
netinu. Við erum svolítið
hræddar við þetta, að minnsta
kosti viljum við vita hvort eitt-
hvað sé til í vangaveltum um
að svitalyktareyði sem er
„antiperspirant" geti verið
hættuleg.
Því hefur verið haldið fram
að þessi „antiperspirant"
krem geti verið krabbameins-
valdandi vegna þess að
þau hindri að líkaminn
losi sig við úrgangsefni.
Peir sem halda þessu
fram segja að fólk eigi
eingöngu að nota „deo-
dorant”.
Þekkir þú eitthvað til
faglegrar umræðu um
þessi mál?
Með kærri kveðju
vinnufélagar
Sœlir, vinnufélagar
Petta er vissulega atriði
sem vert að skoða. Pað
sem ég hef séð á netinu
ber keim af samkeppni
milli fyrirtækja. Náttúrulyfja-
fólkið býður afurðir sem það
fullyrðir að séu betri en það
sem snyrtivörufyrirtækin hafa
hingað til boðið. Maður verð-
ur náttúrlega að taka slíkri
umræðu með varúð og reyna
að skoða sjálf(ur) hvað býr að
baki. Skoðum aðeins bak-
grunninn.
Það er geysilegur áhugi nú
á tímum á lykteyðandi efnum.
Svitalykt er talin óæskileg,
sérstaklega meðal kvenna en
fjölmargir karlar nota svita-
lyktareyðandi efni reglulega.
Pað eru tvær gerðir svitakirtla
í líkamanum. Önnur er um all-
an líkamann og framleiðir
lyktarlausan, tæran svita sem
stýrir líkamshitanum. Hin
gerðin er staðsett á hárvöxn-
um svæðum á líkamanum og
gefur frá sér líkamslykt sem
a.m.k. í dýraríkinu er ætluð til
að draga að maka og merkja
sér svæði. Algengt er að
örvandi efni, t.d. eins og kaffi
og kók auki svitaframleiðsl-
una. Bakteríur á húð og í
svitakirtlum eru líka taldar
auka líkur á óþægilegri lykt.
Svitalyktareyðandi efni hafa
til skamms tíma innihaldið ál,
sem talið er í dag að geti vald-
ið taugaskemmdum og elli-
glöpum, alzheimersjúkdómn-
um. Nú á síðari árum hefur
verið geysivinsælt að nota
svitalyktareyðandi efni sem
stöðva svitaframleiðslu þar
sem þau eru borin á. Erfitt er
að átta sig á innihaldi þessara
efna en ég mæli með því að
þið skoðið vel innihaldslýs-
ingu á efnunum og forðist þau
sem innihalda alumíníum.
Rannsóknir hafa ekki getað
sýnt fram á tengsl milli
krabbameins og notkunar á
svitalyktareyðandi efnum á
húð. Almennt ráð er að nota
bakteríudrepandi sápur og
smá matarsóda til að þurrka
svita og drepa niður lykt.
Náttúruleg lyktareyðandi efni
sem innihalda olíu úr terunna
eru talin gagnleg. Til að
draga úr lykt er auðvitað
æskilegt að fara daglega í
bað eða sturtu, klæðast fötum
við hæfi, þ.e. að ykkur verði
ekki of heitt og að þið forðist
örvandi efni sem geta valdið
aukinni svitaframleiðslu. Og
umfram allt - hætta reyking-
um, hvað annað?!
Bið að heilsa
Þorsteinn
Þorstcinn Njálsson hciinilislæknir
Kæri Þorsteinn,
Ég er 14 ára stelpa og byrj-
aði að hafa blæðingar fyrir
ári síðan. Pær byrjuðu
óreglulega, en svo breytt-
ist þetta og fór að verða
reglulegt. En núna síðustu
tvo til þrjá mánuðina
byrja blæðingarnar á
tveggja vikna fresti.
Mamma vill fara með mig
til læknis, en ég vil það
alls ekki, allavega ekki
strax. Getur þá gefið mér
einhver ráð? Er eðlilegt
að blæðingar komi á
tveggja vikna fresti?
Ein 14 ára
Sœl 14 ára
Já, það getur verið alveg
eðlilegt fyrstu árin eftir að þú
byrjar að hafa blæðingar að
þær séu óreglulegar. Þetta er
talið geta stafað af mismun-
andi orsökum, s.s. sveiflum í
hormónastarfsemi og tíða-
hringir séu án eggloss. Það eru
líka möguleikar að um sé að
ræða vandamál tengd skjald-
kirtilshormóni og í sumum til-
vikum heiladingulshormóni
sem kallast prolactin eða
mjólkurhormón. Þessa horm-
óna er hægt að mæla með ein-
faldri blóðprufu. Pað kemur
líka fyrir hjá konum og ungum
stúlkum sem stunda kynlíf að
þær fái sýkingu í leg eða móð-
urlíf. Helstu einkenni þess eru
breytingar á blæðingum, en
líka stundum verkir. Ég mæli
með því að þú leitir læknis, en
það er mikilvægt að gefa allar
nauðsynlegar upplýsingar þeg-
ar leitað er ráða hjá lækni til
að hægt sé að leysa úr vanda
þínum.
Ef allar niðurstöður eru
eðlilegar er allt í lagi að sjá til
og bíða eftir að þetta gangi
yfir. Ef þessar öru blæðingar
valda þér hins vegar erfiðleik-
um þá er algengast að læknar
mæli með getnaðarvarnarpill-
unni til að koma reglu á blæð-
ingarnar. Pillan stjórnar tíðar-
hring og framkallar blæðingar
á 28 daga fresti sem standa yf-
irleitt stutt, þ.e. 2-3 daga, og
eru oftast litlar.
Pillan er notuð í svona til-
vikum til að koma reglu á
blæðingar, en hún er líka mjög
góð getnaðarvörn. Mörgum
foreldrum er illa við að setja
ungar stúlkur á pilluna og
telja að þær freistist þá til að
stunda kynlíf fyrr en ella. Ég
hvet hins vegar ungar stúlkur
til að flýta sér hægt með kynlíf
og muna að pillan er engin
sýkingarvörn. Margir strákar,
sérstaklega eldri strákarnir,
eru aðgangsharðir, en munið
bara að þið megið segja nei,
og að nei þýðir nei. Pað liggur
ekkert á að byrja að leggja
stunda á kynlíf, og stelpur eiga
alls ekki byrja fyrr en þær eru
sjálfar tilbúnar.
Gangi þér vel
Þorsteinn
Spurningar má
senda til „Hverju
svarar læknirinn?“
Vikan, Seljavegi 2,
101 Reykjavík.
Farið er með öil
bréf sem
trúnaðarmál og
þau birt undir
dulnefni.
56 Vikan
Netfang: vikan@frodi.is