Vikan - 06.07.1999, Blaðsíða 6
Texti: Margrét V. Helgadóttir
Myndir: Úr einkasafni
Guðrún Árnadóttir er 36 ára gömul, viðskiptafræðingur að mennt, þriggja barna móðir og rekur eigin
fasteignasölu ásamt eiginmanni sínum, Brynjari Harðarsyni. Hún hafði í nógu að snúast fyrir en í
febrúarmánuði tók hún að sér enn eitt verkefnið þegar hún var kjörin formaður Félags fasteignasala.
Guðrún er glæsileg kona
og kemur ákaflega vel
fyrir. Fallegt og hlýlega
innréttað fyrirtæki hennar ber
vott um smekkvísi eigenda en
Guðrún og Brynjar hafa rekið
fasteignasöluna Húsakaup frá
árinu 1989.
Þau eru bæði viðskiptafræð-
ingar að mennt en Guðrún er
að auki löggiltur fasteignasali,
en nám til löggildingar tekur
tæp tvö ár. Tilviljun réð því að
tveir kornungir viðskiptafræð-
ingar fóru út í rekstur fasteigna-
sölu á krepputíma.
„Brynjar hafði unnið á fast-
eignasölu áður en hann fór í
viðskiptafræðinám en ég hafði
aldrei komið komið nálægt fast-
eignasölu þegar ég útskrifaðist
sem viðskiptafræðingur. Félagar
mínir í viðskiptafræðinni ætl-
uðu margir í störf tengd verð-
bréfaviðskiptum eða fara út í
markaðstengd störf. Ég hugsaði
upphaflega á sama hátt. Fast-
eignasala var eitthvað sem ég
ekki þekkti enda ekki margir
viðskiptafræðingar sem hafa
starfað á þessum vettvangi.
Margir hafa sjálfsagt stofnsett
fyrirtæki við auðveldari mark-
aðsaðstæður. Við þóttum ung
og markaðurinn var erfiður en
það kom ekki að sök og okkur
ann minn vel og ég eyði t.d. litl-
um tíma fyrir framan sjónvarp-
ið. Annars finn ég ekki sérstaka
þörf til þess að hafa tíma fyrir
sjálfa mig enda er ég sífeltl að
vinna að verkefnum sem ég vel
mér og eyði tíma mínum með
þeim sem ég vil. Meira er ekki
hægt að fara fram á.“
Þótti ung í starfi
Hefur þú einhvern tíma fund-
ið fyrir vantrausti í þinn garð,
kona í dæmigerðu karlastarfi?
„Nei, aldrei. Þegar við vorum
að byrja í fasteignasölu skynjaði
ég helst að okkur væri ekki
treyst af því við værum svo ung.
Aldrei vegna þess að ég væri
kona. Ef fólk ætlar sér að finna
eitthvað til að setja út á þá er
það alltaf hægt. Ef maður er
ekki of ungur þá er maður orð-
inn of gamall, ef ekki karl þá
kona. Ég hugsaði á sínum tíma
að kyn eða aldur skipti ekki
öllu máli heldur það hugarfar
sem hver og einn hefur til
starfsins og ég reyni ávallt að
gera mitt besta. Það var aðalat-
riðið í mínum huga.“
Fasteignasalan Húsakaup
hefur ætíð þótt vera opin fyrir
nýjungum og skrefi á undan
sinni samtíð. Tölvutæknin var
mikið notuð þar á bæ áður en
hún var orðin eins almenn og
hún er í dag.
Húsakaup er nú orðin rótgró-
in fasteignasala og hefur náð að
skapa sér gott orðspor.
Var ekki erfitt að hefja rekst-
ur fasteignasölu á krepputíma
þegar allir héldu höndurn að sér
í viðskiptum?
„Já og nei. Við byrjuðum
smátt og gerðum í rauninni
hefur gengið mjög vel allt frá
fyrsta degi. A fyrstu árunum
vorum við í húsnæði í Borgar-
túni en fluttum hingað að Suð-
urlandsbraut 52 árið 1992. Hjá
okkur eru 8 starfsmenn og
óhætt að kalla þetta kvennaríki,
hér starfa 6 konur og 2 karl-
menn.“
Hvernig gengur að samræma
fjölskyldulífið og fyrirtækið?
„Það gengur bara mjög vel.
Yngsta barnið er stelpa sem er
Við áttum sumarbústað sem
við notuðum gjarnan í fríum í
nokkur ár en seldum hann í
fyrra. I staðinn stundar fjöl-
skyldan nú golf í frítímum.
Strákarnir eru duglegir að fara
með okkur, enda hefðum við
ekki farið að spila golf annars.
Yngsti fjölskyldumeðlimurinn
er ekki ennþá farinn að slá golf-
kúlur en það styttist í það.“
Guðrún á greinilega annríkt
og er með mörg járn í eldinum.
3ja ára en strákarnir eru 8 og 13
ára. Við höfum verið heppin
því þau hafa verið hraust. Við
fáum ekki fimm vikna frí eins
og hefðbundnir launþegar en
reynum þess heldur að nýta frí-
tímann vel. Við höfum reynt að
taka okkur frí vor og haust og
það hefur okkar líkað mjög vel.
Okkar helsti álagstími er
sumarið þegar starfsmennirnir
fara í frí og því erfitt fyrir okkur
að stökkva í burtu þá. Yfir vetr-
armánuðina erum við dugleg að
fara á skíði og eins förum við
töluvert í sund með krakkana.
Hefur hún einhvern tíma fyrir
sjálfa sig?
„Já, já. Ég stunda líkams-
rækt, fer reyndar alltaf í hádeg-
inu því enginn annar tími er til
þess. Ég er nýbyrjuð að spila
golf og stefni að því að geta
stundað það meira í framtíð-
inni. Yfir vetrartímann er ég í
kór, Valskórnum.“
Guðrún sér undrunarsvip
blaðamannsins og flýtir sér að
bæta við:
„Reyndar eru ekki æfingar
hjá kórnum nema einu sinni í
viku. Líklega skipulegg ég tím-
„Það skýtur skökku við að til skulu vera
lög sem vernda neytendur ef þeir kaupa
gallað smjör en engin ef þeir kaupa
gallaða fasteign!“