Vikan - 06.07.1999, Blaðsíða 55
minni bógur en ég og lét þetta
yfir sig ganga, hún gerði alltaf
eins og henni var sagt. Ég lagði
algera fæð bæði á móður mína
og systur, flutti að heiman fyrir
tvítugt og fór að búa ein. Bróðir
minn var sá eini í fjölskyldunni
sem ég hafði eitthvert raun-
verulegt samband við, við höfð-
um alltaf verið góðir vinir.
Hann hafði sem strákur fengið
að lifa í friði fyrir mömmu og
var sérstaklega frískur og fjör-
ugur. Eftir að ég flutti að heim-
an fór hann að sækja mikið til
mín og við fórum að skemmta
okkur saman. Hann var líka í
skóla og oft gisti hann hjá mér
um helgar og við hjálpuðum
hvort öðru að læra.
Ég fór að stillast eftir að ég
flutti að heiman og fljótlega
upp úr því kynntist ég mannin-
um mínum. Samband okkar var
mjög stormasamt og laust í
reipunum framan af því ég átti
erfitt með að bindast einhverj-
um einum manni. Ég þurfti
alltaf að vera að sanna fyrir
sjálfri mér að ég ætti nógan
„sjens".
Það liðu meira en fjögur ár
áður en við giftum okkur og
samt urðu fyrstu ár hjónabands-
ins mjög erfið fyrir okkur bæði.
Ég var búin að koma mér upp
sérstöku mynstri sem ég átti
erfitt með að breyta, ég daðraði
við alla þótt ég meinti ekkert
með þvf annað en að fullvissa
mig um að ég hefði áhrif á karl-
menn.
Það var ekki fyrr en að upp
úr sauð eftir árshátíð eina að ég
skildi sjálf hvað var að gerast.
Við hjónin gerðum upp sakirn-
ar, töluðum og grétum saman
heila helgi og næstu vikur
fylgdu margar andvökunætur
þar sem við héldum áfram að
kryfja málið til mergjar. Það var
í rauninni maðurinn minn sem
loks hjálpaði mér að stíga fyrstu
skrefin í áttina frá minnimáttar-
kenndinni. Hann skildi mig vel
því hann hafði sjálfur verið
kúgaður krakki, enda yngstur
af átta systkinum á alkóhólista-
heimili. Það var líka hann sem
hvatti mig til að sinna systur
minni meira, hann sá að henni
leið ekki vel og honum fannst
ég sýna henni lítilsvirðingu og
kulda. Ég þoldi illa að heyra
þetta frá honum, en ákvað samt
að reyna að sættast við hana,
bara fyrir hann.
Það er skemmst frá því að
segja að systir mín var bæði
feimin og hrædd við mig!
Ég kenni mömmu um það,
því hún hafði líka eitrað fyrir
systur minni. Hún hafði matað
hana á því að ég væri „öll í föð-
urættina"; ekkert nema frekjan
og uppástöndugheitin. En ég
hefði þó góða greind og það
væri nú meira en Guð hefði gef-
ið henni! Mamma hafði sem
sagt notað mig sem grýlu á
hana líka.
Systir mín átti mjög erfitt
með að byrja að tala því hún
var mjög bæld. Hún fór undan í
flæmingi fyrst, en sem betur fer
náði ég til hennar um síðir. Hún
sagði mér að sér hefði alltaf
fundist hún mjög útundan og
einmana í æsku og væri það enn
gagnvart okkur systkinunum.
Við hin hefðum verið svo góðir
vinir, en hún hefði bara verið
litla barnið og puntudúkkan.
Hana hefði alltaf langað til að
vera með okkur en aldrei fund-
ist hún passa í hópinn. Við
hefðum verið miklu duglegri að
bjarga okkur og henni fannst
við líta niður á sig. Hún hélt
ekki áfram í námi en giftist hins
vegar vel, eins og mamma hafði
Við systurnar erum
orðnar góðar vin-
konur núna síðustu
árin, en það er ekki
mömmu að þakka.
ætlað henni. Sem betur fer er
maðurinn hennar ekki bara efn-
aður heldur mikill indælismað-
ur. Þau eiga fallegt heimili, hún
vinnur úti hálfan daginn og er
ánægð með lífið.
Við systurnar erum ágætar
vinkonur í dag og eigum meira
sameiginlegt og erum líkari en
við höfðum haldið. Við erum
báðar mæður og munum örugg-
lega gæta þess að etja börnun-
um okkar ekki saman. Systir
mín er miklu bljúgari en ég og
heldur alltaf góðu sambandi við
mömmu sem ég geri ekki. Ég
skil núna að systir mín átti ekki
sök á vanlíðan minni og minni-
máttarkennd og er því löngu
búin að sættast við hana. En ég
get ekki sæst við mömmu enn-
þá, kannski kemur að því
seinna.
lesandi segir
Jóhönnu
Harðardóttur
sögu sína
Vilt þú deila sögu þinni
meó okkur? Er eitthvaö
sem hefur haft mikil áhrif
á þig, jafnvel breytt lífi
þínu? Þér er velkomið aö
skrifa eöa hringja til okk-
ar. Vió gætum fyllstu
nafnleyndar.
I lrimilisl;mi!i() cr: Vikan
- ,.LiTsrcvnslnsa}»a‘*, Scljavcgur 2,
101 Kcykjavík,
Nctiang: vikaii@lrodi.is
Vikan 55