Vikan


Vikan - 06.07.1999, Blaðsíða 28

Vikan - 06.07.1999, Blaðsíða 28
sögðu að þetta trix gildir ekki alltaf. Tökum dæmi; þú verður að bíða í einhverri röð, t.d. hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, tollinum, skattinum, nú eða þá hjá Dagvist barna. Ekki getur maður bara tekið sér hlé úr röðinni (áður en maður missir þolinmæð- ina) - því þá lendir maður náttúrlega í enn stærra vandamáli þegar maður kemur til baka. En það eru nú samt til ráð; maður getur undirbúið sig andlega fyrir það að nú sé maður að fara að bíða í röð og verði bara að taka á honum stóra sínum, svo getur maður haft með sér eitt tímarit eða litla bók að glugga í í röðinni, svo getur maður haft naglaþjöl og snyrt á sér neglurnar, einnig er hægt að hafa góðan blýant og rissblað og velja sér einhvern einn úr röðinni og teikna hann, nú ekki er síðra að reyna að lemja saman ljóðabálk og láta hann lúta ströngustu bragarreglum, einnig væri rakin snilld að fara í tölvuleikina sem eru í GSM-símunum (allavega þeim frá Nokia!), ef manni líst svona þokkalega á þann sem er fyrir framan mann eða aftan í röðinni getur maður bara farið í Frúnna í Hamborg eða þá að kveðast á, svo er náttúrulega sígilt verkefni í biðröðum að skipuleggja það sem eftir er dagsins bæði í vinnu og heima - og innkaup- in verða leikur einn þegar maður hefur skipulagt þau vel í biðröð t.d. hjá tollinum. Það alskemmti- legasta er svo þegar röðin kemur að manni; erindið er borið upp og afgreitt, maður kveður og þakkar fyrir fljóta og góða þjónustu - og sá óþolinmóði hefur þar með unnið enn einn sigurinn. Það verður reyndar að segjast eins og er að það getur bara ver- ið ansi gaman að bíða! Höfundur: María Solveig Héðinsdóttir Við höfum öll heyrt þetta með þolinmæðina og þrautirnar og víst er að þolinmæði er eitt af því sem gott er að fá í vöggugjöf (að minnsta kosti einhvern smáskammt). Annars er það örugglega með þolinmæðina eins og fleiri vöggu- gjafir að hæfilegur skammtur er bestur. I mörg ár, og reyndar alveg frá því að ég var lítil, hef ég alltaf dáðst að því fólki sem er þolin- mótt. Eg var mjög ung þegar ég gerði mér grein fyrir að ég var óþolinmóð og stundum gat það verið talsvert óþægilegt. Með ár- unum hefur mér tekist að til- einka mér aukna þolinmæði, þó ekki svo mikla að blóðið í manni hætti að renna. Óþolinmæðin getur nefnilega verið svo hvetjandi; maður bara vindur sér í hlutina og lætur þá ganga. Þessi eiginleiki virk- ar mjög vel að ýmsu leyti en í öðrum verkum er „stuttur kveikjuþráður" heldur til trafala. Hann- yrðir af fínustu sort, langdregin leikrit, flóknir leið- arvísar og óskipulagðir fundir eru dæmi um verk- efni sem geta reynt talsvert á þann óþolinmóða. En þá er bara um að gera að þekkja einkennin þegar þolinmæðina er að bresta og bregðast við áður en skaðinn er skeður. Peysan sem enn er óprjónuð upp í skáp, dragtarjakkinn sem mislukkaðist að setja ermina í og uppskriftin sem aldrei verður prófuð aftur ættu þá aðeins meiri möguleika. Gald- urinn er nefnilega sá að taka sér hlé frá viðfangs- efninu áður en maður gefst upp. Eg veit að sjálf- 28 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.