Vikan


Vikan - 06.07.1999, Blaðsíða 48

Vikan - 06.07.1999, Blaðsíða 48
Náið þið saman í rúminu? Ein meginforsendan fyrir góðu ástarsambandi er gott kynlíf. Fólk hefur ólíkar þarfir þegar kynlíf er annars vegar og ekki þar með sagt að kynlífið gangi upp, þótt þið séu mjög ástfangin. Ef þú ert í einhverjum vafa um hvort þið passið saman í rúminu, taktu þá þetta stutta próf. Ef þér finnst farið að dofna töluvert yfir kynlífinu að und- anförnu þá myndir þú örugg- lega... a) freista elskhugans með nýjum nærfötum og ein- hverju brjáluðu sem þið hafið aldrei prófað fyrr. b) lesa þér til um kynlífs- vandamál eða segja honum að þú sért að spá í að leita aðstoðar við að leysa vandamálið. c) láta sem þú sjáir ekki vandann (eða þakka Guði fyrir). Þegar þinn heittelskaði reynir að koma þér til þegar þú ert úrvinda, þá... a) kelar þú örlítið við hann, segir honum að þú sért búin að vera og biður um að fá að eiga inni gott kvöld hjá honum. b) reynir að þóknast honum og gera þitt besta úr því sem komið er. c) verður þú pirruð og snýrð bakinu í hann. Hver af eftirtöldum setningum á best við um elskhugann? a) Hann veitt nákvæmlega hvernig á að koma mér til - og tekst það nánast alltaf. b) Hann gerir ýmislegt sem er algjört ,,turn-off" en yf- irleitt tekst honum að bæta það upp. c) Hann kemur mér afskap- lega sjaldan til, í einstaka tilfellum tekst honum það en miklu oftar minnkar áhuginn fremur en að hann glæðist hjá mér. Hver af eftirtöldum setningum á best við þig? a) Ég veit nákvæmlega hvað kemur honum til - og mér tekst það nánast alltaf. b) Það er ýmislegt sem ég geri sem truflar hann en ég held að mér takist yf- irleitt að fullnægja hon- um. c) Ég er ekki viss um hvað hann vill í raun og veru. Ég geri bara yfirleitt það sem ég er vön að gera. Elskist þið... a) nægilega oft til að full- nægja þínum þörfum? b) ekki eins oft og þú mynd- ir vilja (eða of oft)? c) alltof sjaldan (eða alltof oft) að þínu mati? Finnst þér ástarleikurinn ykkar standa... a) mátulega lengi og vera alveg eins og hann á að vera? b) oftast mátulega lengi, en stundum of stutt (of lengi)? c) alltof stutt (eða of lengi)? Hvernig er samskiptum ykkar háttað þegar þið eruð ekki í rúminu? a) Við kyssumst mikið og njótum þess að snerta hvort annað þegar við getum. b) Við kyssumst þegar við kveðjum hvort annað en snertumst ekki mikið að öðru leyti. c) Við snertumst varla nema bara í hjónarúminu. Ef þú værir að gefa elskhugan- um einkunn fyrir forleikinn, hvaða einkunn myndi hann fá? a) 10 og jafnvel 10+. Hann gefur mér allan þann tíma og þá athygli sem ég þarf. b) Svona 7-9. Hann getur verið frábær en stundum gæti ég alveg þegið lengri tíma. c) 1-5. Venjulega tekur þetta mjög stutta stund og honum liggur óskaplega mikið á að fá "sitt" út úr þessu. Hvernig líður þér venjulega eft- ir ástarleik? a) Fullnægð og ánægð. b) Heit og tilfinningarík, en finnst eitthvað vanta. c) Pirruð og svekkt. Hvaða matur lýsir kynlífi ykkar best? a) Eldheitur mexíkóskur réttur með miklum chil- ipipar. b) Volg mjólk með kanil- bragði. c) Þurrt, ristaðbrauð. 48 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.