Vikan


Vikan - 06.07.1999, Blaðsíða 24

Vikan - 06.07.1999, Blaðsíða 24
Verðlaunasagan í smásagnakeppni Vikunnar: eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur Kristín Heiða Krist- insdúttir, hiifundur verðlaunasögunnar, ásanit Kristni syni sínuni. Sextíu og fjórar sögur bárust dómnefndinni sem skipuð var Aðal- steini Ásberg Sigurðssyni, Kristínu Marju Baldursdótt- ur og einum fulltrúa frá Vik- unni. Dómnefndin var full- komlega sammála um niður- stöðurnar og valdi Kærleiks- verk sem verðlaunasögu árs- ins. Það var samdóma álit nefndarinnar að Kærleiks- verk væri mjög sterk saga sem léti engan ósnortinn; hún væri vel skrifuð og vel að titlinum komin á allan hátt. Höfundurinn, Kristín Heiða Kristinsdóttir, fær ferð til Gran Canaria á veg- um Úrvals- Útsýnar í verð- laun og getur spókað sig þar í haust eða vetur meðan hún er að undirbúa næstu sögu. Þrjár aðrar sögur vöktu mikla athygli dómnefndar- innar og var samþykkt að veita þeim sérstaka viður- kenningu. Þær voru; Rauð- ur litur Hversdagsleikans eftir Þorstein Mar Gunn- laugsson. Færeyingurinn eft- ir Eystein Björnsson og Af- raksturinn eftir Ágúst Borg- þór Sverrisson. Þessar sögur verða væntanlega birtar í Vikunni síðar í sumar. Kristín Heiða Kristins- dóttir var ekki bangin þegar við tilkynntum henni úrslit- in. Hún var að koma af refa- veiðum í Úthlíðarhrauni, útitekin og illa sofin. „ Ég vissi það!" hrópaði hún upp yfir sig. „Ég var búin að heita á félaga mína í ritnefnd 19. júní að ég myndi vinna þessa keppni.'1 Kristin Heiða er vön að stinga niður penna. Hún er lausamaður í blaðamennsku og auk 19. júní, sem hún hefur unnið að síðustu vik- urnar, hefur hún skrifað fyr- ir Morgunblaðið, Dag, Mannlíf og Veru, svo eitt- hvað sé nefnt. Smásaga eftir hana var birt í bókinni Áfram Óli, en þar voru birt- ar sögur úr smásagnasam- keppni Samtaka móður- málskennara. Kristín Heiða er rétt að byrja. Hún er nú með skáld- sögu í smíðum og þótt hún vildi ekki gefa upp efni sög- unnar þá sagði hún að sú saga væri í allt öðrum stíl en Kærleiksverk. Við bíðum spennt eftir skáldsögunni en byrjum á að lesa Kærleiksverk, verð- launasöguna í Smásagna- keppni Vikunnar. 24 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.