Vikan - 06.07.1999, Blaðsíða 24
Verðlaunasagan í smásagnakeppni Vikunnar:
eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
Kristín Heiða Krist-
insdúttir, hiifundur
verðlaunasögunnar,
ásanit Kristni syni
sínuni.
Sextíu og fjórar sögur
bárust dómnefndinni
sem skipuð var Aðal-
steini Ásberg Sigurðssyni,
Kristínu Marju Baldursdótt-
ur og einum fulltrúa frá Vik-
unni. Dómnefndin var full-
komlega sammála um niður-
stöðurnar og valdi Kærleiks-
verk sem verðlaunasögu árs-
ins.
Það var samdóma álit
nefndarinnar að Kærleiks-
verk væri mjög sterk saga
sem léti engan ósnortinn;
hún væri vel skrifuð og vel
að titlinum komin á allan
hátt.
Höfundurinn, Kristín
Heiða Kristinsdóttir, fær
ferð til Gran Canaria á veg-
um Úrvals- Útsýnar í verð-
laun og getur spókað sig þar
í haust eða vetur meðan hún
er að undirbúa næstu sögu.
Þrjár aðrar sögur vöktu
mikla athygli dómnefndar-
innar og var samþykkt að
veita þeim sérstaka viður-
kenningu. Þær voru; Rauð-
ur litur Hversdagsleikans
eftir Þorstein Mar Gunn-
laugsson. Færeyingurinn eft-
ir Eystein Björnsson og Af-
raksturinn eftir Ágúst Borg-
þór Sverrisson. Þessar sögur
verða væntanlega birtar í
Vikunni síðar í sumar.
Kristín Heiða Kristins-
dóttir var ekki bangin þegar
við tilkynntum henni úrslit-
in. Hún var að koma af refa-
veiðum í Úthlíðarhrauni,
útitekin og illa sofin.
„ Ég vissi það!" hrópaði
hún upp yfir sig. „Ég var
búin að heita á félaga mína í
ritnefnd 19. júní að ég
myndi vinna þessa keppni.'1
Kristin Heiða er vön að
stinga niður penna. Hún er
lausamaður í blaðamennsku
og auk 19. júní, sem hún
hefur unnið að síðustu vik-
urnar, hefur hún skrifað fyr-
ir Morgunblaðið, Dag,
Mannlíf og Veru, svo eitt-
hvað sé nefnt. Smásaga eftir
hana var birt í bókinni
Áfram Óli, en þar voru birt-
ar sögur úr smásagnasam-
keppni Samtaka móður-
málskennara.
Kristín Heiða er rétt að
byrja. Hún er nú með skáld-
sögu í smíðum og þótt hún
vildi ekki gefa upp efni sög-
unnar þá sagði hún að sú
saga væri í allt öðrum stíl en
Kærleiksverk.
Við bíðum spennt eftir
skáldsögunni en byrjum á að
lesa Kærleiksverk, verð-
launasöguna í Smásagna-
keppni Vikunnar.
24 Vikan