Vikan


Vikan - 06.07.1999, Blaðsíða 54

Vikan - 06.07.1999, Blaðsíða 54
sjálfstraust mitt og spillti a milli okkar systranna „Við erum þrjú systkinin og það er stutt á milli okkar. Ég er elst, svo á ég bróður sem er tveim árum yngri og síðust kom svo systir mín, en hún er fjórum árum yngri en ég. Heimilið okkar var ósköp venjulegt heim- ili í Reykjavík, pabbi var iðnaðarmaður en mamma hefur alla tíð verið heimavinn- andi húsmóðir eins og konur voru gjarna í þá daga. Hún fór aldrei út á vinnumarkaðinum eftir að hún giftist og þar sem hún er úr dálítið snobbaðri fjöl- skyldu vann hún ekki mikið fyr- ir þann tíma heldur. Hún gekk í húsmæðraskóla og vann í nokk- ur ár eftir það í verslun. Það skorti ekkert á æskuheimili mínu nema ástúð. Föður mín- um, sem nú er látinn, kynntist ég ekki náið, hann vann mikið og staldraði lítið við heima. Hann gantaðist við okkur krakkana, en einhvern veginn var sambandið við hann mjög yfirborðskennt. Ég man lítið eftir mér fyrr en eftir að ég byrjaði í skóla. Mamma lagði hart að mér að vera dugleg að læra og gekkst upp í því að ég væri alltaf með góðar einkunnir. Það er það eina sem ég fékk nokkurn tíma hrós fyrir sem krakki. Ég fékk aldrei að fara út fyrr en ég var búin að læra heima og þá sjald- an ég lækkaði í einkunnum þagði mamma mig í hel, en hún hrósaði mér þegar ég varð efst í bekknum tvisvar sinnum. Ég skildi það seinna af hverju ég þurfti að vera svona dugleg að læra, mamma hafði nefnilega þá skoðun að sætar stelpur ættu að giftast til fjár, - ná sér í góða eiginmenn sem sæju fyrir þeim, en við hinar yrðum að læra eitt- hvað til þess að tryggja að við kæmumst af í lífinu! Ég fór fyrst að finna alvar- lega fyrir afbrýðisemi og minni- máttarkennd gagnvart systur minni í kringum 10 ára aldur- inn. Systir mín fékk sífellt hrós fyrir hvað hún væri sæt og nett og mamma þreyttist aldrei á að punta hana og tala um hvað allt klæddi hana vel. Hún lagði mik- inn metnað í að sauma á hana flott föt en slíkt hafði ég aldrei eignast og hvað eftir annað sagði hún svo ég heyrði að það væri svo skemmtilegt að vera loksins búin að eignast ein- hvern til að punta! Meðan syst- ur minni var hælt á hvert reipi var mér sagt að ég væri of breiðvaxin, hefði of stórt nef og væri með verkamannshendur. Þegar ég fermdist tók svo steininn úr. Ég var mjög bráð- þroska og það var eins og ég hefði gert eitthvað af mér af því að ég var komin með stór Hún sagði að ég væri „lítil kerling", of breiðvaxin, með stórt nef og verka- mannshendur. brjóst, mitti og mjaðmir. Mamma talaði um að það væri ekki hægt að hanna almennileg- an fermingarkjól fyrir þennan vöxt og fjargviðraðist yfir því að það væri alveg sama hverju ég klæddist, ég væri aldrei fín, ég væri búin að vera „lítil kerl- ing" frá því ég fæddist. Systir mín fékk kjól úr sama efni og ég fyrir fermingu mína og hún var auðvitað eins og engill, enda fengum við báðar að heyra það. Eftir þetta fór mér að vera verulega illa við þær báðar og ég skipti alveg um viðmót. Fram að þessu hafði ég alltaf verið að reyna að geðjast mömmu, reynt að vera rosalega fín og dugleg í skólanum og ég gekkst upp í að passa þessa litlu, sætu systur mína. Ég hætti þessu alveg og fór að hugsa ein- göngu um sjálfa mig. Ég ákvað að hætta að leggja mig fram um að geðjast öðrum og barðist gegn þeirri tilfinn- ingu að ég væri feit og ljót. Eg vann með skólanum og fór að kaupa mér föt eftir eigin smekk. Ég sökkti mér á bólakaf í hippatískuna sem þá var alls- ráðandi. Mamma var yfir sig hneyksluð, en mér var skít- sama. Ég fann strax að ég átti mjög marga karlkyns aðdáendur og ég varð bæði hissa og fegin. Ég skildi ekki þá, og skil reyndar ekki enn, að nokkur hefði áhuga á mér, svo gersamlega hafði sjálfstraust mitt verið brotið niður. Ég fékk mikið út úr því að tæla stráka og gerðist alger „veiðimaður". Ég svaf hjá mý- mörgum karlmönnum og táldró ennþá fleiri á skólaárum mínum og það var bara sport hjá mér. Mér var nákvæmlega sama um þessa menn, þeir voru bara eins og hver önnur bráð. Hver karl- maður sem ég fékk til lags við mig var setur á afrekaskrá, eins og hvert annað nýtt afrek á ferli íþróttamanns. Ég hélt þó áfram í skóla og lauk minni menntun og mamma Ég sleit mig lausa frá þeim og fann fljótt að ég átti marga karlkyns- aðdáendur. Ég varð hissa og fegin og fékk mikið út úr því að táldraga karlmenn. var mjög stolt af því. Henni fannst að þetta væru allt sér að þakka því hún hefði haldið að mér bókunum. Hún veit ekki enn að ég var oft komin á fremsta hlunn með að hætta námi bara til að storka henni. Systir mín hélt áfram að vera lítil og fíngerð og mamma bjó til algera „yfirstéttardömu" úr henni. Hún var send í ballett, dans, fimleika, píanótíma og tísku- eða snyrtiskólann sem þá var starfandi..allt sem hægt var að hugsa sér til að gera hana sem dömulegasta og best undir það búna að ná sér í verð- ugan eiginmann. Hún var miklu 54 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.