Vikan - 06.07.1999, Blaðsíða 46
Framhaldssagan
Hún tók dúkkuna í faðminn
og vaggaði henni eins og
litlu barni. Aumingja litla
Rósalía mín.
I því hringdi síminn.
Það leið smá stund áður
en Viktoría treysti sér til
þess að svara. Halló?
Halló, er Rustý Erlich
staddur þarna.
Því miður, hann skrapp
aðeins frá. Get ég tekið
skilaboð til hans.
Já takk. Vilt þú segja hon-
um að Carol ætli að fara
með Fanný í skautahöllina
og komi heim um tíuleytið.
Ég skal gera það.
Viktoría lagði á. Það
hlakkaði í henni. Enn einu
sinni hafði hún heppnina
með sér.
Rustý setti pening í al-
menningssímann og valdi
númerið. Þú hefur náð sam-
bandi við rafvirkjaverkstæð-
ið, var svarað vélrænni
röddu. Opunartíminn er frá
Símsvarinn. Rustý skildi
eftir skilaboð til Sams, bað
hann að hringja í sig og
hringdi því næst heim til
hans. Ekkert svar. Hann
hringdi í Carol. Ekkert svar.
Hvar gat hún verið? Hún
hafði ekkert sagt um að hún
ætlaði út. Að síðustu hringdi
hann til Rae. Ekkert svar.
Hvar í ósköpunum voru allir
kvöld?
Hann fékk sér hamborg-
ara og fór síðan aftur að
Valley Road númer sautján.
Klukkan var sex, hann hafði
aðeins verið í burtu í tuttugu
mínútur, og hann hafði sagt
Viktoríu að hann ætlaði að
vinna til klukkan átta.
Þegar hann kom að dyr-
unum sá hann skilaboð á
hurðinni: Þurfti að skreppa
út. Ef þú verður farinn þeg-
ar ég kem aftur þá tölurn við
betur saman á morgun. Ég
er þér þakklát fyrir að vinna
yfirvinnu. Þú getur treyst
því að ég á eftir að verð-
launa þig fyrir það! Viktor-
ía.
RS. Carol hringdi. Ég átti
að segja þér að hún kemur
heim um tíuleytið.
Rustý stakk blaðinu í vas-
ann og fór niður í kjallar-
ann. Þegar hann gekk fram
hjá lögreglukylfunni sló
hann til hennar og hún
sveiflaðist fram og til baka.
Sem betur fer var allt í lagi
með Carol.
Hann leit í kringum sig.
Hann var búinn að múra
upp í gluggana og steypan
var þornuð. Hvað meinti
Viktoría með því að hún
ætlaði að verðlauna hann?
Einu „verðlaunin" sem
hann vildi var greiðsla fyrir
unnin störf.
Viktoría batt skjálfhent á
sig skautana. Hún hafði ekki
farið á skauta síðan hún var
lítil stelpa og pabbi hennar
hafði farið með hana í
skautahöllina. Hún steig
varlega út á ísinn og horfði í
kringum sig. Þarna kom hún
auga á Carol. Hún fikraði
sig áfram eftir ísnum og
studdist við handriðið. Þetta
yrði e.t.v. ekki eins auðvelt
og hún hafði haldið. Hún
beið þar til hún kom aftur
auga á Carol. Smátt og
smátt tókst henni að slaka á,
hún rétti úr sér og jók hrað-
ann. Þetta gekk alveg eins
og í sögu. Allt í einu skellti
hún upp úr og fólk sneri sér
við og horfði undrandi á
hana. Hún þagnaði. Hún
yrði að gæta þess að vekja
ekki óþarfa eftirtekt.
Nú ætti pabbi að sjá litlu
prinsessuna sína!
Rustý leit á blaðið á eld-
húsborðinu. Er í skautahöll-
inni með Fanný. Kem heim
klukkan tíu.
Klukkan var orðin tíu og
Carol var ókomin. Hann
ætti kannski að fara og
sækja hana?
I því hringdi síminn.
Halló, þetta er Rae. Ég
hringi frá sjúkrahúsinu.
Er ekkert að gera hjá ykk-
ur? spurði hann stríðnislega.
Hér er alltaf nóg að gera.
Þú rnátt ekki verða hræddur,
en...
Er Bobby fundinn? Hjart-
að hamaðist í brjóstinu á
honum.
Nei, ég hringi út af systur
þinni. Hún er hérna.
Hann kólnaði upp.
Hún lenti í smá óhappi í
skautahöllinni. Hún datt á
höfuðið og skall á múrvegg.
En það er allt í lagi með
hana, það þurfti aðeins að
sauma nokkur spor. Hún vill
gjarnan að þú komir og sæki
sig.
Ég kem á stundinni.
Agnes Mills stóð í felum
bak við runna og horfði upp
í svefnherbergisgluggann. I
þetta sinn hafði hún sett upp
gleraugun. Augu hennar
voru full af tárum sem hún
þerraði með kjólerminni.
Ekki hafði hana grunað
eitt andartak ... En auðvitað
hefði hún átt að átta sig á
þessu. Hvernig hún beit í
neðri vörina þegar hún var
reið og í uppnámi og öll hin
ummerkin. Auðvitað hefði
hún átt að vita að Rósalíu
hefði aldrei dottið í hug að
selja húsið. En hvað hafði
gerst? Hvernig hafði Rósal-
ía breyst í þessa konu sem
kallaði sig Viktoríu?
Auðvitað var þetta Rósal-
ía. Agnes var ekki í
nokkrum vafa. Sannleikur-
inn rann upp fyrir henni
þegar hún sá hvað það var
sem sat í gluggakistunni.
Brúðan hennar Rósalíu, sem
hún hafði kallað Viktoríu.
Stóra spurningin var sú
hvers vegna hún hafði neytt
Agnesi til þess að flytja úr
húsinu. Hélt hún að Agnes
kæmi upp um leyndarmálið?
Hvernig gat hún trúað því á
hana? Hafði hún ekki alltaf
þagað yfir leyndarmáli
Rósalíu?
Carol hafði fengið verkja-
stillandi sprautu og var svo-
lítið dösuð þegar læknirinn
Ioks lauk við að sauma sam-
an sárið á höfðinu á henni.
Ég held að bróðir þinn sé
korninn, sagði Rae. Ég skal
fara og sækja hann.
Þið þekkist, er það ekki?
spurði Carol syfjulega.
Jú. Rae brosti hlýlega til
hennar.
Ertu búin að finna frænda
þinn? Rustý sagði mér að
hann væri horfinn.
Nei, ekki ennþá, svaraði
Rae alvarleg í bragði. En
hann hlýtur að skila sér.
Rustý hafði sent Fanný og
vinahópinn heirn og var einn
á biðstofunni þegar Rae
kom og sótti hann. Er allt í
lagi með hana? spurði hann
kvíðinn.
Rae brosti uppörvandi. Já,
hún var heppin, það hefði
getað farið verr. Hún var
yfir sig hrædd þegar hún
kom hingað.
Því skal ég trúa. Ég skil
ekkert í þessu. Carol er
mjög örugg á skautasvellinu.
Rae kom við peysuna
hans. Hvað er þetta? spurði
hún.
Hann leit niður. Bara ein-
hverjir blettir, svaraði hann.
Þetta lítur út fyrir að vera
46 Vikan