Vikan - 06.07.1999, Blaðsíða 40
Swnarleikur Vikunnar
Taktu þátt í Sumarleik Vikunnar og hver
veit nema þú hafir heppnina með þér!
Svarið spurningunum
og sendið svörin til
okkar merkt:
Sumarleikur Vikunnar,
Seljavegi 2,
101 Reykjavík
Munið að skrifa nafn
ykkar, heimilisfang og
símanúmer á svarseðilinn.
Frestur til að skila svörum
er til 20. júlí nk.
1. Hvað heitir höfuð-
borgin í Portúgal?
2. Hvar er hinar
hreinu baðstrendur
Portúgals að finna?
3. Hvað heita tveir
stærstu vatna-
skemmtigarðar
Portúgais?
sæll ferðamannabær þar sem
finna má mörg gistihús. Við
ströndina eru lífleg kaffihús,
barir og veitingastaðir.
Sagres er í fimm kíló-
metra fjarlægð frá Lagos en
Sagres er gamall útgerðar-
bær. Þetta er kyrrlátur og fal-
legur staður sem er ánægju-
legt að heimsækja.
Silves er með merkari
bæjum í Algarve því bærinn
var helsta aðsetur Araba á 8.
öld. Bærinn stendur á bökk-
um Rio Araoe árinnar. Feg-
ursti staðurinn í Silves er
torgið, Praca Do Municipo, en
skammt frá því er að finna
dómkirkjuna og gamlan kast-
ala.
Faro en bílaleigan, sem skipt
er við, heitir Auto Jardim.
Starfsfólk hennar getur veitt
allar upplýsingar um forvitni-
legar akstursleiðir. Ef ekki er
búið að
ganga frá
gistingu
fyrstu nóttina
40 Vikan
URVAL-UTSYN
Paradísin Portúgal
Portúgal er litlu minna en
ísland en íbúafjöldinn tæpar
11 milljónir. Höfuðborgin heitir
Lissabon en í henni búa
rúmlega 2 milljónir manna.
Syðsta hérað Portúgal heit-
ir Algarve og er einmitt
áfangastaður Úrvals-Útsýnar.
Héraðið er 4.960 ferkílómetr-
ar og íbúarnir í kringum 350
þúsund.
Strandlengja Algarve er
einstaklega fögur. Við hana
má finna tandurhreinar bað-
strendur, blátt haf og við voga
og víkur má finna vinaleg
fiskiþorp og strandbæi.
Veðurfar í Algarve er ein-
staklega þægilegt. Fjöllin í
norðri veita skjól frá nöprum
vindum og síðdegis má finna
hressandi blæ frá hafinu.
Meðalhitinn er í kringum 26°
yfir sumarmánuðina. Fyrir þá
leikglöðu hafa verið settir á
laggirnar margir vatns-
skemmtigarðar, m.a. „The
Big One" og „Slide and
Splash".
Faro er gömul borg og tal-
in vera nokkurs konar höfuð-
borg Algarve. Á dögum Róm-
verja hét borgin Ossonoba og
var miðstöð verslunar og við-
skipta héraðs-
ins. Starfs-
menn Úrvals-
Útsýnar ráð-
leggja þeim,
sem taka flug
og bíl, að
hefja dvölina í
þessari sögu-
frægu borg.
Þar er jafn-
framt að finna
skrifstofu ferðamálaráðs Al-
garve, sem getur veitt allar
upplýsingar um héraðið.
í Faro er að finna eitt
skemmtilegasta kaffihúsið á
Portúgal sem heitir Alianca.
Kaffihúsið var opnað árið
1908 og hefur innréttingum
lítið verið breytt síðan.
Akandi um Algarve
Sífellt fleiri kjósa að aka um
Algarve í heimsókn til Portú-
gal. Akstursleiðirnar þykja
stuttar og þægilegar og ferða-
langar fá allt aðra sýn á land-
ið með því að aka um gamla
sveitavegi og sjá innfædda
við leik og störf.
Úrval-Útsýn býður upp
þvl upp á flug og bíl
til Portúgal. Lent er
á flugvellinum í
í Portúgal er ráð-
lagt að hafa sam-
band við skrif-
stofu ferðamála-
ráðs Algarve hér-
aðs, sem er m.a.
með skrifstofu á
flugvellinum, og fá aðstoð við
að finna hentuga gistingu.
Víða má finna skemmtilega
áfangastaði fyrir þá sem aka
um Portúgal.
Albufeira er vinsæll
ferðamannastaður og þar eru
nokkrar frábærar baðstrend-
ur. í nágrenni Albufeira eru
margir golfvellir, enda hefur
golf verið leikið í Algarve í
rúmlega 100 ár.
Portimáo er 60 km vestur
af Faro og stendur við ósa
Rio Araoe árinnar. Bærinn er
ósköp venjulegur portúgalsk-
ur bær þar sem auðvelt er að
kynnast lífi Portúgala. Hann
er einn af þremur stærstu
bæjum Algarve og íbúar
hans eru rúmlega 30
þúsund.
■Æ Lagos er vin-