Vikan


Vikan - 06.07.1999, Síða 18

Vikan - 06.07.1999, Síða 18
Texti: Hrund Hauksdóttir „Skiptinemaárið er eins og rússíbani. Maður er ekki fyrr kominn upp á topp en maður hrynur ofan í dýpstu svarthol. Trikkið er bara að muna að maður fer á endanum upp aftur. Maður á ekki að liggja á botninum heldur klifra upp, sama hvað það er erfitt. Svo þegar maður kemst aftur upp á topp, þá er bara að reyna að halda jafnvægi. Ætli þetta gildi ekki bara um lífið sjálft?“ Það er Ólöf, skiptinemi í Ástralíu, sem kemst svo spaklega að orði og nær að lýsa í hnotskurn tilfinninga- sveiflum skiptinemans á erlendri grund. íslensk ungmenni hafa í gegnum tíðina verið órög við að kanna framandi slóðir og farið sem skiptinemar eða au-pair til ýmissa landa.Fjölmargir útlenskir krakkar hafa lika sótt ís- land heim i sama tilgangi. Vikunni lék forvitni á að vita hvernig það gengur fyrir sig þegar ungmenni hafa vistaskipti og dvelja á framandi slóðum við vinnu eða nám. Sérstak- lega var okkur hugleikið að komast að því hvernig best sé að fást við heim- þrá en þá öflugu tilfinn- ingu þekkja flestir sem hleypa heimdraganum og búa fjarri heimalandi sinu. AFS á íslandi eru skiptinemasamtök sem hafa verið starf- rækt frá því árið 1957 en þá héldu fyrstu íslensku skiptinem- arnir til Bandaríkjanna. Síðan þá hefur starfsemi samtakanna heldur betur vaxið fiskur um hrygg og nú fara á bilinu 100- 130 skiptinemar á vegum þeirra til útlanda á hverju ári. Það voru bandarískir sjálf- boðaliðar sem óku sjúkrabílum í Frakklandi á tímum fyrri og seinni heimsstyrjaldanna sem eiga heiðurinn af stofnun sam- takanna AFS (American Field Service). Þessir frumherjar töldu að aukin kynni og skiln- ingur á milli þjóða gætu dregið úr líkum á því að hörmungar stríðsins endurtækju sig og að nemendaskipti gætu verið ein leið til að ná þessu markmiði. Þessar frekar óraunsæju en jafnframt fal- legu og háleitu hugsjónir gátu af sér hina öflugu starfssemi AFS sem hefur það að leiðarljósi að þátttaka í alþjóðlegum nem- endaskiptum sé ein mikilvæg- asta reynsla sem nokkurt ung- menni getur aflað sér. Samtökin starfa í rúmlega 50 löndum í öll- um heimsálfum og njóta stuðn- ings þúsunda sjálfboðaliða og hjá þeim starfar fjöldinn allur af vel menntuðu og víðsýnu fólki með mikla reynslu í alþjóðleg- um samskiptum. „Ég átti rosalega gaman hér á (slandi þótt það var stundum erfitt. Fjölskyldan mín var frábær - ég ætla að sakna þeirra rosalega mikið. Bræður mínir eru svo ofboðslega skemmtilegir. Alltaf þegar ég var sorgleg gleðjuðu þeir mig. Nú átti ég líka heima á Eyrarbakka með 500 íbúum, ekki mjög stór, en mjög skemmtileg- ur staður. Allir vita allt um allar - það er rétt - þegar ég geröi ekki alveg venjulegt fyrir mig vissu allir af því.“ (Lena frá Þýskalandi - Eyrarbakka)

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.