Vikan - 20.07.1999, Blaðsíða 8
áður en hún tekur ákvörðun.
Bara að velja sér súkkulaði-
mola getur tekið dágóða
stund, hún spáir í þá fram og
til baka.“
Guðlín: „Já, ég þekki þetta
úr fari Alexöndru. Hún getur
átt mjög erfitt með að taka
ákvarðanir.“
Þær þurfa mikið frelsi
Stjörnukortið segir enn-
fremur:
Lífsstíll þinn þarf að ein-
kennast af hreyfingu, fjöl-
breytni og ferðalögum og þú
þarft tilfinningalegt frjálsræði
og svigrúm til athafna. Pér
henta ekki stífar venjur og þú
verður leið ef umhverfi þitt er
ekki líflegt og gefur ekki kost
á breytilegum viðfangsefnum.
Hvað segið þið um þetta?
Guðlín: „Alexandra þarf
mikið frelsi, hún þolir illa að
finna ef að henni er þrengt á
einhvern hátt. Hún er líka
mjög hugmyndarík."
Viktoría: „Aðalheiður þarf
mikið pláss í sinni tilveru og
stundum þolir hún ekki áreiti.
Pá vill hún bara fá að vera í
friði.“
Þær eru báðar haldnar full-
komnunaráráttu en bregðast
við mistökum á ólíkan hátt.
Guðlín: „Alexandra er fyrst
til að koma á friði ef einhver
er ósáttur. Hún tekur gjarnan
sökina á sig, þótt hún hafi
„Þeim er best lýst
með því að segja
að önnur sé prakk-
arinn og hin
prinsessan.“
hvergi komið nærri. Hún er
tilbúin að gera allt fyrir frið-
inn. Hún er mjög fljót að fyrir-
gefa og gleymir öllum leiðind-
um strax.“
Viktoría: „Aðalheiður verð-
ur gjörsamlega miður sín ef
hún hefur gert eitthvað rangt.
Það tekur hana langan tíma
að jafna sig. Hún fer gjarnan
inn í herbergið sitt og situr þar
lengi áður en hún er tilbúin að
ræða málin eða fyrirgefa. Hún
bíður gjarnan eftir því að aðrir
komi til hennar og biðji hana
fyrirgefningar ef hún hefur
verið að rífast t.d. við systur
sínar eða vinkonur."
Við fæðingu var Alexandra
12 merkur og 47 sm en Aðal-
heiður 14 merkur og 52 sm.
Viktoría: „Þær hafa alltaf
fylgst að, bæði í stærð og
þroska“
„Líka í tanntöku" segja þær
einróma. Það er með óh'kind-
um hvað þær hugsa líkt.
Guðlín: „Kannski hringdi
önnur um morgunin og sagði
að það væri komin tönn. Það
var nánast bókað að hin gat
hringt um kvöldið og tilkynnt
að það væri líka komin tönn
hjá sér, í skólanum virðast þær
líka fylgjast að, eru með sömu
einkunnir!“
Við erum prakkarar en ekki pæjur
Frænkurnar Alexandra og Aðalheiður
hafa setið rólegar og leikið við yngri
systkini sín í sandkassanum á rneðan
mæðurnar rifja upp þennan viðburðaríka
fæðingardag. Frænkurnar eru alveg tilbún-
ar að koma í stutt viðtal.
Eruð þið góðar vinkonur?
„Já, bestu vinkonur og frænkur“ svara
þær einum rómi og skilja ekkert í spurning-
unni.
Rífist þið einhvern tímann?
„Nei, eða jú. Einu sinni vorum við óvin-
konur en þá vorum við bara fimm ára, við
erum alveg hættar því. Núna föðmumst við
bara“ svarar Alexandra að bragði.
Haldið þið saman upp á afmælið ykkar?
Aðalheiður: „Stundum. Við gerðum það
oft þegar við vorum litlar en ekki núna þeg-
ar við vorum átta ára. Við ætlum samt að
halda saman upp á afmælið þegar við
verðum níu ára.“
Hvað ætlið þið að verða þegar þið
verðið stórar?
Aðalheiður: „Ég ætla að verða
kennari, svona venjulegur kenn
ari sem kennir reikning og
skrift. Mér finnst rosalega gam-
an í skólanum og að reikna."
Alexandra: „Ég ætla að
verða leikari. Mér finnst svo
skemmtilegt að sýna hvern-
ig mér líður."
Hvað finnst ykkur nú
skemmtilegast að gera
í skólanum?
Aðalheiður: „Mér finnst gaman í leik-
fimi, að reikna og skrifa um fugla á íslandi.
Það er bara allt skemmtilegt.
Alexandra: „Mér finnst skemmtilegast í
skólaferðalögum og að reikna."
Eigið þið einhverja uppáhaldshljóm-
sveit?
Alexandra: „ Mér finnst alla vega Spice
Girls ekki vera skemmtileg hljómsveit en
Selma Björnsdóttir er ágæt.“
Aðalheiður: „Mér finnst Selma líka
skemmtileg en það er ein hljómsveit sem
mér finnst mjög góð sem heitir Land og
synir.“
Alexandra, getur þú lýst Aðalheiði fyrir
mér; hvernig þér finnst hún vera?
„Mér finnst hún sæt með falleg augu og
fínt hár. Hún er líka rosalega skemmtileg
og góð. Svo er hún líka pínulítill prakk-
ari.“
Aðalheiður; getur þú lýst Al-
exöndru fyrir mér?
„Já, mér finnst hún líka
vera sæt með falleg augu en
rnikill prakkari.“
j Finnst ykkur flott að
vera í pæjufötum?
Alexandra: ,Nojh. Það er
sko ekki flott. Ég vil alls
ekki vera í
þröng-
um
pæjufötum, bara svona víðum fötum eða
gallabuxum. „
Aðalheiður: „Mér finnst svolítið flott að
vera í pæjufötum en ekki gott að vera í
þröngum buxum.
Alexandra: „Við erum ekki pæjur bara
prakkarar."
Ætlið þið sjálfar að eignast börn þegar
þið verðið fullorðnar?
Aðalheiður: „Maður veit aldrei hvað
maður gerir eða verður þegar maður er
orðinn stór. Það verður bara að koma í ljós.
Samt langar mig að verða kennari og eign-
ast tvíbura.“
Alexandra: „Ef ég fæ mér mann þá ætla
ég að eignast þrjú börn.“
Alexandra var farin að ókyrrast og
fæturnir á henni farnir að rekast í borð og
stóla. Ætlunin var að fara í hasarleik í góða
veðrinu. Vinátttan er sterk og þær ætla
alltaf að vera góðar vinkonur.
Frænkurnar Aðalheiður og
Alexandra eru greinilega mjög
nánar og líkir einstaklingar
að mörgu leyti. Hins vegar
eru þær gott dæmi um
hversu ólíkt fólk getur
verið jafnvel þótt það sé
fætt á sama stað og á sömu
mínútu.
«g)
\
Frænkurnar sjö ára
gamlar. Alexandra er
í hvítum kjól en
Aðalheiður í
hvítri blússu og
dökkum kjól.
8 Vikan