Vikan


Vikan - 20.07.1999, Blaðsíða 11

Vikan - 20.07.1999, Blaðsíða 11
Litríkir og fjölbreyttir munir Oddrún- ar, Bryndísar og Margrétar í einföld- um og ljósum innréttingum Skrautlu. þar þegar þeir eru búnir til og brotum raðað saman. Bryndís segir líka að svo sé og til að byrja með hafi þær alltaf verið að finna flísar áður en þær komu sér upp bráðabirgðaaðstöðu til verksins. En í Skrautlu er flísunum ekki fyrir að fara, þar eru í hillum og á veggj- um fallegir munir í vel inn- réttuðu húsnæði gallerísins. Skipta með sér verkum Þegar Oddrún og Bryndís byrjuðu að vinna mósaík hér á landi fluttu þær sjálfar inn glerflísar til verksins. Odd- rún kom í eitt skiptið með flísar í kassa heim frá Italíu og viðurkennir hún að sá farangur hafi verið ansi þungur. í dag kaupa þær nánast allar flísar hérlendis og vita hvar á að nálgast rétta efnið í mósaíkverkin. En ríkir samkeppni á milli systranna í þessum geira þar sem þær eru með sömu menntunina og virðast gera svipaða muni? Þær segja svo ekki vera, án þess að hika. Frekar séu þær duglegar að hjálpa hvor annarri. Hlut- irnir þeirra séu keimlíkir hvað varðar liti og mynstur en þeir séu alls ekki eins. Það sé auðvelt að segja hvor þeirra geri hvaða hluti og þær hafi skapað sín sérkenni, sbr. það að Bryndís geri alfarið krossana og Oddrún sjái meira um stærri hluti, vasa og myndir. Einnig eru þær að vinna að húsgögnum, borðum og hillum, og hægt er að sérpanta hjá þeim muni. Oddrún og Bryndís eru ekki með sameiginlega vinnustofu fyrir gerð mósaíkverka og þær tala um Uppdekkað borðið með kransinum yfir er miðpunktur Skrautlu. Borðið prýða munir eftir frænkurnar og sýnir mögu- leikana með muni þeirra. það sem ákveðinn kost. Þá sjái þær ekki hvað hin sé að gera, stundum verði hlutirn- ir að vera „leyndó". Þær taka það þó fram að þeim þyki skemmtilegt að vinna saman og það geri þær oft fram á rauða nótt og þá sé glatt á hjalla hjá þeim. Skrautla skrautlega í vetur héldu systurnar sína fyrstu sýningu á verkum sínum á Kaffi Karólínu í Listagilinu á Akureyri. Það er óhætt að segja að viðtök- urnar hafa verið mjög góðar og þær viðurkenna að slík- um viðtökum hafi þær ekki búist við. Það hafi verið mjög hvetjandi fyrir þær að sýna á Karólínu og fengið þær til að hugsa fyrir alvöru um að koma upp galleríi sem þær síðan létu verða af ásamt Margréti Jónsdóttur leirlistakonu, en hún er frænka þeirra. Þótt þær séu þrjár um galleríið er ekki óeiningunni fyrir að fara og ákvarðana- taka gjarnan samhljóða. Svo var um allar innréttingar í Skrautlu, en frænkurnar hafi allar svipaðan stíl og ein- faldar innréttingar í Ijósum litum, þar sem litríkir mun- irnir njóta sín, komu einung- is til greina. mmmmmmmmmmm Stórt borð með stór- um kransi yfir vekur athygli en það er í miðju gall- erísins, fal- lega dúkað og skreytt með mun- um eftir Oddrúnu, Bryndísi og Margréti og á að sýna mögu- leika hlut- • anna og fjölbreytni þeirra. Að lok- um er ekki annað hægt en að upp- lýsa það að nafn gallerísins, Skrautla, er gamalt, íslenskt orð og þýðir skrautlegt. Oddrún og Bryndís vinna stóra sem smáa muni í mósaík. Vikan 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.