Vikan


Vikan - 20.07.1999, Page 12

Vikan - 20.07.1999, Page 12
Mary Higgins Clark er hin bandaríska Drottning spennunnar hugi fólks á spennusögum fer ekki eftir aldri les- andans. Hún amma mín, sem komin var á níræðis aldur, var vön að stytta sér stundir með því að hlusta á hljóðsnældur sem hún fékk lánaðar hjá Blindrafélaginu. u Daginn út og daginn inn hlustaði hún á upplestur úr ■g hvers kyns bókum og svo ~ var það einu sinni fyrir hátt í g; tíu árum að hún fékk lánaða ? bókina Neyðaróp um nótt co eftir Mary Higgins Clark. ■jí Bókin var ótrúlega spenn- '® andi, svo spennandi að síðan n hefur fjölskyldan ekki getað ?! látið nokkra bók þessarar í drottningar spennusagnanna H fram hjá sér fara. Islenskir bókaormar hafa fengið að kynnast rithöfundinum því fram að þessu hafa 14 bækur eftir Mary Higgins Clark verið þýddar á íslensku og sú fimmtánda er á leiðinni. í sjónvarpinu hafa líka verið sýndar myndir byggðar á sögum hennar. Mary Higgins Clark er írsk að uppruna en er fædd og uppalin í New York. Faðir henn- ar dó þegar hún var tíu ára og móðir hennar varð að leggja hart að sér til þess að geta séð fyrir dótturinni og tveimur sonum. Mary lauk þó menntaskóla- námi og fór svo í einka- ritaraskóla til þess að geta sem fyrst farið að hjálpa móður sinni við að sjá fyrir fjölskyld- unni. í þrjú ár vann hún á auglýsingastofu en þá kviknaði áhugi á ferða- lögum og hún komst að sem flugfreyja hjá Pan American Airlines. Hún flaug til Evrópu, Afríku og Asíu og var með- al annars stödd í Sýrlandi þegar þar var gerð uppreisn og var í síðasta fluginu til Tékkóslóvakíu áður en járn- tjaldið féll. Giftist æskuvininum Tíminn leið og Mary gift- ist æskuvininum Warren Cl- ark, sem hún hafði þekkt frá því hún var 16 ára, en hann var reyndar 9 árum eldri en hún. Hún byrjaði að skrifa smásögur stuttu síðar en það var samt ekki fyrr en eftir að hún hafði skrifað í sex ár og fengið fjörutíu neitunarbréf frá aðskiljanlegum útgef- endum að tímaritið Extension keypti smásögu eftir hana og borgaði henni 100 dollara fyrir. Þetta var árið 1956 og Mary segist hafa innrammað bréfið frá Extension þar sem henni var tilkynnt að tímaritið ætlaði að kaupa söguna. Aðeins átta árum eftir að Mary seldi sína fyrstu sögu fékk maðurinn hennar hjartaáfall og dó. Það þýddi að nú þurfti Mary að sjá fyr- ir sér og fimm börnum sín- um. Hún fór þá að skrifa handrit fyrir útvarp en einnig réðst hún í að skrifa skáldsögur. Á hverjum morgni vaknaði hún klukk- an fimm og skrifaði fram til sjö þegar hún þurfti að vekja börnin og koma þeim í skólann. Fyrsta bók Mary Higgins Clark var skáldsaga byggð á ævi George Was- hington, Aspire to the Hea- vens. Bókin seldist ekki vel svo Mary ákvað að skrifa spennusögu, sem hlaut nafn- ið Where are the Children? (Hvar eru börnin?) og ís- lenskir aðdáendur skáldkon- unnar kannast sjálfsagt vel við. Bókin varð metsölubók í Bandaríkjunum. Þetta var aðeins upphafið að öðru meira hjá Mary Higgins Clark, og ekki bara hvað varðar bókaskrifin heldur líka á sviði frekari menntunar. Árið 1974 ákvað hún að fara að gera eitthvað fyrir sjálfa sig og innritaðist í Fordham University í Lincoln Center í New York og útskrifaðist með láði árið 1979 með BA-próf í heim- speki. Svo var það árið 1996 að Mary giftist aftur og nú John J. Conheeney sem kominn var á eftirlaun. Þau hjónin búa í New Jersey en eiga auk þess íbúð á Man- hattan þar sem þau dveljast oft. Það er oft margt um manninn á heimili hjónanna því Mary á fimm börn og sex barnabörn en maður hennar fjögur börn og níu barnabörn. Mary Higgins Clark hefur skrifað hátt í 20 spennusög- ur sem hafa komist á lista yfir best seldu bækur í Bandaríkjunum ásamt því að hún hefur verið mjög vin- sæl í öðrum löndum. Bækur hennar hafa verið þýddar á mörg tungumál, þar á meðal íslensku. En af hverju ætli bækurnar séu svona vinsæl- ar? Mary telur að það sé meðal annars vegna þess að hún skrifar um fólk sem lifir venjulegu lífi og er ekki í leit að vandræðum en lendir alltaf í því á endanum að dragast inn í skuggalega at- burðarás. Kannski geta les- endurnir á einhvern hátt fundið sjálfa sig í persónum bókanna eða þá langar til að IVIary Higgins Cl- ark var búin að fá ótal „nei" frá út- gefenduni þegar liún Inksins seldi fyrstu söguna 12 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.