Vikan


Vikan - 20.07.1999, Qupperneq 20

Vikan - 20.07.1999, Qupperneq 20
lifið lífinu vísu að það gerist. Fæst okkar gera sér grein fyrir hversu mikilvægir litlu at- burðirnir í lífinu eru fyrr en þeir hverfa. í flestum fjöl- skyldum halda konurnar upp á afmæli, jól og aðrar hátíðir en mundu bara, að þjóna ekki og þræla nema þú hafir ánægju af því sjálf. Ekki leggja erfiðið á þig til þess eins að fá þakkarorð sem hugsanlega heyrast aldrei. Þú kennir ekki gömlum hundi að sitja. Eyddu ekki lífi þínu í að reyna að breyta makanum. Sumir menn geta það og gera það en öðrum er ekki við bjarg- andi. Gerðu í huganum lista yfir örfá atriði sem þér þykja alveg óþolandi og reyndu að breyta þeim. Láttu allt annað vera og ákveddu með sjálfri þér að leiða þetta hjá þér. Að ætla sér að umskapa aðra per- sónu þannig að ekkert við hana ergi þig er jafn auð- velt og að kenna gömlu hundi að sitja eða nauti að dansa tangó. Þú verður ein- faldlega að gera þér grein fyrir að í engum sambönd- um er til nokkuð sem heitir jöfn skipting ábyrgðar. Það er alltaf svo að annar aðil- inn tekur á sig meira af þessu meðan hinn sér frek- ar um hitt. Hvort krefst meiri tíma og vinnu má síð- an endalaust deila um. Líttu á jákvæðu hliðarnar á sambandi ykkar og gerðu það upp við þig hvort þær séu nægilega margar til að vega upp á móti hinum. Getur hann til dæmis alltaf komið þér í gott skap og fengið þig til að hlæja eða nennir hann að nudda hita í kaldar tærnar á þér á vetr- arkvöldum? Ef þú getur treyst honum til að sjá um ákveðna hluti og hann þér þá byggið þið á traustum grunni. Ást og hlýja í sam- skiptum er svo anddyrið og fyrsta hæðin og eftir að það er komið þarf ekki mikið til að koma þaki á húsið. Gleymið því að hægt sé að eiga í samskiptum við aðra þannig að allir gefi og taki hnífjafnt. Það má læra af fleiru en mistökum. Ein af mörgum skyldum foreldra er að sjá til þess að börnum þeirra séu gefin tækifæri til að njóta sín. Þau þurfa að læra að leika sér við önnur börn, að deila með öðrum, lesa, lita og skrifa. (Mannst þú hverju þér gekk best í þeg- ar þú varst bam?) Taktu eftir hvað það er sem barn- inu þínu gengur vel í og legðu rækt við það. Sýndu þolinmæði, samúð og um- burðarlyndi gagnvart því sem gengur illa. Þannig byggir þú barnið upp. Ekk- ert er eins niðurdrepandi og það að finna að tekið er eftir og gert grín að mistök- um manns. Sé einhver kall- aður heimskur eða klaufi nógu lengi verður hann það á endanum. Hafir þú búið við Iitla þolinmæði og skilning er sjálfsmynd þín sennilega mótuð af því. Lærðu af mistökum for- eldra þinna og gættu þess að falla ekki í sama farið í samskiptum við þína nán- ustu. Að sleppa tökunum. Það er dásamlegt að eiga mann og börn og rækta samskiptin við þau. Maður ætti þó aldrei að gleyma að allir eru sjálfstæðir einstaklingar með mismunandi þarfir. Enginn getur fullnægt öll- um þörfum annarra og nauðsynlegt er að veita ást- vinum sínum frelsi til að rækta áhugamál og félags- skap við aðra jafnframt. Þínir nánustu geta aldrei lifað lífinu fyrir þig og þú ekki fyrir þá. Hættu að leita að einhverjum einum sem fullnægir öllum þínum löngunum og þrám. Veittu ástvinum þínum sama frelsi og hættu að ætlast til að þeir skemmti þér og veiti þér félagsskap öllum stund- um. 10 Þú ert sjálf söguhetjan í eigin ævisögu. Ævi þín snýst um þig og þig eina. Það sem þér tekst að fá út úr lífinu ein eða með félög- um og vinum er þitt að smíða. Hver er sinnar gæfu smiður. Margir eyða ævinni í að dást að því hvað grasið sé miklu grænna hinum megin. Láttu leitina enda hér og líttu svo á að héðan í frá hafir þú fundið það sem þig langaði mest í, nefnilega sjálfa þig heila og óskipta. Ræktaðu síðan sambandið við sjálfa þig. Gönguferð, heitt bað, kertaljós að kvöldi til, góð bók, allt er þetta munaður sem þú getur notið ein og sjálf. Taktu hálftíma til klukkutíma frá á hverjum degi og eyddu honum í það sem þú vilt gera. Ef einhver annar vill vera með og taka þátt þá er það aukin ánægja en engin nauðsyn. 20 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.