Vikan


Vikan - 20.07.1999, Blaðsíða 23

Vikan - 20.07.1999, Blaðsíða 23
sjálfsögðum hlut. Konur „skrökva“ ekki, þær „láta sem“ til þess að auðvelda sér lífið í veröld sem ennþá er meira og minna stjórnað af körlum. Að gera sér upp fullnægingu Algengasta blekking kvenna er að gera sér upp fullnægingu og láta sem þær njóti kynlífsins betur en þær gera í raun og veru. Konur beita þessu stundum fyrir sig til þess að „kaupa“ sér ást. Þær hugsa sem svo að ef þær sýni kynlífinu ekki áhuga geti þær átt á hættu að eigin- maðurinn yfirgefi þær og finni sér konu sem kann bet- ur að meta hæfni hans í rúminu. En fyrst og fremst leika konur þennan leik til þess að leyfa eiginmanninum að standa í þeirri trú að hann sé hinn fullkomni elskhugi. Þegar við gerum okkur upp fullnæginu erum við trúar gömlu goðsögninni um að konur fái meiri ánægju út úr því að fullnægja eiginmann- inum heldur en að fá full- nægingu sjálfar. Við ljúgum til þess að kynda undir sjálfsálit eiginmannsins. í sænskri könnun sögðu 27% kvennanna að þær hafi „af og til“ gert sér upp full- nægingu. Helmingurinn hafði stundum samfarir „til þess að halda friðinn." Við borgum þann frið dýru verði. Við svíkjum líkama okkar og kynhvöt. Ef við leikum þessa leiki nógu oft og lengi getur farið sem svo að við missum alla löngun til þess að lifa kynlífi. Afsakanir og hvítar lygar Það má skrökva á marga vegu. Algengast er að grípa til afsakana til þess að bjarga andlitinu. T.d. þegar við höfum gleymt að gera eitthvað, komum of seint í vinnuna eða getum ekki hugsað okkur að fara í boð til Siggu frænku. Oft er auð- velt að sjá í gegnum þessar lygar en báðir aðilar láta sem ekkert sé. Hvít lygi er náskyld þess- um afsökunum. „Segðu að ég sé ekki heirna" kallar þú þegar síminn hringir meðan þú ert að horfa á spennandi þátt í sjónvarpinu. Margir beita þessum hvítu lygum að ástæðulausu vegna þess að þeir átta sig ekki á því að allir eiga rétt á því að setja sín takmörk. Þögn getur líka verið ein aðferðin til þess að skrökva. Við látum hinn aðilann meðvitað hafa ranghug- myndir um okkur og sann- færum okkur um að sann- leikurinn sé okkar einkamál: Maður á jú rétt á sínu einka- lífi! Og auðvitað eigum við það. Þú þarft ekki að segja nágrannanum að þú haldir handleggjunum þétt upp að líkama þínum þegar þú sef- ur hjá manninum þínum. En ef þú segir honum ekki frá því hvernig þér líður er það ekki lengur þitt einkamál. Þá er það orðið að leyndar- máli sem getur haft slæmar afleiðingar fyrir samband ykkar. Framhjáhald er enn eitt dæmið. Það er kannski ekki beint hægt að segja að það sé lygi ef þú þegir yfir því að þú haldir við annan mann. Eiginmaður þinn hefur ein- faldlega aldrei spurt þig að því. Þú þegir og telur sjálfri þér trú um að framhjáhaldið skaði ekki svo framarlega sem maðurinn þinn viti ekki sannleikann. Með þessu lýg- ur þú meira að segja að sjálfri þér. í nánu sambandi finnur hinn aðilinn strax þegar eitthvað er ekki eins og það á að vera. Hann skynjar ótal smáatriði sem benda til þess. Og það er fátt meira slítandi en grunur og óvissa. Og hvað gerir þú þegar eiginmaðurinn tekur í sig kjark og spyr þig beint út hvort þú haldir fram hjá honum? Þú neitar því blákalt, vegna þess að þú ert hrædd við afleiðingarnar ef þú segir honum sannleik- ann. Þögn og lygar Ef til vill ert þú í vafa um tilfinningar þínar. Viltu eiga það á hættu að maðurinn þinn skilji við þig? Hvað ef þetta með hinn manninn er bara smáskot sem gengur yfir. Ef þú segir maka þínum sannleikann setur hann þér kannski úrslitakosti og þú átt á hættu að missa þann sem þú í rauninni elskar. Þú tjáir þig heldur ekki um tilfinningar þínar þegar þér finnst ástríðan slokknuð í hjónabandinu. Hvers vegna ættir þú að vera að því þegar öllu er lokið hvort sem er? Með þögninni eða lyginni skapar þú bil á milli ykkar sem getur verið erfitt að brúa. Það eru tvöföld svik að halda framhjá manninum sínum og sverja svo að það sé ímyndun í honum. Það getur haft hræðilegar afleið- ingar fyrir ykkur bæði ef hann seinna meir kemst að hinu sanna. Þú hefur ekki aðeins farið á bak við hann, þú hefur líka logið að hon- um. Það er miklu erfiðara að vinna úr þeim aðstæðum en ef þú hefðir sagt honum hreint út að þú hafir verið honum ótrú. Sannleikur í hæfilegum skömmtum Margir nota sannleikann til þess að berja á fólki. For- pokað fólk er iðið við að gagnrýna aðra og benda á vankanta þeirra. Stundum hikar það ekki við að troða fólki um tær og notfæra sér vináttu þess. Það er ekki auðvelt að vera heiðarlegur gagnvart þannig fólki. Hver þorir að treysta þeim sem túlkar allt á versta veg og notar það gegn manni? Rifrildi eru ekki vænleg leið til árangurs ef þú vilt bæta samskiptin við ein- hvern. Það hefur engan til- gang að rífast við mömmu þína og segja henni hvað þér finnst óþolandi hvernig hún ráðkast með fólk. Hún fer að öllum líkindum í vörn og þú reiðist henni fyrir að vilja ekki viðurkenna sannleik- ann. Staðreyndin er sú, að hennar sannleikur þarf ekki endilega að vera sá sami og þinn sannleikur. Ef þú vilt komast að sannleikanum um sjálfa þig og aðra krefst það mikillar næmni. Reyndu að komast að sannleikanum um þá sem þú átt eitthvað vantalað við. Spurðu mömmu þína um æskuár hennar og uppeldi. Veldu rétta tímann, hlustaðu á hana, reyndu að ná betra sambandi við hana og skilja hana betur. Um sannleikann gilda sömu lögmál og um allt ann- að í henni veröld. Heiðar- leiki og raunveruleikaskynj- un fæst ekki með því að af- hjúpa dramatísk leyndarmál heldur með því að þora að vera við sjálf. Með því að vera heiðarleg og horfast í augu við sannleikann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.