Vikan - 20.07.1999, Qupperneq 28
ÞAU TVÖ SEM
ÞOTTIVÆNST
Mörg börn og ung-
lingar taka því illa
þegar mamma eða
pabbi finna sér nýj-
an rnaka. Þannig
var það ekki í mínu
tilfelli. Dóttir mín
kunni vel við nýja
manninn í lífi mín -
allt of vel.
Eg skildi við manninn
minn þegar Kata,
dóttir okkar, var
nokkurra mánaða gömul.
Við tóku erfiðir tímar. Ég
vann hörðum höndum til
þess að sjá fyrir okkur
mæðgunum. Fjölskylda mín
bjó úti á landi og ég fór
sjaldan út að skemmta mér
því ég hafði ekki efni á því
að borga barnagæslu. Ég
hafði engan tíma fyrir ást-
ina. Ég hafði ekki einu sinni
tíma til þess að sakna ástar-
innar. Eftir því sem dóttir
mín óx úr grasi hvarflaði
það æ oftar að mér hvað það
væri notalegt að hitta mann
og verða ástfangin á nýjan
leik.
Maðurinn kom inn í líf
mitt þegar síst varði. Ég hitti
hann á flugvelli. Við vorum
að fara til sama staðar, flug-
inu seinkaði og við tókum
tal saman meðan við biðum.
Við sátum í þrjár klukku-
stundir yfir kaffibolla og töl-
uðum um allt milli himins
og jarðar. Við komumst að
því að við vorum á sömu
bylgjulengd hvað flesta hluti
varðaði. Við kornum því
þannig fyrir að við sátum
saman í flugvélinni og þegar
við kvöddumst á áfangastað
bað hann mig um símanúm-
erið mitt.
Næstu vikur gekk ég um í
sæluvímu. Ég hafði aldrei
verið svona ástfangin. Ég
upplifði tilfinningar sem ég
hafði aldrei upplifað áður.
Dóttir mín var orðin sextán
ára og henni hefur sjálfsagt
fundist vandræðalegt að
horfa upp á móður sína
haga sér eins og táningur en
bæði hún og foreldrar mínir
féllu kylliflöt fyrir Tómasi.
f>au samglöddust mér með
að hafa kynnst þessum góða
manni.
Frábært samband
Samband okkar þróaðist
og varð sífellt nánara og
betra. Ég vissi að Tómas var
maðurinn sem ég vildi verja
lífinu með. Mig langaði mik-
ið til þess að bjóða honum
að búa hjá okkur Kötu en
var ekki viss um hvernig
hún myndi bregðast við því,
jafnvel þótt hún kynni vel
við hann. Hún var nú einu
sinni vön því að hafa mig út
af fyrir sig.
Mér til mikillar undrunar
og gleði var það Kata sem
stakk upp á því sjálf. Tómas
bjó í göngufæri frá okkur en
samt sem áður hafði það
sína ókosti að vera alltaf að
fara fram og til baka. Dag
nokkurn kom hellidemba
þegar hann var á leiðinni til
okkar og hann var holdvot-
ur þegar hann komst á leið-
arenda. Kata náði í hand-
klæði handa honum og sagði
að það væri miklu sniðugra
að hann flytti til okkar;
þannig kæmist hann hjá
þessu sífellda rápi á milli
húsa. Við Tómas glöddumst
mikið yfir þessum orðum
hennar og nokkrum vikum
seinna flutti hann til okkar.
Kata blómstaði
I byrjun var sambúð okk-
ar frábær. Mér fannst yndis-
legt að vakna með honum á
morgnana, verja með hon-
um deginum og leggjast við
hlið hans á kvöldin. Kata
virtist kunna þessum nýju
aðstæðum vel. Hún hafði
saknað þess að alast ekki
upp með föður sínum og
Tómas var einstaklega góð-
ur og umhyggjusamur við
hana.
Þau höfðu sömu áhuga-
mál og sömu kímnigáfuna.
Ég viðurkenni að ég hef
ekki mikla kímnigáfu og
skildi ekki alltaf brandarana
sem flugu á milli þeirra. Oft
sátu þau saman frameftir á
kvöldin og horfðu á sjón-
varpið eða leigðu sér mynd-
band sem ég hafði engan
áhuga á. Kata blómstraði.
Hún varð ábyrgðarfyllri,
hætti að reyna að komast
hjá húsverkunum og kom
heim á réttum tíma á kvöld-
in. Hún lét klippa sig, byrj-
aði að mála sig og klæddi sig
öðruvísi en áður.
Ég reiknaði með að
ástæða alls þessa væri sú að
hún væri loksins komin af
gelgjuskeiðinu. En uppörv-
un og athygli Tómasar hafði
líka sitt að segja. Það angr-
aði mig ekki hið minnsta. Ég
var fegin því að þeim kom
svona vel saman.
En smárn saman rann það
upp fyrir mér að dóttir mín
var hugfangin af sambýlis-
manni mínum. En ég hugs-
aði sem svo að stelpur á
hennar aldri yrðu auðveld-
lega ástfangnar og sú ást
stæði sjaldan yfir í langan
tíma. Þar fyrir utan var hún
aðeins barn. Tómas elskaði
mig svo ég hafði engar
áhyggjur af þessu.
Hvað gat ég gert?
Smám saman varð þetta
litla skot að stóru vanda-
máli. Mér fannst ég oft vera
skilin út undan þegar við
vorum þrjú saman. Kata sá
til þess að eiga athygli
Tómasar óskipta og fram-
koma hennar í minn garð
versnaði stöðugt. Þegar
Tómas var nærstaddur benti
hún stöðugt á það sem
henni fannst rniður í fari
mínu. Hún stríddi mér til
dæmis með því að ég hefði
ekkert vit á íþróttum, en
þær voru sameiginlegt
áhugamál þeirra Tómasar.
Stundum gerði hún grín að
því að ég væri að verða grá-
hærð. Allt var þetta sagt á
léttu nótunum en þegar ég
28 Vikan