Vikan


Vikan - 20.07.1999, Síða 30

Vikan - 20.07.1999, Síða 30
Hönnun: Hrönn Birgisdóttir Myndir: Gunnar Gunnarsson Falleg. dúkka Fólk sem hefur gaman af að föndra fær nú verkefni við hæfi því hér kemur snið ásamt leiðbeiningum um hvernig búa má til fallega dúkku. Aðferðin er einföld og því ættu allir föndrarar að geta töfrað fram eina slíka. Dúkkan getur bæði hangið uppi á vegg eða prýtt hilluna. Hún nýtur sín jafnt á báðum stöðum. Nú er bara að draga fram skæri, saumavél og alla efnisbútana og hefjast handa. Gangi ykkur vel. Efni Ljóst bómullarefni í búkinn Bómullarefni í 2-3 mismunandi litum Blúnda 20 sm Garn í hár Tala Gróft band Svartur tússlitur Kinnalitur Tróð Lím Strauflíselín Sníðapappír Einhver skemmtilegur hlutur sem dúkkan getur haldið á Áhöld Nál Tvinni Saumavél Skœri Títuprjónar 30 Vikan Aðferð Snið • Takið sniðið af dúkkunni upp á sníðapappír og klippið út. • Leggið sniðið af búk, fót- um og höndum á einlita bómullarefnið og klippið út. Athugið að hafa efnið tvöfalt. • Klippið út 56 xl6 sm bút í kjólinn. • Klippið út tvo 10 xl3 sm búta í ermarnar. • Klippið út 22 xl4 sm bút í svunt- una. • Leggið sniðið af kraganum á bómullarefni og klippið út. At- hugið að hafa efnið tvöfalt. • ATH! Sniðið er 50% af raunveru- legri stærð. Saumur. • Saumið búkinn saman en skiljið eftir op að neð- an. Setjið troðið inn í. • Saumið fæturna og hendurnar saman á sama hátt. Setjið troðið inn í. • Takið nú fæturna og legg- ið efsta hlutann inn undir búkinn og saumið þá fasta við. Athugið að annar fóturinn verður að leggjast yfir hinn til þess að þeir komist báðir fyrir í opinu. • Takið fram ermabútana og saumið 10 sm blúndu á hvorn bút. Saumið ermarnar saman langsum og snúið við.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.