Vikan


Vikan - 20.07.1999, Page 32

Vikan - 20.07.1999, Page 32
Texti: Hrund Hauksdóttir Ertu að fara að kaupa þér rúm? Góður nætursvefn er okkur nauðsynlegur til að halda góðri heilsu og þvi skyldi vanda valið þegar valin er dýna í rúmið. 32 Vikan Hvíld er líkamanum jafn mikilvæg og næring. Því getur dýnan þín skipt sköpum varðandi hversu góðrar hvíldar þú nýtur. Á markaðnum er fjöldinn allur af dýn- um en afar misjafnt er hvers konar dýna hentar hverjum og einum. Því er ráðlegt að kynna sér vel það sem er á boðstólum og fá sem mestar upplýsingar frá seljendum. Of mjúkar eða harðar? Öll þekkjum við þá til- finningu að finnast dýnur vera ýmist of mjúkar eða of harðar og þá ekki hvað síst þegar við dveljum á hótelum eða ekki í okkar eigin rúmi. Það sem hentar einum er kannski ómögulegt fyrir annan enda þarf að taka til- lit til stærðar og þyngdar fólks þegar dýna er valin. Sumir kjósa latex dýnur, aðrir svamp og enn aðrir vilja ekki sofa á öðru en springdýnum. Svampurinn hentar að vísu sumum en rétt er að benda á að hann vill trosna með tímanum. Ef þú kýst að sofa á svamp- dýnu þá borgar sig fyrir þig að skipta um dýnu á nokk- urra ára fresti. Axlir og mjaðmir eru þyngstu punktar líkamans og því skaltu hafa í huga að kaupa dýnu sem gefur eftir á þeirn svæðum. dýnu við sitt hæfi og við að- stoðum hann við valið eftir fremsta megni. Við gerum okkur fyllilega grein fyrir hversu mikilvægt það er að sofa á réttri dýnu og hvetj- um fólk til að prófa sig áfram með mismunandi dýnur. Við leggjum áherslu á að fólk kaupidýnur sem eru frá viður- kenndum framleiðend- um. Við hjá TM erum með mjög vandaðar norskar dýn- ur sem eru með fimm ára heildarábyrgð og fimmtán ára ábyrgð á fjaðrabúnaðn- um. Við erum einungis með 100% bómullaráklæði utan um dýnurnar Rykmaurar lifa ekki í latexi. Bryndís Emilsdóttir er framkvæmdarstjóri hjá TM húsgögnum en þar fást springdýnur frá norska fyrirtækinu Jen- sen. Vikan heimsótti Bryndísi í þeim tilgangi að skoða dýnur og fá hagnýtar upplýsingar um þær. Bryndís segir að fjaðrakerfi dýnanna sé lykil- atriði: „Þegar fólk er að hugsa um að fá sér nýja dýnu er ráðlegt að kynna sér mjög vel það sem er á boðstólum og finna út hvað hentar hverjum líkama. Það er grundvallaratriði að velja sér dýnu með tilliti til hæðar og þyngdar. Eins skyldi leggja höfuðáherslu á að fjaðrabúnaðurinn sé sterkur og góður. Við erum ein- göngu með springdýnur sem eru með góð- um stuðn- ingi fyrir líkamann en gefa mjúklega eftir hjá brjóst- kassa og mjöðmum, þar sem fjaðrakerfið í dýnunum er svæð- isskipt. Viðskipta- vinurinn finnur Rafmagnsstýrðir rúmbotnar eru orðnir mjög vinsælir þar sem hægt er að lyfta bæði höfða- og fót- gafli eftir hentissemi og koma sér virkilega notalega fyrir. Fjar- stýring gerir stilling- arnar einfaldar í með- förum og þráðlausar fjarstýringar eru komnar á markaðinn.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.