Vikan - 20.07.1999, Síða 49
1 Ef þú togar í sitt hvorn endann á reipinu, kemur þá hnútur?
2 Hver er mikilvægasta ávaxtauppskeran á Kanaríeyjum?
3 Hvers konar hár er notað í fiðluboga?
4 Hvað er korvetta?
5 Hvert er harðasta náttúruefni jarðar?
6 Hvaða íslenski leikari talar fyrir Aladdín í samnefndri kvikmynd?
7 Hvert var gælunafn bandarísku hlaupakonunnar heitinnar Flor-
ence Griffith-Joyner?
8 Hverju safnar ytra eyrað?
g Hvernig endar málshátturinn sem byrjar svo: Sú er ástin heitust
sem...?
10 Hvaða hundategund er íslenski hundurinn talinn vera skyldast-
ur?
11 í hvaða landi er stærsti her heims?
12 Hver er næstæðsta kona nunnuklausturs?
13 Eiginhandaráritun hvaða leikkonu er tattóveruð á aðra rasskinn
Madonnu?
14 Hvernig er hreinn marmari á litinn?
15 í hvaða íþrótt er notaður mjaðmahnykkur?
16 Hvað þýðir orðið viskí á keltnesku?
17 Hvað heitir kærastinn hennar Barbie?
18 Hver var fyrsti fráskildi Bandaríkjaforsetinn?
19 Hvert var uppáhaldsmyndefni málarans Degas, fyrir utan hesta?
20 í hvaða borg í Egyptalandi hefst leikritið Rómeó og Júlía?
A framabraut í Frakklandi
Thelma Guðmundsdóttir sem prýðir forsíðu Vikunnar er ung kona á
framabraut. Þrátt fyrir sinn unga aldur (24 ár) er hún orðin þekkt
fyrirsæta á heimsmælikvarða og hefur markað sér stefnu í lífinu.
Thelma hefur unnið við fyrirsætustörf í tíu ár. Hún byrjaði í faginu
hér heima þar sem hún vann með námi, en síðar lá leiðin til New York,
Japans og Spánar.
Thelma hefur búið og starfað sem fyrirsæta í Frakklandi undanfarin
þrjú ár, en hún hefur auk þess stundað nám í frönsku og listasögu
við háskólann í Bordaux. Hún hyggst starfa áfram í Frakklandi um
sinn, en hún ætlar sér að halda áfram námi og stefnir á nám í Art
therapy (listameðferð).
Thelma hefur gaman af starfi sínu og vill halda áfram að
sinna því næstu árin enda sé það síður en svo eingöngu ætlað
ungu fólki. Hún segir að markaðurinn þurfi á fyrirsætum á
öllum aldri að halda t.d. við auglýsingagerð og þeir einstak-
lingar sem virkilega hafa áhuga og ánægju af starfinu
geti haldið áfram að vinna á þessu sviði
lengi,- þetta sé rétt eins og önnur
krefjandi störf í þjóðfélaginu, það
þurfi úthald og einbeitingu.
Margir þeirra sem starfa við
fyrirsætustörf leiðast
síðan inn á aðrar
skyldar brautir
s.s. leik í sjón-
varpi og kvik-
myndum enda
þurfi mikla
leikræna hæfileika í fyrirsætustarfið. Hún segir einnig að það sé þrosk-
andi og hvetjandi að vinna fyrirsætustörfin þar
sem hún kynnist mörgu frábæru
listafólki s.s. Ijósmyndur-
um,förðunar- og hár-
greiðslumeisturum
sem kunni sitt fag
og að nýta hæfi-
leikasína til hins
ýtrasta.
Thelma
heldur aftur utan
um næstu
mánaðamót og
Vikan óskar
henni alls
hins besta
í framtíð-