Vikan


Vikan - 20.07.1999, Page 57

Vikan - 20.07.1999, Page 57
inni í garðinum. Hér áður fyrr höfðu börn gaman af að slíta upp túnfífla og flétta úr þeim hálsfestar og armbönd, en sá leikur er eitthvað á undanhaldi að því er mér virðist. Kannski er það vegna þess hve ötullega við foreldrarnir göngum fram við að losa okkur við bless- aðan fífilinn úr okkar nán- asta umhverfi. Túnfífill get- ur verið til mikilla vandræða og erfitt er að uppræta hann vegna þess hve sterk og mikil stólparótin er sem hann vex upp af. Ekki er nóg að taka í blöðin sem komin eru upp og draga þannig upp rótina. Hún situr nefnilega undantekningarlít- ið eftir í jarðveginum og við höldum á blöðum og leggj- um í hendinni, sama hvað við höfum reynt að fara fag- lega að. Fíflabaninn er hand- hægur Til er eitur sem á að drepa fífla og reyndar er til hvers kyns illgresiseyðir í eitur- formi en mörgum þykir betra að losa sig við illgresið á náttúrulegan hátt. í því til- viki kemur svokallaður fífla- bani sér vel. Þetta er létt og þægilegt verkfæri sem nota má bæði til að útrýma fíflum og öðru illgresi úr gras- flötinni, og meira að segja úr blómabeðunum líka. Fíflabaninn er 95 sentímetra löng járnstöng með handfangi á öðrum endanum en þremur pinn- um á hinum. Pinnun- um er stungið niður í jörðina, utan um plöntuna, og svo er handfanginu snúið. Þegar verkfærið er dregið upp tekur það með sér plöntuna sem við vildum losa okkur við. Sérlega þægilegt er að nota fíflabanann því að við þurfum ekk- ert að vera að bogra heldur getum staðið upprétt á meðan við berjumst við óvininn. Um leið og við drög- um illgresið upp úr moldinni eða grasflöt- inni verður eftir svolít- il hola. Ef mikið hefur verið af fíflum í flöt- inni lítur hún vissulega út eins og golfvöllur með ótal holum, en þessar holur eru ótrú- lega fljótar að fyllast. Til þess að flýta fyrir fyllingunni er hægt að leyfa grasinu sem til fellur við túnsláttinn að fara niður í holurn- ar svona um leið og við rökum því saman. En víkjum aftur að illgresi og þá fyrst og fremst því sem vex í blómabeðunum. Besta vörnin gegn því að það komi upp aftur og aftur er að slíta það upp með rótum í eitt skipti fyrir öll. Illgresi, sama hvaða nafni það nefn- ist, má alls ekki fá tækifæri til þess að blómgast og mynda fræ því þá getum við átt von á því að sjá það Fíflabaninn er ein- falt tæki en gagnlegt en við fundum hann hjá fyrirtækinu Gull og grænir skógar. Kröftugur túnfifillinn sem fengið hefur að vaxa í þessu gróskumikla beði er reyndar ekki lcngur í blóma en hann kcmur til með að sá sér. Fyrir framan hann er eyrarrós með bleikum blómum og fyrir aftan fífil- inn er önnur fíflategund, sem ekki flokkast undir illgresi. Hann er kall- aður geinsufiTdl. (Ljósmynd: Sigurjón Ragnar) spretta upp næsta sumar og þá engu minna en árið á undan. Takist garðeigandan- um hins vegar að hreinsa garðinn sæmilega vel í tvö eða þrjú sumur verður ill- gresisvandamálið ekkert vandamál lengur. Blóma- beðin þurfa aðeins á smá „viðhaldshreinsun“ að halda rétt eins og allt annað sem vel er hugsað um, sama hvort það er húsið eða garð- urinn. Stingið nið- ur í miðja plöntuna. Snúið einn eða tvo hringi. Dragið upp og plantan og rótin fylgjast að. Ýtið á hnapp í handfanginu miðju og plantan losnar úr klóm fíflabanans. Vikan 57

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.