Vikan


Vikan - 20.07.1999, Síða 60

Vikan - 20.07.1999, Síða 60
 m til lista lagt eins og hún sýndi og sannaói þegar hún gaf út sína fyrstu geislaplötu í vor. Lopez segir aó gamall draumur hafi ræst meö þvi aö gera þessa plötu. Myndböndin með lögunum hennar eru sýnd oft og iðulega á sjón- varpsstöövum og dansinn hefur vakiö athygli. en skiptar skoðanir eru um hvort henni takist vel upp. Lopez læröi baliett i framhaldsskóla og fór meira að segja i ferðalag til Japans sem dansari i sýningu áður en hún vakti athygli í bíómyndum. Hún er þekktust fyrir að leika í myndunum Out of Siglit og Selena, mynd um söngkonu sem myrt var af aðdáanda sinum. Nú fetar Lopez í fótspor Selenu sem söng kona. „Það eru ekki margir sem vita aö ég hóf ferilinn sem söngkona og dansari. Ég dans- aöi fyrst opinberlega þegar ég var 5 ára og var farin aö syngja fyrir fólk þeg ar ég var14ára,“ segir Lopez. Hana dreymdi alltaf um að verða söngkona og það munaði minnstu að hún hefði sleppt leiklist- inni. „Ég gerði tvo útgáfusamninga áöur en ég fékk fyrsta hlutverkið mitt. En siðan fór allt að smella saman i leiklist inni þannig aö ég fylgdi bara þeim stíg sem var fyrir framan mig.“ 19. júlí: Anthony Edwards (1962), George Dzundza (1945) 20. júlí: Donna Dixon (1957) 21. júlí: Jon Lovitz (1957), Robin Williams (1952), Michael Richards (1948) 22. júlí: John Leguizamo (1965), David Spade (1964), Rob Estes (1963), Joanna Going (1963), Willem Dafoe (1955), Danny Glover (1947), Albert Brooks (1947), Ter- ence Stamp (1939) 23. júlí: Eriq La Salle (1962), Woody Harrelson (1961) 24. júlí: Anna Paquin (1982), Jenni- fer Lopez (1970), Laura Leighton (1968), Karl Malone (1963), GusVan Sant (1952). TEXTI: SÆVAR HREIÐARSSON DRAUMU RÆTTIST Michael Richards verður 51 árs hinn 21. júlí. Gamli jaxlinn Danny Glover er að skilja eftir 24 ára hjóna- band. Leikarinn sótti um skilnað frá eiginkonu sinni, Asa- ke, eftir að hún setti honum úrslitakosti: „Hættu að leika þér í Hollywood og hugsaðu um heimilið eða hjónaband- inu er lokið!“ Kunnugir segja að Glover hafi leikið lausum hala í Hollywood um langt skeið og Asake virtist sætta sig við það. Til dæmis átti hann í löngu sambandi við leikkon- una og rithöfundinn Akosua Busia en þau kynntust við gerð myndarinnarThe Color Purple. Það var ekki fyrr en á síðasta ári sem eiginkonan fór að hafa áhyggjur og fór fram á að eiginmaðurinn eyddi meiri tíma með henni á heimilinu. „Hún fékk nóg af afsökunum hans fyrir að koma ekki heim þegar hann var ekki einu sinni að vinna,“ segir heimildarmaður. Anthony Edwards hefur greinilega lært ýmisle því að leika lækninn Ijúfa dr. Greene í Bráðava inni (E.R.). Edwards kom samborgara sínum í I Angeles til hjálpar fyrir skemmstu þegar hann v úti að skokka í góða veðrinu. Kona sem var að viöra hundinn sinn vissi ekkert hvað hún átti til bragðs að taka þegar hvuttinn hné skyndilega nið- ur og hætti að anda. Edwards sýndi skjót viðbrögð og notaði blástursaðferðina til að lífga hundinn við. Það tókst og konan hélt varla vatni yfir leikar- anum. Hann benti henni á að heimsækja alvöru- dýralækni áður en langt um liði. ‘

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.