Vikan


Vikan - 30.07.1999, Qupperneq 6

Vikan - 30.07.1999, Qupperneq 6
Texti: Margrét V. Helgadóttir Myndir: Baldur Bragason Langaði margoft að Nina Björk Árnadóttir er að jafna sig eftir mesta áfall lífs síns 1 1 ln u n og sagði: „Má ég bjóða þér íbúð?“ „Hvaða íbúð?“ spurði ég. „Hjá mér,“ svaraði hún. Ég flutti nú ekki til hennar þar sem ég var komin niður í Dyngju og búin að koma mér fyrir þar. Ég var í eins konar taugaáfalli þegar ég þurfti að pakka niður og flytja út af heimilinu mínu. Tveim- ur dögum áður en ég átti að flytja út kom nágrannakona mín, hún Bessý, og pakkaði fyrir mig. Ég gat ekki gert neitt, sat bara og reykti. Anna Agnars vinkona mín kom til mín og Elísabet Þorgeirs- dóttir kom líka og hún keyrði mig í Dyngjuna með dótið mitt. Ég man óljóst eftir fyrstu dög- unum þar. Ég spurði Jóa for- stöðumann: Hvernig var ég þegar ég kom hingað? og hann sagði: Þú varst mikið veik, Nína mín. Núna leigi ég góða íbúð hjá Öryrkjabandalaginu og það hefur reynst mér vel.“ Önnur kona í spilinu Hjónin Nína Björk og Bragi þóttu sérstök hjón og margir höfðu á orði að þau litu út fyrir að vera ákaflega samhent og and- legir jafningjar. „Ég væri ekki sá rithöfundur sem ég er í dag ef Braga hefði ekki notið við. Ég missti mikið. Hann studdi mig alveg gífurlega, það hefðu ekki allir karlmenn ver- ið tilbúnir að gera. Við vorum miklir félagar. Hann las yfir allt sem ég skrif- aði og alltaf þegar hann fann að ég þurfti að fara í burtu og ein- angra mig, þá gekk hann í málið. Ég hef skrifað mikið í klaustri í Danmörku og þótt ekki væru til peningarfyrirfarmiðanum, þá birtist hann með miðann handa mér. Bragi er sjálfur mjög góður penni, hann hefur skáldaæð. Það er í rauninni synd að hann skrifi Lífinu er gjarnan líkt við veðráttuna, í því skiptast á skin og skúrir. Að und- anförnu hefur mikið rignt í lífi Nínu Bjarkar Árnadóttur. Þrjátíu og tveggja ára hjónabandi hennar og Braga Kristjónssonar er lokið. Endalok þess voru ákaflega sársaukafull; önnur kona tók völdin í lífi hans. Asama tíma urðu miklar sviptingar í lífi hennar. Landsbanki íslands átti húsnæðið sem þau bjuggu í og á svipuðum tíma og hjónabandinu lauk var þeim gert að yfirgefa húsið. í ofanálag varð ekkert af uppsetningu Þjóðleikhússins á verki eftir Nínu Björk. Verki sem búið var að leiklesa fyrir áhorf- endur í sal sem tóku því mjög vel. Nína Björk hefur farið á botn- inn í leit sinni að sálarró. Hún byrjaði aftur að misnota lyf eftir áfallið og endaði inni á Vogi í meðferð en hún hefur áður farið í meðferð af sömu ástæðu. Að henni lokinni átti Nína ekki í nein hús að venda því heimili hennar 6 Vikírn var horfið. Öllu sem henni var kærast var svipt í burtu á sama tíma. Nína er í mikilli ástarsorg. Hún er að upplifa afbrýðisemi og höfnun í fyrsta skipti á ævinni. „Við Bragi giftumst árið 1966 í Skálholtskirkju og vorum gefin saman af séra Sigurði Pálssyni. Bragi var mér óskaplega góður og við áttum saman 35 ár í blíðu og stríðu. Saman eigum við þrjá syni. Elstur er Ari Gísli, svo Val- garður og yngstur er Ragnar Isleifur. Ari Gísli á yndislega telpu, Ragnheiði Björk, sem ég lifi fyrir. Mig langaði margoft að deyja eftir að þetta kom upp og ég hugleiddi það alvarlega. Til- hugsunin um hana Ragnheiði mína hélt í mér lífinu á þeim tírna." Nína Björk hefur upplifað að sumir vinir hafa horfið en aðrir staðið sem klettar með henni á erfiðum tím- um. „Þeir eru nokkrir sem hafa reynst mér vel. Þar vil ég helst nefna Ragnhildi Pálu Ófeigsdótt- ur vinkonu mína. Eitt kvöldið hringdi ég í Jón Proppé og hann ásamt Guðrúnu konu sinni voru komin innan hálftíma. Fólkið á Reykjalundi hefur líka reynst mér vel. Anna Margrét Magnúsdóttir, sembal- og píanóleikari, er góð vinkona mín og mér mikill stuðn- ingur. Gömul skólasystir mín, Anna Agnars, og kona sem bjó í næsta húsi við mig á Sólvallagöt- unni, kölluð Bessý, reyndust mér sérlega vel þegar ég þurfti að flytja út af Sólvallagötunni. Þegar ég var húsnæðislaus var Þórarinn Tyrfingsson læknir mér afskaplega góður. í mínum huga er hann Ijósberi sem vinnur á vegum æðri máttar. Hann vinn- ur alveg dásamlegt starf. Ég var á Vogi fárveik í langan tíma og lenti í millitíðinni inni á hjartadeild því ég er með hjartagalla. Ég var langt leidd, fékk ákaflega mikla köfnunartilfinningu og allir héldu að ég væri að deyja. Synir mínir og Bragi komu til mín en mér leið vel þegar ég hélt að ég væri að skilja við. Þegar læknunum tókst að bjarga mér fór ég að hágráta. Þegar ég var aftur komin inn á Vog leyfði Þórarinn mér að liggja í rúminu í fimm sólarhringa. Hann sagði við mig að ég hefði engan lífskraft. „Þú verður hjá mér þangað til að þér líður betur,“ sagði hann. Ég spurði hann hvert ég ætti að fara þegar ég myndi missa húsið mitt í október. Þórarinn svarði því til að hann myndi koma mér fyrir á áfangaheimili sem og hann gerði. Ég flutti í Dyngjuna sem er áfangaheimili fyrir konur. Það var ein manneskja sem bauð mér að búa hjá sér. Vigdís Grímsdóttir hringdi til mín fyrsta kvöldið sem ég var í Dyngjunni „Mig langaði margoft að deyja eft- ir að þetta kom upp og ég hugleiddi það alvarlega. Tilhugsun- in um hana Ragn- heiði mína hélt í mér lífinu á þeim tima.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.