Vikan - 30.07.1999, Page 18
Þetta eru eðlileg og lífsnauðsynleg
viðbrögð þegar við þurfum á þeim að
halda. Þau eiga hins vegar að fjara út
um leið og hættan er liðin hjá, en ef
þau eru viðvarnandi geta þau haft
mjög alvarlegar afleiðingar s.s. hjarta-
sjúkdóma, krónískar meltingartruflan-
ir, ofnæmi af ýmsum toga, asma og
fleira. Auk alls þessa verðum við við-
kvæm fyrir alls kyns sýkingum þar sem
ónæmiskerfi okkar þolir slíkt álag ekki
til lengdar.
Sem sagt; streitan getur lagt heilsu
okkar í rúst ef við bregðumst ekki við
henni á réttan hátt.
Við getum ekki alltaf stjórnað því
áreiti sem við verðurn fyrir, en við get-
um stjórnað viðbrögðum okkar.
Við þurfum sem sé að ná
tökum á sjálfum okkur, þ.e.
að læra að telja líkamanum
trú um að við munum ekki
gefast upp undan álaginu,
heldur ná tökum á því.
Við þurfum að slaka á þeg-
ar við finnum fyrir einkenn-
um streitunnar, reyna að af-
greiða þann hluta sem við
ráðum við, en sætta okkur við það sem
við ráðum ekki við. Þegar við höfum
lokið verkefnunum sem við getum
klárað eigum við að sætla okkur við að
rneira verði ekki gert að þessu sinni og
að nú þurfi bæði sál og líkami hvíld til
að við getum haldið áfram að vinna að
verkefnunum síðar.
Nokkur góð ráð til að ná tökum á streitunni:
Farðu út að ganga. Stutt ganga gefur þér jafn mikla orku og stórt
súkkulaðistykki en er miklu hollari. Þú færð heilmikla orku úr kaffi
og sætindum, en við það eykst streitan og orkan þverr jafn hratt
og hún kom.
Farðu með Vikuna í baðkarið og liggðu þar lengi og lestu lífs-
reynslusögu, viðtal eða annað sem þú þarft að einbeita þér að. Við
það mýkjast vöðvarnir, hugurinn tæmist og hjartslátturinn róast.
Alger slökun.
Hafðu róandi liti í kingum þig. Rauður litur virkar æsandi á fólk, en
blár og grænn eru róandi.
Lærðu einhvers konar slökun. Kauptu þér myndband með slök-
unaræfingum eða farðu í jóga. Margar bækur eru til um slökunar-
aðferðir og þú skalt skoða þær vel og velja þær sem henta þér
best.
Það er auðveldara að ná tökum á andlegri þreytu ef þú ert í góðu
líkamlegu ástandi. Fimm mínútna leikfimi á dag eða hálftími
tvisvar í viku gera kraftaverk. Veldu þér hreyfingu sem þér finnst
skemmtileg. Sumir vilja ganga, aðrir synda, sumir vilja pallapúl og
aðrir dans;- hvað hentar þér?
Þeir sem vinna við skrifborð ættu að standa upp á klukkutíma
fresti og ganga um gólf eða teygja sig. Kyrrseta hefur slæm áhrif
á líkama og sál.
í lok hverrar vinnuviku skaltu taka hálftíma í að ganga frá á vinnu-
staðnum svo hann sé aðlaðandi í byrjun næstu vinnuviku. Streitan
hleðst upp þegar þú mætirtil vinnu og pappírsfjöll og tómir kaffi-
bollar taka á móti þér við skrifborðið.
Mundu að þú ert ekki vél. Þú þarft ekki að vinna á sama hraða og
tölvan þín!
Veldu þér fatnað sem þrengir ekki að þér. Þröngur og óþægilegur
fatnaður getur valdið líkamlegri vanlíðan sem bitar fyrr eða síðar á
huga þínum.
Gefðu þér góðan tíma til að ferðast á milli staða og farðu alltaf á
salernið áður en þú leggur af stað. Þessi einföldu atriði eru lykilat-
riði í því að þú komist heil(l) á húfi á ákvörðunarstað og sért tilbú-
in(n) til að gefa og þiggja.
Líttu á hlutina sem verkefni en ekki vandamál. Þar er mikill munur
á.
Ekki skemmta þér oftar en tvisvar í viku. Allt umfram það mun ör-
ugglega koma niður á heilsu þinni jafnvel þótt þú drekkir í hófi og
komirsnemma heim.
Lærðu að segja nei! Ekki taka að þér meira en það sem þú ræður
örugglega við.
Borðaðu hollan mat og drekktu mikið vatn. - Já, þetta er gömul
lumma, en hún er þess virði að fara eftir henni því fátt skilar betri
árangri í leit að betri líðan.
Skrifaðu niður allt það sem veldur þér hugarangri og ræddu það
við einhvern sem þú treystir mjög vel. Þú munt sjá að flest þessi
vandamál hverfa eins og dögg fyrir sólu þegar þau eru komin upp
á yfirborðið.
Gráttu ef þú þarft og sofnaðu á eftir. Tárin hreinsa sálina, létta á
þér og opna streitunni leið út úr líkama þínum.
Spilaðu þá tónlist sem þér finnst þú þurfa að hlusta á. Það er við-
urkennd lækningaaðferð og skilar ótrúlegum árangri!
Leggstu út í móa og þefaðu af jörðinni, það gerir líka ótrúlegt
gagn.
Verslaðu þegar lítið er að gera í búðunum. Ekki fara í búðina á
leiðinni heim úr vinnu, farðu frekar á leiðinni í vinnuna. Þú verður
helmingi fljótari og engin streita mun fylgja því.
Spurðu þig sömu spurningarinnar á hverju kvöldi: Spennti ég bog-
ann of hátt í dag? Ef svarið er játandi verður þú að gera betur á
morgun.
Gerðu það sem þú kemst yfir með góðu móti, en láttu hitt eiga
sig. Þannig gerir þú þitt besta.
18 Vikan