Vikan


Vikan - 30.07.1999, Page 22

Vikan - 30.07.1999, Page 22
Mörgum ein- hleypum konum verður það á að líta öfundaraug- um á ástföngnu pörin sem ganga hönd í hönd úti í bjartri sumarnóttunni. En það er einmitt við slík- ar aðstæður sem er nauð- synlegt að muna eftir forrréttind- unum sem fylgja því að vera ■ - .;■ ■ frjáls og óháð! Ótvíræðir kostir einlífisins Stöðugt fleiri konur, víðs- vegar um heiminn, velja þann kostinn að búa einar. Sá tími er runninn upp að það er ekki lengur litið á einhleypar konur sem ein- hvers konar undirmálsfólk í samfélaginu. Og sem betur fer er hugtakið „piparjóm- frú“ steindaull. Mundu að ástföngnu pörin sem þú öfundaðir rétt sem snöggvast úti í sumarnóttinni vakna upp daginn eftir við gráan hversdagsleikann rétt eins og þú. Konan á eftir að ergja sig yfir slæmum ósiðum eiginmannsins sem virðist ekki á nokkurs manns færi að venja hann af. Eg nefni bara sem dæmi óhreinu sokkana á stofugólfinu, tann- kremsblettina á speglinum og brauðmylsnuna sem þek- ur eldhúsborðið. Því þrátt fyrir að flestar okkar óski þess kannski innst inni að eiga eiginmann er margt sem mælir með ein- lífinu. Og við skulurn um- fram allt gæta þess að rugla ekki saman hugtökunum einmana og einhleypur. Við verðurn bara að kunna að notfæra okkur kostina við einlífið sem eru ótalmargir. Þú getur t.d. alltaf hlustað á tónlistina sem þér finnst skemmtileg. Þegar síminn hringir veist þú að það er verið að hringja í þig. Þú get- ur átt vini af gagnstæða kyn- inu án þess að eiga það á hættu að einhver verði af- brýðisamur. Þú getur farið úr hundleiðinlegum veislum þegar þér sýnist og þú þarft ekki að umgangast fólk sem þú alls ekki þolir, bara vegna þess að það eru æskuvinir hans. Minni kostnaður Það verður að viðurkenn- ast að það má ef til vill spara einhverjar krónur með því að búa með öðrum, en við skulum líka hafa það í huga að alls konar kostnaður fylg- ir karlmanninum á heimil- inu. Til dæmis meiri matar- kostnaður. Það er ekki ólík- legt að hann borði helmingi meira en þú og honum er lífsnauðsynlegt að eiga alltaf bjór í ísskápnum. Flestir karlmenn eru haldnir tækjadellu og eru stöðugt að endurnýja tölv- una sína. Auðvitað verða þeir að skipta um bíl annað hvert ár og hljómilutnings- tæki fimmta hvert ár. Allt þetta kostar peninga og í staðinn þarf að spara eitt- hvað annað. Einhverra hluta vegna kemur það oftast nið- ur á hlutunum sem þig lang- ar til að eignast. Hafðu sumarfríin einnig í huga. Einhleyp kona sleppur við þá kvöð að fara með eig- inmanninum í rándýra veiði- túra og getur þess í stað pantað sér ferð út í bláinn án minnsta samviskubits. Meira frjálsræði Kostirnir eru fleiri en margir halda. Ef þig langar að fara í veislu í ofurstutta pilsinu og háhæluðu sandöl- unum losnar þú við óþægi- legar athugasemdir og fýlu- legt augnaráð. Þú losnar líka við spurningar eins og : Ætl- ar þú virkilega að fara svona klædd? Þarftu endilega að mála þig svona mikið? Hvert ertu að fara? Með hverjum? Hvenær kemur þú heim? Þú getur farið út með vin- konum þínum og verið úti eins lengi og þú vilt án þess að hafa áhyggjur af því að honum leiðist einum heirna. Þú þarft ekki einu sinni að fara heim! Þú getur notið sumarsins og alls þess góða sem það hefur upp á að bjóða. Minna pjatt Daginn eftir er enginn sem rekur þig úr rúminu af því að þið höfðuð ákveðið að fara upp í sveit. Þú þarft ekki heldur að vakna snemma til þess að vera búin að fara í sturtu og anga eins og lótusblóm þegar hann nuddar stýrurnar úr augun- um. Þú þarft ekki að hlusta á nöldur um það hvernig þú hagaðir þér í veislunni í gær- kvöldi. Þú getur notið frí- dagsins og sofið eins lengi 22

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.