Vikan - 30.07.1999, Qupperneq 24
Texti: Halla Bára Gestsdóttir Myndir: Gunnar Sverrisson
Sigríður K. Guðmundsdóttir er 47 ára. Hún greindist með kr«i
Sigríður býr á Gilsá 1 í Eyjafjarðarsveit ásamt eiginmanni sínum. Vera hennar heima
undanfarin ár er þó styttri en vera á sjúkrahúsum og hún segist í raun eiga þrjú heimili,
á Gilsá, á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og á Kristnesspítala. Sigríður hefur háð erf-
iða baráttu við krabbamein í u.þ.b. 30 ár og ætlar ekki að láta undan sjúkdómnum.
Það eru veikindin sem
hafa einkennt líf Sigríð-
ar. Svo tekin séu dæmi
um rúm síðustu tvö ár þá hefur
hún verið lögð inn á sjúkrahús í
72 skipti og í gegnum tíðina
hefur hún farið í 40 skurðað-
gerðir, 11 þeirra það stórar að
þær tóku um 4-6 klukkustundir.
Framan af gekk Sigríður ein-
sömul í gegnum veikindin en
frá því að hún kynntist eigin-
manni sínum fyrir tíu árum,
Antoni Antonssyni tréskurðar-
meistara, hefur það breyst,
hann stendur með henni í einu
og öllu og léttir henni erfiðan
róður.
Sigríður er áskrifandi að Vik-
unni og fyrir nokkrum vikum
fannst henni eiginmaður sinn
eiga skilið að fá senda Rós Vik-
unnar. „Ég á mjög elskulegan
og góðan mann sem hefur sýnt
mér ástúð og umhyggju í veik-
indum mínum. Það hefur aldrei
gengið hnífurinn milli okkar,“
sagði hún í bréfi sínu til rit-
stjórnar Vikunnar. Fyrir
nokkrum vikum fékk Anton
sendan rósavönd heim að Gilsá
1. Bréf Sigríðar vakti athygli
sem og saga hennar af erfiðum
veikindum. Hún féllst á viðtal
við Vikuna fyrst og fremst til
þess að benda fólki á að gefa
ekki upp trúna á bata í veikind-
um sínum og lifa fyrir líðandi
stund eins og hún segir sjálf.
24 Vikan
Líður betur en í
mörg ár
Þegar blaðamaður og ljós-
myndari Vikunnar heimsóttu
Sigríði og Anton heim í sveitina
var Sigríður í stuttu helgarfríi.
Heimili þeirra að Gilsá 1 er inn-
arlega í Eyjafirði og þar ríkir sá
friður og ró sem Sigríður þarfn-
ast heima við til að geta hvílst
vel. Áður bjuggu þau í Reykja-
vík, á Grenivík og á Akureyri
en þau þurftu að flytja frá
Grenivík, þar sem þeim leið
annars mjög vel, því um langan
veg var að fara þyrfti Sigríður
skyndilega á sjúkrahús og erfitt
getur verið með samgöngur yfir
vetrartímann.
Síðustu þrjú árin hefur Sig-
ríður að langmestu leyti dvalið
á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak-
ureyri og á Kristnesspítala og
dvölin heima við er ávallt stutt
en mjög þarfleg. Lengsta dvöl
hennar heima hafa verið þrír
mánuðir en það var síðastliðið
sumar og milli lyfjameðferða
hjá henni. Það dregur þó ekki
úr henni kraftinn og hún er já-
kvæð. „Mér finnst ég eiga þrjú
heimili,“ segir hún. „Ég á alls
staðar mitt afdrep, ég fæ góða
aðhlynningu og það er hugsað
mjög vel um mig.“ Hún nefnir
sérstaklega lækninn sinn síð-
ustu 10 árin, Nick Cariglia, og
segir hann hafa hjálpað sér
mest af öllum fyrir utan Anton.
Nick sé einstakur maður og hún
sé ákaflega heppin að hafa
hann sem lækni.
Frá 1996 hefur barátta Sigríð-
ar og lækna við krabbameinið
einkennst af erfiðum lyfjameð-
ferðum. Á tveggja ára tímabili,
frá 1996 til 1998, fór hún í 18
sterkar lyfjameðferðir sem virk-
þjálfun hjá færum þjálfurum á
Kristnesspítala."
Krabbameininu haldið
leyndu í 10 ár
Sigríður var ekki nema 18 ára
þegar hún greindist með sjald-
gæft krabbamein í öðrum eggja-
stokknum en einungis þrjár
konur hafa greinst með þessa
tegund krabbameins hér á
landi. Sigrfður segir að þó hún
hafi greinst 18 ára gömul þá
hafi hún veikst miklu fyrr, jafn-
vel 13 eða 14 ára. Veikindin
hafi lýst sér á þann hátt að hún
hafi orðið mjög framsett, eins
I gegnum fíðina hefur Sigríður farið í 40
uðu á meinið sjálft en ákaflega
iila á líkamann þannig að lækn-
ar voru farnir að óttast um líf
hennar. Frá því síðasta haust
hefur hún fengið daufari lyf og
þegar viðtalið var tekið var Sig-
ríður að fara í 5 meðferðina þar
sem þess háttar lyf eru notuð.
Sigríður telur að þessi lyf verki
vel á hana. „Mér finnst ég finna
það á ýmsan hátt,“ segir hún.
„Ég er þróttmeiri og líður betur
en í mörg
ár. Það er
einnig
vegna
þess að ég
sæki mikla
sjúkra-
og ófrísk kona, og nánast af-
myndast líkamlega. Hún hafi
farið í rannsóknir og síðan þrjá
uppskurði þar sem tveggja kílóa
æxli á öðrum eggjastokknum
var tekið. Frumubreytingar í
fleiri líffærum hafi komið í ljós,
m.a. í legi og hinum eggja-
stokknum, og hún hafi því verið
skröpuð frá þind að lífbeini.
Sigríður var send í geislameð-
ferð eftir uppskurðina. Hún fór
í geisla í 30 skipti sem virkuðu
þvert á það sem ætlunin var, og
þau mistök voru gerð að hún
var sett í of sterka geisla sem
leiddu af sér örvefi á nokkrum
líffærum sem þurfti því að fjar-
lægja og einnig sködduðust í
IVIeö einuni al'sjiikraþjáll'urunuin síniuu, .lóhanni
Vali Ævarssyni. Á Kristncsspítala er Sigríöur í end-
urliætíngu ug liiín segir þá þjálfun hafa hjálpaö sér
nijiig niikiö ásamt nýju lyfjanieöferöinni.