Vikan


Vikan - 30.07.1999, Page 28

Vikan - 30.07.1999, Page 28
Ég hafði ætíð haft góða reynslu af nágrönnum. Þeir voru yfirleitt hjálpsamir og elskulegt fólk. Þegar ég flutti timabundið i nýja íbúð kynntist ég skelfilegri hlið á nágrönnum. Konan í kjallaran- um reyndi að brjótast inn í íbúðina og hótaði að drepa mig! Við hjónin seldum íbúð- ina okkar áður en við fengum þá nýju afhenta. Okkur fannsl við hafa himin höndum tekið þegar frænka mín, sem bjó úti á landi, hringdi og bauð okkur að búa í íbúð- inni sinni tímabundið. Við þáð- um boðið um leið. Við áttum eina dóttur sem var þriggja ára gömul og því þurftum við ekki mikið húsrými fyrir litlu fjöl- skylduna. Ibúðin var stórfín og í góðu hverfi í Reykjavík. Þetta var miðhæð í þríbýlishúsi en frænka mín átti alla húseignina. Skömmu áður en við fluttum inn var kjallarinn leigður út til útlendrar konu. Við fluttum inn að sumri til og ætluðum að fá að vera í íbúðinni í u.þ.b. sex mánuði. Fljót- lega kom í ljós að kon- an í kjallaranum átti dóttur á svipuðum aldri og okkar og þær að léku sér mikið saman. Þær virtust skilja hvor aðra þótt þær töluðu sitt hvort tungumálið. Nágranna- konan leit út fyrir að vera hin mesta gæðakona. Hún kom oft og spjallaði þegar ég var úti með stelpuna mína og leit stundum inn í heimsókn þegar hún var að ná í dóttur sína. Við urðum ekki vör við neitt óeðli- legt í kringum hana. Reyndar ræddum við stundum um hversu einmana hún hlyti að vera því sjaldan sáust gestir hjá henni. Það var helst að karl- menn kíktu í heimsókn til hennar og þá í mjög stutta stund. Frænka mín, húseigandinn, ákvað að selja húseignina með- an við bjuggum í húsinu. Þar sem hún bjó í þrjú hundruð kílómetra fjarlægð frá Reykja- vík samdist okkur um að við hjónin skyldum sýna íbúðina sem við bjuggum í og sjá um að sýna hinar íbúðirnar með sam- þykki annarra leigjenda. Stanslausar dyra- bjölluhringingar Við vorum ekki búin að sýna kjallarafbúðina oft þegar konan fór að haga sér undarlega er ég bankaði á dyrnar og lét hana vita af væntanlegum skoðend- um. Stundum sagði hún að hún vildi ekki sýna íbúðina og oft lét hún eins og enginn væri heima. Ég skildi ekki hegðun il og þar sem hún vildi ekki sýna íbúðina væri ég að hefna mín! Ég skildi engan veginn hvað hún átti við og í sakleysi mínu reyndi ég að leiðrétta þennan leiðilega misskilning. Ég væri ekki með lykla að íbúðinni enda ætti ég ekkert í húsinu. í þau skipti sem ég hefði sýnt íbúðina hefði ég látið hana vita um leið og fólkið hringdi og vildi fá að skoða. Ef hún hefði ekki verið heima hefði enginn farið inn í íbúðina hennar. Hún hélt nú ekki. Hún var með allt á hreinu varðandi mig, ég lægi á gluggunum og njósnaði um hana og svona hélt hún áfram með dylgjur og leiðindi. Ég ákvað að reyna að fara góðu leiðina og koma henni út því handasveiflurnar voru farnar að skelfa mig. Loksins tókst mér Mér fannst eins og mér hefði verið kippt inn íamer íska spennumynd og ég væri fórnarlambið. Ég var farin að verða mjög hrædd um líf mitt. Sá ekki al- veg fyrir hvernig harmleikurinn myndi enda. hennar og lét áhyggjur mínar í ljós við frænku mína næst þegar hún kom í heimsókn. Það var svo eitt sumarkvöld að ég var ein heima. Maðurinn minn var við vinnu fram eftir kvöldi og dóttir mín var sofnuð enda klukkan að ganga ellefu. Fólkið á efstu hæðinni var í sumarfríi erlendis. Skyndilega var þögnin rofin með mörgum og löngum dyrabjölluhringing- um. Ég þaut fram í forstofu og þar stóð vinkonan í kjallaranum og augun gneistuðu af reiði. Áður en ég gat heilsað hellti hún sér yfir mig og mér skildist á henni að hún væri að saka mig um þjófnað. Ég tala og skil ensku ágætlega en orðaflaum- urinn var þvílíkur að ég átti í mesta basli með að skilja sam- hengi orða hennar. Hún var þess fullviss að ég væri með Iyk- að loka dyrunum. Um leið henti hún sér á hurðina og end- aði í forstofunni. Konan var al- veg stjörnuvitlaus yfir því að ég hefði ekki viljað hlusta. Hún ætlaði bara að hringja á lögregl- una og láta taka mig fasta fyrir þjófnað. Ég vissi ekkert hvað ég átti til bragðs að taka. Ég bauð henni síma, hún gæti hringt á lögregluna ef hún vildi. Vinkon- an henti símanum í gólfið og strunsaði út. Ég var farin að pirrast á blessaðri konunni og hringdi í manninn minn og bað hann að koma strax heim og hjálpa mér að eiga við hana. Ég botnaði ekki í þessari hegðun. Konan leit ekki út fyrir að vera undir áhrifum áfengis. Þar sem ég er græskulaus í eðli mínu hafði ég ekki grun um hvernig fólk getur látið undir áhrifum eiturlyfja. Barnið skilið eftir Fimm mínútum seinna hringdi blessuð dyrabjallan enn og aftur. Fyrir utan hurðina stóðu tveir fflefldir lögreglu- þjónar og spurðu hvort ég hefði óskað eftir nærveru þeirra. Ég neitaði því en sagði þeim sög- una af nágrannakonunni og hennar ímyndunum. Á meðan kom maðurinn minn heim og hlýddi á framhaldssöguna sem var orðin nokkuð skrautleg. Ekki leið á löngu þar til konan kom klæðalítil upp tröppurnar og öskraði: Af hverju er ekki búið að handtaka hana? Og benti á mig. Hún las upp langan lista yfir hluti sem ég átti að hafa tekið úr íbúðinni. Lögregl- an hlustaði á konuna en sá fljót- lega að hún var hreinlega sturluð, það var ekki heil brú í neinu sem hún sagði. Hún varð sífellt æstari og skyndi- lega öskraði hún að núna skyldi hún drepa mig! Mér var farið að líða virkilega illa og ungu lög- regluþjónarnir voru af- skaplega þolinmóðir við að reyna að tala konuna til. Litla dóttir hennar vaknaði við lætin og kom út á náttfötun- um hágrátandi. Áður en stelpan var komin upp tröppurnar reyndi konan að slá til mín. Lögreglan stoppaði hana og spurði hvað hún væri eiginlega að gera. Vinkonan trylltist og fór að slá, sparka og bíta lög- regluþjónana. Þeir reyndu að handjárna hana ojj þá varð hún ennþá brjálaðri. Á endanum var hún bæði sett í hand- og fót- járn. Litla barnið stóð berfætt í náttkjólnum einum klæða og horfði á móður sína flutta inn í lögreglubfl. Ég mun aldrei skilja af hverju lögregluþjónarnir skildu bless- að barnið eftir hjá okkur. Þegar þeir voru sestir inn í lögreglu- bílinn og ætluðu að aka í burtu spurðum við hvort þeir tækju 28 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.