Vikan - 30.07.1999, Qupperneq 29
ekki barnið og kæmu því fyrir á
viðeigandi stað. Þeir svöruðu
engu og spurðu hvort hún
mætti ekki vera hjá okkur og
óku af stað. Sem betur fer sef-
aðist stúlkan fljótt, hún þekkti
okkur vel. Við hringdum niður
á lögreglustöð til að tilkynna að
hjá okkur væri barn sem við
héldum að ætti að vera í hönd-
um annarra aðila. Gamli lög-
reglumaðurinn sem svaraði í
símann ætlaði að athuga málið.
Stuttu seinna hringdum við aft-
ur til að forvitnast um gang
mála. Þá fréttum við að konan
varla heyrðist mannsins mál á
miðhæðinni. Um svipað leyti
var dyrabjöllunni hringt og ekki
þrýst á hnappinn einu sinni
heldur var honum haldið inni.
Ég heyrði líka að konan tautaði
í sífellu: Ég ætla að drepa þig!
Það hvarflaði ekki að mér að
fara til dyra því ég fann hversu
hrædd ég var orðin við þessa
nágrannakonu mína. Mér
fannst ég sjá geðveikis-
glampann í augum hennar og í
rauninni trúði ég henni til alls.
Ég hringdi í manninn minn
og hann kom. Um leið og hún
„Á meðan hann fór í burtu til að færa bílinn
heyrði ég skyndilega brothljóð og hrópað inn
um brotinn forstofuglugga: Ég drep þig!“
hefði flúið út af lögreglustöð-
inni um leið og járnin voru los-
uð af henni og þeir misstu
hana! Og hvað ætlið þið að gera
núna? spurði maðurinn minn.
Bíðum við ekki bara róleg? var
eina svarið sem hann fékk. Við
fengum bæði hnút í magann.
Auðvitað kæmi hún brjáluð þar
sem barnið var inni á okkar
heimili. Við höfðum engan
lagalegan rétt til að halda því
hjá okkur. Konan hafði allan
réttinn sín megin þar sem lög-
reglan hafði ekkert afhafst í
máli barnsins.
Um leið og maðurinn minn
lagði símann á var sparkað af
alefli í útidyrahurðina og öll
þau verstu fúkyrði sem hægt er
að ímynda sér fylgdu í kjölfarið.
Maðurinn minn fór fram í
forstofu með stelpuna, sem
varð auðvitað stjörf af hræðslu
við að heyra í mömmu sinni í
þessum ham, og afhenti hana.
Konan ætlaði að ryðjast inn
en fékk ekki svigrúm til þess.
Henni var ýtt út.
Klukkan var langt gengin í
þrjú um nóttina þegar friður
komst á í húsinu. Þegar við fór-
um að sofa vonuðumst við til að
þessum kafla í nágrannasam-
skiptunum væri lokið. Því fór
fjarri. Martröðin var rétt að
byrja.
Lögreglan villtist!
Morguninn eftir fór maður-
inn minn í vinnuna um áttaleyt-
ið. Hann var varla búinn að
keyra út götuna þegar hávær
tónlist tók að hljóma úr kjallar-
anum. Hún var svo hátt stillt að
sá bílinn koma inn götuna
stökk hún niður í kjallara. Þeg-
ar hann kom inn, heyrði tónlist-
ina og fékk að vita hvað hafði
gerst ákváðum við að hringja í
lögregluna. Við vorum farin að
óttast þessa konu ískyggilega.
Við biðum og biðum eftir lög-
regluþjónunum en uðrum
einskis vör.
Þar sem konan fylgdist
greinilega með ferðum manns-
ins míns ákvað hann að færa
bílinn og leggja honum þar sem
hún sæi hann ekki.
A meðan hann fór í burtu til
að færa bflinn heyrði ég skyndi-
lega brothljóð og hrópað inn
um brotinn forstofuglugga: Ég
drep þig!
Sem betur fer liðu fáar sek-
úndur þangað til maðurinn
minn var sjáanlegur við húsið
og konan þaut sem eldibrandur
niður í kjallara. Mér fannst eins
og mér hefði verið kippt inn í
ameríska spennumynd og ég
væri fórnarlambið. Ég var farin
að verða mjög hrædd um líf
mitt. Sá ekki alveg fyrir hvernig
harmleikurinn myndi enda.
Lögreglan lét ekki sjá sig og
eftir u.þ.b. fimmtán mínútur
hringdum við aftur. Þar sat
gamall lögregluþjónn fyrir svör-
um og sagði að það væri nú gott
að við hringdum. Lögregluþjón-
arnir sem voru sendir á vett-
vang fundu ekki húsið. Þeir
væru áreiðanlega með rangt
heimilisfang! Ég þakkaði mínu
sæla fyrir að ungfrúin var ekki
með hnífinn á hálsinum á mér
þegar hringt var í fyrsta skipti.
Eftir taugatrekkjandi bið létu
þessir blessaðir lögregluþjónar
sjá sig. Að sjálfsögðu var vin-
konan á bak og burt og búin að
lækka í útvarpinu. Þeir gátu
ekkert aðhafsl
þrátt fyrir að hún
hefði brotið for-
stofugluggann.
Ekki gátu þeir
ráðist inn til
hennar. Stjórnar-
skráin verndar
heimilin með lög-
um um friðhelgi
heimilisins. Kon-
an ansaði auðvit-
að ekki þegar
þeir reyndu að fá
hana út til að
ræða við sig.
Þetta voru mín
fyrstu og einu af-
skipti sem ég
hafði haft af lög-
reglunni og þau
lofuðu ekki góðu.
Reyndar var einn
afskaplega elsku-
legur lögreglu-
þjónn í þessum
ágæta hóp sem
hafði villst. Hann
virtist vera sá eini
sem lagði sig
fram við að leysa
málið. Hann
ákvað að þeir
skyldu láta líta út
sem þeir færu en í
rauninni fela sig
og vera tilbúnir þegar hún réð-
ist næst til inngöngu.
Það liðu varla fleiri en þrjár
mínútur frá því þeir yfirgáfu
garðinn þar til tónlistin var
komin á háu tónana og byrjað
að djöflast á dyrabjöllunni. I
þetta skipti náðist hún og var
færð til yfirheyrslu lögreglu.
Við vorum orðin frekar óör-
ugg eftir viðburðaríkan sólar-
hring. Við fluttum tímabundið
úr íbúðinni því við vissum ekki
hvað konan yrði lengi í haldi
lögreglu. Við fengum nýju íbúð-
ina fyrr en við bjuggumst við
þannig að ekki reyndi meira á
sambúðina við nágrannann í
kjallaranum.
Seinna frétti ég að blessuð
konan hefði verið lögð inn á
geðdeild og félagsmálayfirvöld
tekið barnið að sér. Sannleikur-
inn í málinu var sá að hún var
mikill eiturlyfjaneytandi og
faldi víst eiturlyf um alla íbúð.
Mennirnir sem kíktu í heim-
sókn voru sölumenn en hvernig
hún fjármagnaði kaupin veit ég
ekki og vil ekki vita það. Þenn-
an dag fann hún ekki einhver
efni sem hún leitaði að og var
búin að ákveða að ég hefði tek-
ið þau frá sér.
Sennilega hefur hún verið á
einhverjum ofskynjunarlyfjum
þegar ofsóknirnar hófust.
Henni var gert að yfirgefa land-
ið eftir að hún kom út af geð-
deild.
Hún bað frænku mína að
segja mér að sér fyndist mjög
leiðinlegt að hafa gert mér
þetta ónæði. Hún vissi ekki sjálf
af hverju hún hafði lagt svona
mikið hatur á mig. Hún vildi fá
að hitta mig en ég hafði engan
áhuga á því.
Sem betur fer tókst henni
ekki ætlunarverkið en hún við-
urkenndi bæði fyrir lögreglu og
öðrum að hún hefði ætlað að
drepa mig. Ég fæ gæsahúð í
hvert skipti sem ég hugsa til
þess: Hvað ef hún hefði komist
inn í íbúðina?
Lesandi segir Margréti V. Helgadóttur sögu sína
Vilt þú deila sögu þinni meó okkur? Er eitthvaö sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi
þínu? Þér er velkomið aö skrifa eöa hringja til okkar. Viö gætum fyllstu nafnleyndar.
Ileiniilisf'ungiö er: Vikun
,,Lífsreynslusa}»a“, Seljavegur 2,
101 Reykjavík,
Neffang: vikan@f'r«di.is