Vikan


Vikan - 30.07.1999, Síða 31

Vikan - 30.07.1999, Síða 31
getur þú alla vega litið út fyrir að h a f a grennst. skyldi bera á efst við kinn- beinið. Viðhorf Það er hægt að vera glæsi- legur og líta vel út þótt mað- ur sé ekki tágrannur. Að- dráttarafl og sjarmur kvenna er huglægs eðlis og þar af leiðandi sálrænn þátt- ur. Ef þú hefur örugga og frjálslega framkomu þá get- ur þú bókað að lítilvæg at- riði á borð við nokkur aukakíló hverfa eins og dögg fyrir sólu. Þú getur breytt útliti þínu til betri vegar með því að bera þig vel og skiptir þá engu hvað blessuð vigtin hefur um mál- ið að segja. Stattu bein í baki, færðu herðablöðin nær hvort öðru, lyftu upp brjóst- kassanum og þú munt sjá virkilegan mun. Maginn dregst þá frekar inn á við og brjóstin virka stinnari. Með því að vera stolt af líkama þínum og bera þig með reisn er engu líkara en þú hafir misst alla vega fimm kfló. Að auki mun þér sjálfri líða miklu betur. Að missa fimm kíió af raunverulegri líkams- þyngd Jólasveinninn er ekki til. Það er heldur ekki hægt að missa fimm kfló á einum degi. Fólk ætti ekki að missa meira en 1% af líkamsfitu sinni á viku. Flér koma nokkur ráð til að hafa á bak við eyrað: Borðaðu minna en þú ert vön af fitu og kolvetnum, sterkju og sykri en þú ert vön. Fáðu þér ávöxt í staðinn fyrir súkkulaði eða smáköku. Fáðu þér frekar lax í kvöldmatinn en pasta. Notaðu ólífuolíu þegar þú ert að matbúa en slepptu alveg smjöri og smjör- líki. Borðaðu meira af græn- meti. Grænmeti er hitaein- ingasnauð fæða og stútfullt af næringarefnum. Þjálfaðu líkamann reglu- lega. Ef þú æfir nú þegar þá skaltu smám saman gera æfingarnar erfiðari en ekkiauka tímann sem fer í æfing- arnar. Lyftu lóð- um. Vöðvar brenna fleiri hitaeiningum en fita! Vertu raunsæ, sér- staklega gagnvart lær- unum sem virðist vera eins konar fitugeymsla hjá konum. Lærafitu er oft erfitt að losna við og það tekur bæði tíma og þolinmæði að losna við þann vanda. Varúð Þetta ættu allir að vita en sakar ekki að minna á: Reyndu ekki að grennast. of hratt. Þá ruglar þú brennslukerfi líkamans og hættir fljótlega að léttast. Ekki borða undir 20 grömmum af fitu á dag. Lík- aminn verður að fá ein- hverja fitu. Þú skalt heldur ekki fara niður fyrir 1200 hitaeiningar. Ekki stóla á megrunarpill- ur, megrunardrykki og aðrar álíka gáfulegar töfralausnir. Margt af þessu inniheldur mikið magn af koffíni sem getur gert þig pirraða í skapi og hækkað blóðþrýstinginn. Það sama gildir um „megrunarte“ sem oft inni- halda hægðalosandi efni. Þú átt þá á hættu að fá óþægi- lega magaverki og niður- gang. Borðaðu alla vega tvær máltíðir á dag og ekki sleppa morgunmatnum. Léttur morgunverður, mat- armikill hádegisverður og léttur kvöldverður er besta uppskriftin ef þú vilt léttast. Svartur litur grennir konur mest og er mun sterkari leikur en glannaleg tísku- föt í skærum litum. ÞÚ GETUR KENNT HONUM AÐ BRJÓTA SAMAN ÞVOTTINN MEÐAN HANN HORFIR Á SJÓNVARPIÐ! Hagar karlmaðurinn á heimilinu sér eins og álfur út úr hól þegar þú biður hann um að taka að sér hluta heimilisstarfanna? Ekki vera fúl út í hann. Það getur vel verið að hann reyni að leggja sig allan fram en kunni einfaldlega ekki til verka. Það er staðreynd að heilastarfsemi karla og kvenna er að mörgu leyti mjög ólík og heili elskunnar þinnar er þróaður til þess að gera og skilja einn hlut í einu. Ellen Sue Stern, höfundur bókarinnar He Just Doesn't Get It. segir að við konurnar getum beitt smá kænsku til þess að gera okkur sjáanleg- ar, heyranlegar og skiljanleg- ar og kennt körlunum til verka. Vertu ákveðin Óþarfa málalengingar rugla hann í ríminu. Gefðu honum gagnorð og nákvæm fyrirmæli. Eitt verkefni í einu Sumar konur gefa eigin- mönnum sínum langa lista yfir allt það sem þarf að gera. Stern segir slíka lista af hinu illa og þeir séu til þess eins fallnir að karlmannin- um fallist hendur. Gefðu honum þess í stað eitt verk- efni í einu. Mundu eftir að hrósa honum fyrir það sem vel er gert. Sýndu honum hvar hlutirnir eru geymdir Ef þú biður hann að hreinsa baðkarið er ólíklegt að hann geti fundið réttu hjálparmeðölin og gefist einfaldlega upp áður en hann byrjar. Hann hefur enga afsökun ef þú byrjar á því að sýna honum hvar hlutina er að finna. Veldu rétta tímann Ekki tala um neitt sem rnáli skiptir þegar hann er að horfa á fótboltann í sjónvarp- inu, það er ólíklegt að hann heyri til þín. Gættu þess líka að ná athygli hans óskiptri áður þú biður hann t.d. að ná í fötin þín í hreinsun. Vikan 31

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.