Vikan - 30.07.1999, Síða 44
Framhaldssagan
HÆTTULEGUR LEIKUR
Leiknum lauk síðar en
Mac átti von á og
hann ók hratt að
Valley Road númer sautján.
Hann lagði bílnum í inn-
keyrslunni, hljóp upp tröpp-
urnar og hringdi dyrabjöll-
unni. Gena var örugglega
orðin öskureið!
Hann brosti til konunnar
sem opnaði dyrnar. Ég heiti
Mac McDermott. Konan
mín er víst hérna.
Ég heiti Viktoría Louisa.
Gakktu í bæinn.
Hann gekk á eftir henni
inn ganginn og inn í stofu.
Hvar er hún?
Hún er niðri. Hún er enn-
þá að skoða bækurnar. Má
bjóða þér drykk meðan þú
bíður?
Hún hellti rauðum vökva í
glas og rétti að honum.
Nei takk, ég drekk aldrei
púns. Hann fór fram á gang-
inn og að kjallaradyrunum.
Það er kominn tími til að við
Gena komum okkur heim.
Það lítur út fyrir að þú rat-
ir hér í húsinu? sagði Vikt-
oría.
Hann leit undrandi í
kringum sig. Já, þú segir
nokkuð.
Farðu bara á undan, sagði
Viktoría.
Hún var alveg á hælunum
á honum og þegar hann var
kominn alla leið niður mið-
aði hún á hann byssunni.
Hún skipaði honum að
leggjast á grúfu. Svo lyfti
hún kylfunni sem hún hélt á
í hinni hendinni og sló hann
í höfuðið eins fast og hún
gat.
Hvert þó í heitasta! Rusty
hafði þá rétt fyrir sér eftir
allt saman, hugsaði Mac
með sjálfum sér áður en
hann missti meðvitund.
Þrátt fyrir að það væri
sunnudagur var Rusty mætt-
ur heim til Viktoríu klukkan
níu um morguninn og vann
til klukkan hálffjögur. Þá fór
hann beint heim til Rae.
Ertu búinn að kanna allan
listann? spurði hún.
Hann tók blað upp úr vas-
anum. Paul Winger rekur
bar í Fíladelfíu. Stanley
Freemont er eiturlyfjaneyt-
andi og þjófur og er um
þessar mundir í fangelsi.
Malcolm er giftur og á fjög-
ur börn og býr á bóndabæ í
Vermont.
Þá getum við útilokað
þau, sagði Rae.
Og Nicholas Stillano er
trúboði hjá sértrúarsöfnuði
og kallar sig nú „faðir Stilla-
no“.
Hvernig fórstu að því að
grafa þetta upp?
Ég talaði við Brad Kagan.
Hann er nýútskrifaður lög-
fræðingur og vinnur á lög-
mannsstofu frænda síns.
Það er víst fátt sem hann
getur ekki komist að. En
eiginlega erum við engu nær.
Rae hikaði og Rusty leit á
hana. Um hvað ertu að
hugsa?
Hún andvarpaði. Rósalíu
Salino. Þið vinirnir gerðuð
henni víst lífið leitt.
Rusty hristi höfuðið.
Hvernig ætti hún að geta
ráðið við Bobby? Eða
kraftakarl eins og Sam? Nei,
hún kemur ekki til greina.
Þú hefur líklega rétt fyrir
þér, tautaði Rae. En þú ættir
nú að hringja aftur í Brad og
spyrja hann hvort hann geti
komist að því hvar hún
heldur sig.
Brad? Þetta er ég aftur.
Má ég kvabba svolítið meira
á þér?
Að hverjum leitar þú nú?
Rósalíu Salino. Hún var
með okkur í skóla.
Ég man eftir henni. Okk-
ur var einu sinni boðið heim
til hennar. Þú heldur þó ekki
að hún ... nei, það getur ekki
verið, sagði hann og hló.
Hvað veit maður? Alla
vega væri gott að vita hvar
hún býr núna.
Veist þú hvort hún er eitt-
hvað skyld Theresu og Alex
Salino?
Ég hef ekki hugmynd um
það. Kannski þau séu for-
eldrar hennar?
Þá sting ég upp á því að
þú talir við Agnesi Mills.
Hún fær nefnilega ávísun
mánaðarlega úr einhverju
sem heitir Salino-sjóðurinn.
Ég get eflaust komist að ein-
hverju fleiru á skrifstofunni
á morgun, en þú getur byrj-
að á því að tala við Agnesi.
Rusty lagði á og teygði úr
sér. Auðvitað vissi Agnes
Mills hvar Rósalía var niður-
komin. Að hann skyldi ekki
hafa látið sér detta það í
hug!
Agnes Mills hataði sunnu-
daga. Ekki það að aðrir dag-
ar vikunnar væru eitthvað
spennandi, en sunnudagarn-
ir virkuðu sérstaklega langir
og einmanalegir. Venjulega
fór hún í göngutúr á sunnu-
dögum en annars gerði hún
lítið annað en að sitja við
gluggann og fylgjast með
húsinu á móti, í þeirri von
að koma auga á Rósalíu.
Það kæmi eflaust að því
að Rósalía þyrfti á huggun
að halda og þá kæmi hún
vafalaust til Agnesar.
Allt í einu hringdi dyra-
bjallan. Þetta skyldi þó ekki
vera Rósalía? Agnes flýtti
sér til dyra. Fyrir utan stóð
Rusty Erlich og með honum
var hugguleg, ung kona.
Megum við trufla þig að-
eins? spurði Rusty. Þetta er
vinkona mín, Rae Lemkin.
Konan brosti til hennar og
Agnes kinkaði kolli. Komið
þið inn.
Rae og Rusty settust í
sófann og Agnes settist á
stól við gluggann.
Okkur langar til að spyrja
þig um Rósalíu Salino, sagði
Rusty. Veist þú hvar við get-
um haft uppi á henni?
Ég held að hún búi í New
York. Ég hef ekki verið í
sambandi við hana síðan
hún flutti að heiman. Ég
leigði bara herbergi í húsinu
og hafði ekki svo mikið af
henni að segja. Við þekkt-
umst varla.
Svo þú veist þá ekki hvort
hún er væntanleg hingað á
næstunni?
Agnes dæsti. Hún hefði
varla farið að selja húsið ef
hún ætlaði sér að koma aft-
ur?
Nei, líklega ekki.
Má ég spyrja hvers vegna
þið þurfið að ná sambandi
44 Vikan