Vikan - 30.07.1999, Side 47
Hann kinkaði kolli.
Gætir þú hugsað þér að
hafa svona herbergi heima
hjá þér?
En sú spurning! svaraði
Rusty pirraður.
Fyrirgefðu, sagði hún.
Þetta var heimskuleg spurn-
ing.
Hann rétti úr sér. Ég
meinti það ekki svoleiðis,
sagði hann. Það er bara svo
margt sem er að angra mig.
Eins og hvað?
Nokkrir vinir mínir eru
horfnir sporlaust.
En hræðilegt, sagði hún.
Heyrðu, ég ætla að halda
veislu á föstudaginn. Ég ætla
að vígja leikherbergið.
Langar þig ekki til þess að
koma? Það getur vel verið
að þú getir krækt þér í við-
skiptavini í veislunni þegar
gestirnir sjá hvað þér hefur
tekist vel upp með herberg-
ið.
Því miður, ég er upptekinn
á föstudaginn.
Er ekki vinnan þess virði
að fórna einu kvöldi?
Fyrir viku hefði hann ekki
slegið hendinni á móti tæki-
færi til þess að krækja sér í
nýja viðskiptavini en ekkert
gat fengið hann til að breyta
áætluninni fyrir þennan
föstudag! Hann og Rae voru
búin að panta borð á
Chateau, notalegum, litlum
veitingastað í New Hamps-
hire. Og þau höfðu lofað
hvort öðru að hugsa ekki
um neitt leiðinlegt allt
kvöldið, ekki minnast á
horfna vini og bilaðar
bremsur!
Rusty!
Hann hrökk við og leit
hissa á Viktoríu.
Hvað er að þér, sagði hún.
Ég var að bjóða þér í veisl-
una mína! Ég var að segja
að...
Þú heyrðir hvað ég sagði,
Viktoría. Ég er upptekinn.
Hún sneri sér við og gekk
að dyrunum.
Bíddu aðeins ... Hann
stakk hendinni í buxnavas-
ann, náði í umslag og
kastaði því til hennar. Hér
eru lyklarnir að herberginu.
Pabbi Macs hringdi í
Rusty á fimmtudagskvöld-
inu. Lenny McDormatt hér,
sagði hann. Hvað er eigin-
lega í gangi? Þú ert allt í
einu kominn með leyninúm-
er, það var bara einstök
heppni að ég mundi nafnið á
fyrirtækinu þínu.
Systir mín var alltaf að fá
dularfullar upphringingar,
útskýrði Rusty.
Ég held bara að heimur-
inn sé að ganga af göflunum,
sagði McDermott.
Þú ert þá búinn að frétta
að því að Bobby er horfinn
og stelpurnar líka?
Þú getur bætt tveimur við
á þennan lista. Mac og
Genu!
Hvað? Ég sem talaði við
Mac á laugardagskvöldið.
Og síðan hefur enginn
heyrt í honum. Hann mætti
ekki í vinnuna á mánudag-
inn og ég hélt að Gena væri
komin á fæðingardeildina.
En svo kom hann heldur
ekki í gær og þá fór ég heim
til þeirra og kom að tómu
húsinu. Það þarf enginn að
segja mér það að þau hafi
allt í einu ákveðið að fara í
frí! Gena á von á sér ein-
hvern næstu daga.
Ég þykist þess viss að þú
sért búinn að hafa samband
við lögregluna?
Auðvitað! Ég talaði við
lögreglustjórann, ég er bú-
inn að þekkja hann síðan
við vorum guttar, og hann er
búinn að setja þrjá lögreglu-
menn í rnálið. Einhver ná-
ungi sem heitir Spanski
stjórnar rannsókninni, en ég
veit svo sem ekki hvað þeir
geta gert!
Ég er hræddur um að þú
kornir að tómum kofanum
hjá mér, sagði Rusty. Það
eina sem ég veit er að þegar
ég talaði við Mac á laugar-
daginn sagði hann mér að
Gena væri á barnabóka-
kynningu. En ég hef ekki
hugmynd um hvar.
Það er ekki ofsögum sagt
að ég hlakka til annað
kvöld! sagði Rusty við Rae.
Hann var búinn að hringja í
marga af gömlu bekkjarfé-
lögunum ef ske kynni að
eitthverjir þeirra hefðu rek-
ist á Bobby og hina félag-
ana.
Rae stóð fyrir aftan hann
og nuddaði á honum axlirn-
ar og hann slakaði á eitt
andartak. Svo stóð hann
upp og gekk að glugganum.
Þetta er alveg að gera út
af við mig! Sagði ég þér að
ég er farinn að keyra Carol í
skólann á morgnana? Og ég
þori varla að hleypa henni
einni út úr húsinu. Ég hringi
í hana á klukkutíma fresti úr
vinnunni. Um daginn fór
hún til vinkonu sinnar sem
býr hérna í götunni og ég
þorði ekki annað en að
fylgja henni. Og í gær, eftir
að pabbi Macs hringdi...
Hvað þá? spurði Rae ró-
lega.
Hann dró djúpt að sér
andann. Þegar þú varst búin
á kvöldvaktinni í gær beið
ég á bílastæðinu við sjúkra-
húsið og ók á eftir þér. Ég
vildi vera viss um að þú
kæmist óhult heim.
Af hverju talaðir þú ekki
við mig?
Mér leið eins og fífli, sagði
hann vandræðalega.
En það ert þú svo sannar-
lega ekki, sagði hún og tók
utan um hann.
Halló, svaraði syfjuleg
rödd í símann.
Elaine, þetta er Viktoría.
í augnablik var þögn á
hinum endanum. Síðan
sagði Elaine: Veistu hvað
klukkan er? Hún er tvö eftir
miðnætti! Er eitthvað að?
Nei, alls ekki. Ég hringi
bara til þess að minna þig á
veisluna á morgun?
Ég er ekki búin að gleyma
henni.
Hefur þú tök á því að
koma svolítið snemma. Svo
þú getir hjálpað mér áður en
gestirnir koma.
Ég loka búðinni ekki fyrr
en klukkan sex, en ég get
verið komin til þín um
sjöleytið. Er það í lagi?
Fínt. Þú gleymir því ekki?
Auðvitað ekki. Viltu að ég
komi með eitthvað með
mér?
Nei. Hvað finnst þér ann-
ars best að drekka? Fyrir
utan bjór?
Þú spyrð undarlegra
spurninga um miðja nótt.
Hún hugsaði sig um. Mér
finnst best að drekka Haf-
golu. Það er kokkteill sem
er búinn til úr vodka, trönu-
berjasaft og greipaldinsaft.
Hvað er eiginlega að Vikt-
oríu? hugsaði Elaine þegar
hún lagði á. Að vekja hana
um miðja nótt til þess að
spyrja hvað hún vildi
drekka. Fyrr mátti nú vera!
Vikan 47