Vikan


Vikan - 30.07.1999, Side 48

Vikan - 30.07.1999, Side 48
Sumarverkefnin eru svo Höfundur: María Solveig Héðinsdóttir Spennandi Sumarið er tími sælu og fjölbreytni. Fólk drífur sig af stað og allir reyna að njóta tilverunnar. Það er afskaplega nrismunandi hvað fólk tekur sér fyrir hendur ef það ætlar að njóta sumartilverunnar. Eitt er víst, af nógu er að taka og eins og alltaf sannast gamla máltækið: Sá á kvölina sem á völina. Ákveðin verk í húshaldinu eru sumarverk. Borið er á glugga og garðpalla, reittur arfi og grasið slegið. Ekki má gleyma að sópa stéttina, þrífa ruslafötuna (þessa stóru svörtu - gott að sótthreinsa hana einu sinni á ári). Málningarpenslar eru gjarnan drifnir fram og svo er að taka til í bílskúrnum, geymslunni og skápunum. Gróðursetning og ýmislegt snurfus í kringum gróður tilheyrir líka sumrinu. Þetta er nú bara lítið brot af sumarverk- efnunum því að öll þau alnauðsynlegustu eru enn ótalin. Grillveislurnar með öllu til- heyrandi (sól í sinni, brjóstbirtu, góðum félagsskap og einhverju matarkyns með), hjóla- túrarnir, sundferðirnar, göngutúrarnir og spjallið í kvöldkyrrðinni er hluti af sumartil- finningunni. Ferðalög tilheyra líka sumrinu. Sumir fara í eitt stórt ferðalag, aðrir fara í eitt lítið, nú eða þá mörg lítil, já eða þá mörg stór. Svo eru sumir sem sleppa því bara að fara í ferða- lög. Útilegurnar eru stór hluti af íslensku sumartilfinningunni. Undanfarin 20 ár hef ég yf- irleitt farið í útilegu um hverja helgi. Ég fer yfirleitt alltaf á sama staðinn. Þar þekki ég mig mjög vel, ég veit alveg að hverju ég geng og veðurgyðjurnar hafa engin áhrif á mig. Á þessum stað finnst mér gott að gista og hreinlætisaðstaða er alveg stórfín. Mér líður mjög vel á þessum stað og í raun- inni vildi ég gjarnan geta verið þar miklu meira. Þessi draumastaður minn er reyndar heimilið mitt, þangað hef ég farið í „útilegur“ sumarsins og það er alveg meiri háttar að vera þar um verslunarmannahelgina. Reyndar má segja að lítið fræðist maður um land og þjóð með því að vera bara heima hjá sér, en ég segi nú bara til hvers að vera að fræðast um land og þjóð, ef þú þekkir ekki heimilið þitt og þá sem þar búa. Ég þekki marga sem eru mjög duglegir að fara í útilegur. Pinklar og pjönkur eru tínd út í bíl föstudag eftir föstudag. Haldið er út í guðs græna náttúruna og gist í tjaldi, eða öðrum þar til gerðum gistigræjum. Ekki veit ég hvort það er innibyggð leti eða hrein og klár ómennska af minni hálfu, en þannig útilegur finnst mér hálf óspennandi. Hrollurinn fer ekki úr manni alla helgina og búskapurinn í útilegum er nú eiginlega hall- ærisbúskapur (alla vega fyrir þau okkar sem eru fyrir flísalögðu klósettin!) Öll næsta vika fer síðan í að þvo og þurrka útilegugræjurnar og þá er hægt að leggja í hann aftur á föstudegi. Já, sumir eru seigari en aðrir. Sumarið er greinilega tími útleganna. Til að njóta íslenska sumarsins með sínum björtu nóttum er gott að fara í einhvers konar útilegu - og hver og einn á örugglega sinn draumastað til að fara á. 48 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.