Vikan - 30.07.1999, Síða 54
Systir mín stal kærasta
egar ég var við há-
skólanám í Þýskalandi
kynntist ég yndislegum,
þýskum manni og varð yfir mig
ástfangin. Hann var óvenjulag-
legur og glæsilegur maður.
Einn af þeim sem allir taka eft-
ir. Auk þess áttum við einstak-
lega vel saman. Við vorum að
læra sama fagið, höfðum mik-
inn áhuga á útivist og ferðalög-
um og gátum strax leyst öll
ágreiningsmál með því að tala
saman. Við bjuggum saman í
þrjú ár meðan á náminu stóð
en að því loknu komum við
hingað heim til íslands og ætl-
uðum að gera tilraun til að
hasla okkur völl í faginu hér á
landi. Ég fékk fljótlega vinnu en
honum gekk verr. Fáir íslend-
ingar tala þýsku og enskan
hans var ekki það góð að
mönnum þætti þægilegt að
ræða flókin fagatriði við hann á
því máli. Ég reyndi að hjálpa
með því að túlka og að lokum
var hann ráðinn á sama vinnu-
stað og ég vann á.
Fljótlega eftir að við settumst
hér að tók ég eftir því að systir
mín gaf sig mikið að kærasta
mínum. Við höfðum heimsótt
fjölskyldu mína í skólafríum
nokkrum sinnum áður en við
komum alkomin heim en þá
hafði hún aðeins sýnt honum
vinsemd og áhuga, ekkert í lík-
ingu við þá athygli sem hún
veitti honum nú. Ef við komum
í heimsókn til pabba og
mömmu var eins og ég væri
ekki til, aðeins hann. í hvert
sinn sem hann settist niður
kom hún sér fyrir við hliðina á
honum og hóf samræður. Hún
skammtaði honum á diskinn í
matarboðum í stað þess að
láta mömmu um það og hljóp
gjarnan eftir einhverju sem hún
taldi að hann vantaði, eins og
munnþurrku, skeið í eftirréttinn,
bók eða blaði sem hún taldi
höfða til hans. Hún var á loka-
ári í menntaskóla og valdi að
læra meiri þýsku en hún þurfti
til að geta frekar talað við
hann. Keypti þýsk blöð og
bækur og þurfti þá endalaust
að leita til hans eftir skýringum
á erfiðum orðum eða til að
ræða efni sem henni þótti
áhugavert. Hún hringdi heim til
okkar og bað um að fá að tala
við hann og eins kom hún oft í
heimsóknir. Það virtist ekki
skipta hana neinu hvort ég var
heima eða ekki, hún sat og
spjallaði hvort sem var.
Ég ræddi málin við kærasta
minn en hann hló bara. Hann
hefði jú ögn gaman af aðdáun
systur minnar en ég þyrfti ekk-
ert að óttast, hún væri eins og
hver annar krakki í hans aug-
um. Ég talaði einnig oft um það
við hana að mér líkaði ekki
hvernig hún einokaði hann en
hún sneri bara upp á sig og
sagði að afbrýðisemi mín í
hennar garð leiddi mig á villi-
götur. Þá reyndi ég að benda
mömmu á að þetta væru ekki
eðlileg samskipti við mág sinn
en mamma gerði lítið úr öilu.
Sagði systur mína hafa mikinn
áhuga á þýskri tungu og menn-
ingu og því sæi hún í kærasta
mínum góðan kennara um
hvoru tveggja. Hún liti auk
þess upp til eldri systur sinnar
og vildi gjarnan feta í hennar
fótspor og fara f nám í Þýska-
landi. Þetta væri bara góður
undirbúningur undir það.
Engum öðrum en mér virtist
finnast framkoma hennar neitt
athugaverð svo ég fór smátt og
smátt að velta því fyrir mér
hvort tóm ímyndun og ofsókn-
arkennd stjórnaði líðan minni.
En það var sama hvernig ég
reyndi að telja mér trú um að
allt væri með felldu, mér fannst
það ekki vera svo og mér leið
mjög illa.
Allan veturinn var allt við það
sama en um vorið útskrifaðist
systir mín úr menntaskólanum.
Við færðum henni bók með
Ijóðum Heines í stúdentsgjöf
og hún tók utan um hálsinn á
kærasta mínum og kyssti hann
fyrir allra augum, beint á munn-
inn. Hún var stöðugt að taka
bókina upp, strjúka hana og
lýsa því fyrir viðstöddum hvað
hún mæti hana mikils. Hún tal-
aði eins og ég hefði hvergi ná-
lægt vali á gjöfinni komið og
eins og það hversu vel hún
hefði hitt í mark væri alfarið
kærasta mínum og hans miklu
kynnum af henni að þakka.
Mér fannst hún líta ögrandi til
mín í hvert sinn sem hún talaði
um þetta líkt og hún manaði
mig til þess að segja nú eitt-
hvað, sýna viðstöddum hversu
afbrýðisöm ég væri í hennar
garð.
Framkoma hennar særði mig
mjög djúpt. Við áttum mjög gott
samband áður en ég fór utan
og hún var í mínum huga litla
barnið sem ég hafði passað og
verið í mömmuleik með svo
lengi. Við skrifuðumst á meðan
ég var í námi og hún trúði mér
í bréfunum fyrir öllum sínum
áhyggjum og vandræðum og
leitaði ráða. Ég hafði reynt eftir
bestu getu að ráða henni heilt
og vera henni eins góð systir
og hægt væri. Mér þótti um-
hyggja mín illa launuð og end-
urgoldin með þessu stanslausa
daðri við manninn sem ég
hafði valið mér að lífsförunaut.
Þennan dag urðu þó ákveðin
þáttaskil í þessum ástarþrí-
hyrningi. Móðursystir mín
hringdi í mig daginn eftir og
hafði orð á að óvenju miklir
kærleikar væru með systur
minni og kærasta mínum. Ég
fór að hágráta þegar hún sagði
þetta og trúði henni fyrir öllu
sem á undan var gengið. Hún
tók í einu og öllu undir áhyggj-
ur mínar og sagði að hegðun
sem þessi gæti skilið eftir sig
djúp sár sem aldrei gréru og
það væri enn erfiðara að eiga
við innan fjölskyldu en utan
hennar. Hún sagðist ætla að
54 Vikan