Vikan


Vikan - 30.07.1999, Page 58

Vikan - 30.07.1999, Page 58
Texti: Hrund Hauksdóttir Finnst þér pillan þægilegasta og öruggasta getn- aðarvörnin en ert samt smeyk um að hún sé skaðleg heilsu þinni? Ertu kannski kvíðnari afleiðingum sem geta komið upp með því að taka pilluna en því að verða ófrísk? Hér á eftir eru nokkrar algengar spurn- ingar og svör um pilluna sem rétt væri að velta fyrir sér áður en sú ákvörðun er tekin að fleygja henni í ruslið. IErtu búin að fá nóg af Hvenær ætti ég að hætta á pillunni? Öllum getnaðarvörnum fylgja kostir og gallar. I>ví skalt þú afla þér upplýs- inga sem þú þarfnast til að geta tekið þá ákvörðun sem hentar þér best. Þú hefur örugglega lofað sjálfri þér því að sá dagur komi að þú hættir á pill- unni um tíma. En af hverju? Það hlýtur að stafa af innri ónotakennd sem þú hefur gagnvart pillunni; að þú haldir að töflurnar hljóti að fara illa með lík- ama þinn. Þú ættir að taka pillutöku þína til gagngerrar endur- skoðunnar ef þú ert tvístígandi um notkun hennar eða hefur nýlega slitið langtíma sambandi. Pillan hentar mjög vel ef þú ert á föstu en ef þú stofnar til skyndikynna, þá nægir hún bara sem vörn gegn því að verða ófrísk. Ef þú verður hins vegar kærulaus og treystir því að pillan sjái um allt án smokks, þá ert þú að taka mikla áhættu á að fá kyn- sjúkdóma. Kynsjúkdómar Þarf líkami minn að fá hvíld frá pillunni? Nei, alls ekki. Margar konur halda að hormón- arnir safnist upp í líkaman- um en það er ekki rétt. Hormónarnir sem eru í getnaðarvarnarpillum á markaðnum í dag hreinsast út úr líkamanum innan sjö daga eftir að töflutöku er hætt. Þú ert ekki að bæta heilsu þína með því að taka þér „frí“ frá pill- unni. Nýleg banda- rísk rannsókn sýndi fram á að 25% kvenna urðu ófrísk- ar þegar þær tóku hlé frá pill- unni sem sannar að frjósemin lætur ekki á sér standa, þótt konur hafi verið lengi á pillunni og svo skyndilega hætt. Konur ættu því ekki að hætta á pillunni nema að búið sé að ákveða hvers konar getnaðarvörn taki við. Heppilegast er að fara til kvensjúkdómalæknis- eða heimilislæknis og ræða við hann um kosti þess og galla fyrir þig að vera á pillunni. Spurðu lækninn hver séu innihaldsefni pill- unnar sem þú tekur og láttu hann útskýra ná- kvæmlega fyrir þér hvernig hún virkar. Staðreyndin er sú að mjög margar konur nota pilluna. Það ætti ekki að koma á óvart þar sem hún er bæði örugg og fyrirhafn- arlítil getnaðarvörn. Pillan er það lyf sem einna mest hefur ver- ið rannsak- að í heimin- um. Ef þú ert enn á báðum áttum, þá skaltu endilega velta fyrir þér öðrum möguleikum. 58 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.